Fundargerð félagsfundar 22. október 2013

Formaður setti fund kl. 20:07 og bað ritara um að lesa fundargerð síðasta fundar sem hann og gerði.

Athugasemd var gerð við fundargerðina og hún tekin til greina og fundargerðin geymd til næsta fundar.

Var nú gengið til dagskrár.

Nýjir félagar:

Látnir félagar

Formaður gerði grein fyrir þessum lið

Var nú komið að aðallið fundarins Gott aðgengi (Access Iceland) Hún gerði grein fyrir þeim stöllum þ.e.a.s. henni og Aðalbjörgu.

Hóf Harpa Cilia Ingólfsdóttir þennan lið. Hún er byggingafræðingur og ferilhönnuður.

Gerði hún grein fyrir helstu breytingum á byggingareglugerð. Þá sýndi hún dæmi um Ísland sem ferðamannalandi þar sem margt hefur verið gert en ekki fullklárað fullt af hálfklárðuðum dæmum. Það er líka þó nokkuð um góð dæmi líka.

Þá rakti hún stöðu mála í aðgengismálum þar sem væri að mörgu leyti væri gamalsdags hugsunarháttur hjá mörgum aðilum í samfélaginu. Þó væri hugsunarhátturinn að breytast.

Hvatti hún til þess að halda því á lofti sem hefði áunnist í baráttunni fyrir bættu aðgengi. Við þyrftum að sýna þeim stuðning sem eru að vinna að bættu aðgengi.

Þá gerði hún grein fyrir því hvað Gott aðgengi væri að gera

1. Koma upplýsingum til notenda

2. Upplýsingar til eiganda/umráðamanna bygginga

3. Hverju er hægt að breyta og bæta

4. Hugarfarsbreytig

5. Lög og reglur

6. Fræðsla.

7. Fyrirbyggjandi aðgerðir.

Gott aðgengi er spurning um góða hönnun bygginga. Verið er að safna saman upplýsingum um aðgengilega staði.

Harpa fór yfir merki þau sem eru notuð til að gera grein fyrir aðgengi.

Aðalbjörg kynnti vefinn access.is sem er í samvinnu við Borgarmynd. Sýndi hún dæmi um staði þar sem hlutirnir væru nokkuð í lagi þó kannski vanti smávægilega uppá. Sýndi hún vefinn í notkun

All nokkrar fyrirspurnir og ábendingar komu úr sal um staði sem væru í lagi og aðra sem ekki væri í lagi.

Jón Eiríksson og Grétar Pétur kynntu fyrirhugaðar lagabreytingar sem eru í

Fyrirspurn kom um hvort ekki væri ástæða til að setja í lög um aldurskiptingu félaganna.

Önnur mál

Ásta Dís tók til máls og ræddi nokkuð þær illdeilur sem verið hafa uppi undanfarið. Fór hún yfir helstu atriði málsins eins og það horfði við henni og stjórn félagsins.

Ingi Bjarnar, kom upp og sagði að formaður hefði haldið mikla einræðu taldi hann sig ekki hafa gert neitt til þess að ala á úlfúð spurði hann hvort rétt væri að Hilmar hafi stolið launum frá Krika.

Þá spurði hann hvernig Kristján hefði komist yfir þessar upplýsingar um greiðslu til starfsmanna.

Kristján svaraði fyrir sig og gerði grein fyrir þessu.

Guðbjörg Halla tók til máls og taldi þetta mál hafa skemmt fyrir félaginu hvatti hún til samstöðu í félaginu. Spurði hún að lokum “fyrir hvern er Sjálfsbjörg ef allir geta ekki unnið saman”.

Ásta Dís hnykkti á samstöðunni og taldi hún sig ekki hafað staðið í neinum illdeilum við Hilmar eða aðra félagsmenn.

Fundarstjórii spurði hvort menn hefðu eitthvað annað að ræða.

Að þessu loknu sleit formaður fundi kl. 22:42

Fundargerð aðalfundar 23. apríl 2013

Aðalfundur

Dagskrá:

1. Formaður setur fundinn

2. Kosning fundarstjóra og ritara

Stefán Ólafsson kosinn fundarstjóri og Jón Eiríksson kosin ritari.

3. Inntaka nýrra félaga

• Friðrik Guðmundsson

• Rut Þorsteinsdóttir

• Björk Sigurðarsdóttir

• Þórunn Helga Garðarsdóttir

• Þorvaldur Tolli Ásgeirsson

• Elísabet G. Árnadóttir

• Hulda Ólafsdóttir

• Matthildur Kristmannsdóttir

• Gunnlaugur Marteinn Símonarson

• Elisabet Bjarnason

4. Minnst látinna félaga

• Ormur Ólafsson

• Sigríður Ósk Geirsdóttir

• Sigríður Lárusdóttir

• Valgerður Árnadóttir

• Sólveig Pálsdóttir

5. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðastliðnu starfsári og kynning á starfstilhögun komandi starfsárs.

Formaður flutti skýrslu stjórnar. (Sjá hér fyrir neðan).

Borin var upp spurning af Þorberu um hversu margir væru hreyfihamlaðir af þeim nýju félögum sem voru samþykktir inn.

6. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins

Benedikt Jónsson endurskoðandi kynnti ársreikninga félagsins. Benedikt fór yfir skýringar með reikningnum að venju. Spurning kom varðandi afskrifaðar tekjur frá Guðríði. Svaraði Benedikt því að hér væri um að ræða félagsgjöld og óinnheimt frá Markaðsmönnum. Fundarstjóri bar upp reikninga félagsins og voru þeir samþykktir samhljóða.

7. Skýrslur nefnda

Ásta Dís flutti skýrslu Krikanefndar og er hana að finna hér að neðan.

Guðbjörg H. Björnsdóttir flutti skýrslu félagvistarnefndar.

Guðríður og Ása Hildur mótmæltu neikvæðum ummælum um prjónaskapinn í Krika. Töldu þær skýrsluna til hreinnar skammar. Þóhalla kom upp líka og tók undir með framkomnum mótmælum.

8. Lagabreytingar

Lagabreytingar eru engar.

9. Ákvörðun um félagsgjald

Félagsgjald verður óbreytt.

10. Kosning í stjórn og varastjórn samkvæmt 7. grein laga

Var nú gengið til kosninga kjósa skal um varaformann (til 2. ára)

Kjósa skal um ritara (til 2 ára) Ritari var sjálfkjörinn.

Kjósa skal meðstjórnanda (til 2 ára)

Hilmar Guðmundsson og Hannes Sigurðsson gefa kost á sér til varaformanns. Kynntu frambjóðendur í varaformannsebættið sig stuttlega.

Í varastjórn gefa kost á sér Benedikt Heiðdal Þorbjörnsson, Stefanía Björk Björnsdóttir og Ásdís Úlfarsdóttir.

Hilmar var kosinn varaformaður með 39 atkvæðum gegn 13.

Varamenn voru sjálfkjörnir.

11. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara, samkv. 7.grein laga.

Sigmar Ó. Maríusson og Sigfús Brynjólfsson voru endurkjörnir

12. Önnur mál

Hilmar Guðmundsson tók til máls og þakkaði stuðninginn. Ræddi hann fyrirhugaða þátttöku í aðgerðum 1. Maí næstkomandi.

Elisabet Bjarnason ræddi áður framkomna spurningu um hversu margir væru hreyihamlaðir af nýju félögunum. Vísaði fundarstjóri til 4. Grein laga félagsins í því sambandi og Þorbera skýrði spurningu sína enn frekar.

Formaður sleit síðan fundi kl. 21:23

Fundargerð aðalfundar 28. apríl 2012

Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu

28. apríl 2012

Aðalfundur

Fundargerð

Formaður setur fundinn

Hannes Sigurðsson formaður félagsins býður fundarmenn velkomna og setur fundinn.

Kosning fundarstjóra og ritara

Hann bar upp tillögu um Stefán Ólafsson sem fundarstjóra. Samþykkt samhljóða. Nú var borin upp tillaga um Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur sem fundarritara. Samþykkt samhljóða.

Inntaka nýrra félaga

Nýir félagar eru Guðmundur Ingi Kristinsson og Sigrún Jóna Sigurðardóttir. Samþykkt með lófataki.

Minnst látinna félaga.

Engir látnir félagar.

Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðastliðnu starfsári lesin.

Formaður flytur skýrslu stjórnar (sjá fylgiskjal 1). Sigurjón Einarsson bendir á ósamræmi í skýrslunni. Það var verið að klappa fyrir störfum tveggja starfsmanna skrifstofunnar en í ársreikningum kemur fram að starfsmenn séu þrír. Útskýrt var að þriðji starfsmaðurinn væri Trausti Sigurlaugsson og hafði hann umsjón með þrifum.

Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins. (Fylgiskjal 2)

Benedikt Þór Jónsson fer í stuttu máli yfir helstu atriði úr reikningunum.

Rekstrartekjur ársins 2011 voru alls 25.516.621. Rekstrargjöld ársins 2011 eru alls 23. 675, 470 og er því hagnaður ársins 2011, 1.841.151.

Sigurjón Einarsson spyrst fyrir um land við Elliðavatn. Fannst eins og það kæmi fram í ársreikningunum að Sjálfsbjörg ætti það land. Endurskoðandi útskýrði að landið væri í afnotum til félagsins til 50 ára og hefði verið fært til eignar, en afskriftir af því eru 3%.

Guðbjörg Kristín tekur til máls og segir að sér fyndist skrítið að það væri hagnaður af félagsstarfi félagsins.

Guðríður Ólafsdóttir segist gleðjast yfir því að félagið sé á réttri braut. Eigum ekki alltaf að vera á núlli og ekki margir sem kvarta undan því að borga eitthvað. Það þarf að athuga fyrir næsta aðalfund að reikningar verði ljósritaðir með undirskrift fyrir fundarmenn.

Ársreikningar eru nú samþykktir samhljóða.

Nefndir

Kristín R. Magnúsdóttir flutti skýrslu um Krika. (sjá fylgiskjal 3). Einnig flutti hún skýrslu um spilakvöld.

Guðbjörg Halla Björnsdóttir flutti munnlega skýrslu um félagsvistina.

Fundarstjóri tilkynnti að mál tengdu starfstilhögun stjórnar yrðu rædd undir liðnum Önnur mál en Sigurjón hafði komið með athugasemd að þetta hefði ekki verið tilkynnt þegar skýrsla stjórnar var rædd.

Ákvörðun um félagsgjald

Samþykkt með handauppréttingu að félagsgjaldið verði óbreytt.

Kosning samkvæmt 7. grein laga

Formaður er Hannes Sigurðsson. Hannes gefur ekki kost á sér en núverandi varaformaður gefur kost á sér sem formaður og leggur kjörnefnd það til. Kjörnefnd leggur til að Hannes Sigurðsson verði varaformaður. Þau voru samþykkt með lófaklappi.

Hanna Margrét Kristleifsdóttir gefur ekki kost á sér sem ritari en Jón Eiríksson gefur kost á sér. Jón Eiríksson er því réttkjörinn nýr ritari með lófataki.

Gjaldkeri er Jóna Marvinsdóttir og hún gefur áfram kost á sér. Samþykkt með lófataki.

Nú er gengið til kosninga um varastjórn.

Þau sem gefa kost á sér eru:

Hilmar Guðmundsson hlaut 30 atkvæði

Anna Sigríður Antonsdóttir hlaut 26

Linda Sólrún Jóhannsdóttir hlaut 17

Sigurjón Einarsson 9

Einar Andrésson hlaut 21

Kristín R. Magnúsdóttir hlaut 29

44 seðlar berast.

Hilmar, Anna Sigríður og Kristín voru því réttkjörin sem varamenn til tveggja ára.

Þær sem telja atkvæði eru Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir og Ásta Dís Guðjónsdóttir og Ása Hildur Guðjónsdóttir.

Önnur mál

Ásta Dís þakkar fyrir traustið að vera kosin formaður.

Þakkar Hannesi fyrir að vilja starfa með henni. Varðandi starfið áfram er að stefna að áframhaldandi gott starf. Fleiri opna fundi/hús og skemmtanir. Höfum verið að huga að breytingum á dagskrá félagsins. T.d. hefur súpa verið á þriðjudögum en að hún verði líka á fimmtudögum og í framhaldi verði opið hús. Vantar tíma fyrir fólk að geta mætt að degi til.

Ferðirnar hafa verið vinsælar og stefnt er að halda áfram að hafa tvær ferðir að vetri.

Búið að gera við pallinn í Krika, stefnt að því að hafa Krika opinn í sumar.

Bætti við skýrslu um Krika að hún og Jóna hafi verið með smurt brauð og það verði áfram á þriðjudögum. Stefnt er að því að grænmeti verði áfram til sölu í Krika á vægu verði. Tveir dagar eru eftir í súpunni þetta vorið en heldur áfram næsta haust. Bingóið heldur áfram að vera tvisvar í mánuði. Tvö bingó eftir þetta vorið. Fyrir hönd Sjálfsbjargar landssambands þá hefur hún verið tengiliður við EAPN sem eru samtök um baráttu gegn fátækt og sótt fundi á þeirra vegum og mun hún á næstunni fara á fund EAPN í Brussel. Samtökin eru ekki hluti af ESB en eru undir verndarvæng ESB.

Ásta er einnig tengiliður við Medical Alert. Stefnt er að því að fara í stórt kynningarátak varðandi Medical Alert.

Einnig þarf að fylgja áfram málum varðandi yfirfærsluna og einnig varðandi eldri fatlaða. Kjarabaráttan heldur áfram og er hún tengiliður hjá ÖBÍ í því. Minnti á kröfugöngu ÖBÍ 1. maí nk. Einnig sagði hún að hún vildi að farið yrði í að endurgera kynningarefni fyrir Sjálfsbjörg.

Einnig hvatti hún nýtt fólk til að koma í félagið. Hún þakkaði Trausta Sigurlaugssyni fyrir hans störf sem umsjónarmanns þrifa.

Ásta kynnti minningartónleika sem haldnir verða 6. júlí kl. 20:00 um Jón Björn Marteinsson. Æskuvinir Jóns Björns standa fyrir tónleikunum en það á að safna fyrir rúmum fyrir 11E sem er krabbameinsdeild Landspítalans.

Sigurjón Einarsson óskar nýkjörinni stjórn til hamingju. Þakkar formanni fyrir hennar framsögu. Hann minnti á að samkvæmt lögum félagsins ætti að kjósa tvo skoðunarmenn reikninga á hverju ári en það hefur ekki verið gert enn á þessum fundi. Einnig sagði hann að endurskoða þurfi lög félagsins.

Hilmar Guðmundsson þakkar stuðninginn í varastjórn.

Hann skýrir frá því að hann hafi sótt fund Samfylkingarinnar daginn áður, um kjaramál.

Fundarstjóri tekur til máls og segist einnig hafa verið á fundinum enda einn af þeim sem undirbjó hann. Þar kom fram að ÖBÍ hefði sagt sig frá starfinu varðandi endurskoðun almannatryggingalaga og var hann ósáttur við það.

Sigfús Brynjólfsson og Sigmar Maríusson gefa kost á sér sem skoðunarmenn reikninga og eru þeir samþykktir samhljóða.

Ásta Dís útskýrði að hún sæti í bakhóp ÖBÍ varðandi endurskoðun almannatryggingalaga. Varðandi úrsögn ÖBÍ úr nefnd ráðuneytisins varðandi endurskoðun almannatrygginga sagði hún að endalaust væri verið að tína í hópinn allskyns tölur en ekki verið farið lagagreinarnar sjálfar Hún telur að hópurinn hafi verið alfarið á móti því að bandalagið segði sig úr starfshópi ráðuneytisins en hluti ástæðunnar á því vera sú að ÖBÍ hafi ekki fengið skráðar bókanir sínar í fundargerðir starfshópsins.

Hannes Sigurðsson tók til máls og þakkaði fyrir kosningu sem varaformaður. Varðandi endurskoðun laga félagsins að þá hafa þau verið rædd og hefur stjórn félagsins skipað eftirtalda að endurskoða lögin: Jón Eiríksson, Þorbera Fjölnisdóttir og Hilmar Guðmundsson og Sævar Guðjónsson og Linda Sólrún Jóhannsdóttir.

Nýkjörinn formaður tók til máls og kynnti að hún myndi á næstunni hafa viðveru hjá félaginu. Þakkaði fyrir góðan fund og sleit honum kl. 16:10. Þakkaði fundarstjóra og ritara fundarins.

Fundi slitið kl. 15:40.

Fundarritari: Anna Guðrún Sigurðardóttir

Fundargerð félagsfundar 27. mars 2012


Benedikt Þorbjörnsson
Sigmar Ó. Maríusson
Kristinn Ásgeir Möller
Sigfús Brynjólfsson

Var nú gengið til kosninga en áður voru skipaðir talningamenn en þeir voru Stefán Ólafsson, Ása Hildur Guðjónsdóttir og Ásta Dís Guðjónsdóttir. Fundarritari Jón Eiríksson las upp nöfnin. Kjósa átti alls 20 fulltrúa til þings Sjálfsbjargar lsf.
Atkvæði féllu þannig.
Ásta Dís Guðjónsdóttir’ 40
Grétar Pétur Geirsson 40
Guðríður Ólafsdóttir 40
Jóna Marvinsdóttir 40
Örn Sigurðsson 37
Ása Hildur Guðjónsdóttir 36
Stefanía Björnsdóttir 36
Jón Eiríksson 35
Anna Kristín Sigvaldadóttir 34
Hannes Sigurðsson 34
Aðalbjörg Gunnarsdóttir 33
Einar Andrésson 32
Guðbjörg Halla Björnsdóttir 31
Kristinn Guðjónsson 31
Ólöf Ríkarðsdóttir 31
Þórunn Elíasdóttir 31
Sigmar Ó. Maríusson 29
Kristín Jónsdóttir 27
Andri Valgeirsson 26
Benedikt Þorbjörnsson 26

Varamenn:
Hilmar Guðmundsson 24
Sigfús Brynjólfsson 24
Jóhannes Þ. Guðbjartsson 23
Einar Bjarnason 22
Sigurður Pálsson 22
Sævar Guðjónsson 22
Hulda Steinsdóttir 21
Þorkell Guðlaugur Geirsson 19
Sigurjón Einarsson 18
Kristinn Ásgeir Möller 16

Önnur mál
Ásta Dís bað um orðið, kynnti hún stöðu í nefndarframboðum hjá landssambandinu samkvæmt lista kjörnefndar Sjálfsbjargar lsf.
Formaður Hannes Sigurðsson sleit þessu næst fundi og þakkaði starfsmönnum fundarins fyrir þeirra störf og félögum fyrir mætinguna.

Fundarritari:
Jón Eiríksson

Leiðarkerfi færslu

Fundargerð aðalfundar 19. apríl 2011

Fundargerð Aðalfundur Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu haldinn í Hátúni 12, þriðjudaginn 19. apríl 2011.

1. Formaður setur fund

Hannes Sigurðsson, formaður félagsins bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn.

2. Kosning fundarstjóra og ritara

Tillaga var um Stefán Ólafsson sem fundarstjóra, samþykkt samhljóða. Tillaga var um ritara, Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur, samþykkt samhljóða.

3. Inntaka nýrra félaga

Nýjir félagsmenn frá síðasta fundi eru: Kolbrún Kolbeinsdóttir og Sæmundur Valtýsson.

4. Minnst látinna félaga

Nú var minnst þeirra fimm félaga Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu sem höfðu látist frá síðasta fundi með örlítilli þögn.

5. Skýrsla stjórnar

Hannes Sigurðsson las skýrsluna fyrir hönd fráfarandi ritara stjórnar, Guðbjargar Kristínar Eiríksdóttur.

6. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins

Nú kynnti endurskoðandi félagsins, Benedikt Þór Jónsson. Niðurstaða reikninganna er tap að upphæð 170.678 sem er mjög vel viðunandi miðað við árferði sagði Benedikt. Tekjur á árinu 2009, blaðið kom ekki út þá en kom út 2010 og kom allur kostnaður vegna þess 2010. Eignir alls 66.544.083 krónur og hafa hækkað um rúma milljón milli ára. Reikningarnir voru nú bornir upp til atkvæðagreiðslu, samþykktir samhljóða.

7. Ákvörðun um félagsgjald

Tillaga var um að þau séu óbreytt frá fyrra ári. Guðríður Ólafsdóttir, spurði hvenær árgjöldin voru síðast hækkuð. Engin svör bárust við því og lagði hún til hækkun um 200 krónur. Nokkrar umræður urðu um tillöguna. Tillaga Guðríðar var samþykkt með meirihluta atkvæða.

8. Kosning samkvæmt 7. grein laga

Nú var gengið til kosninga um varaformann, í framboði voru þau Leifur Leifsson og Ásta Dís Guðjónsdóttir. Leifur og Ásta Dís kynntu sig. Guðríður bað um að fundarstjóri myndi óska eftir því að þeir sem voru búnir að skila kosningaseðlunum myndu fá nýja, þar sem frambjóðendur voru ekki búnir að kynna sig og verið var við því.

Atkvæði fóru þannig:

Ásta Dís hlaut 32 atkvæði

Leifur hlaut 12 atkvæði

Einn seðill var ógildur.

Ásta Dís er því réttkjörin varaformaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

Það átti að kjósa ritara og meðstjórnenda en Hanna Margrét Kristleifsdóttir var ein í framboði sem ritari og var því réttkjörin sem ritari. Stefanía Björk Björnsdóttir gaf kost á sér sem meðstjórnanda og var ein í framboði og því réttkjörin sem meðstjórnandi.

Til varamanna gáfu kost á sér.

Þeir sem gæafu kost á sér voru: Benedikt Heiðdal Þorbjörnsson, Einar Andrésson, Sigurður Pálsson og Hilmar Guðmundsson.

Benedikt hlaut 33 atkvæði og kosinn til tveggja ára

Sigurður hlaut 33 atkvæði og því líka kosinn til tveggja ára

Hilmar hlaut 32 atkvæði og því kosinn til eins árs.

Einar hlaut 28 atkvæði

Fundarstjóri bar upp nýja félaga þar sem þeir voru ekki bornir upp þegar þeir voru lesnir upp. Samþykkt samhljóða.

Kosning endurskoðanda reikninga.

Rafn Benediktsson féll frá og Sigfús Brynjólfsson gaf kost á sér í stað Rafns og Sigmar Ó. Maríusson gaf kost á sér áfram. Samþykkt með lófaklappi.

9. Skýrslur nefnda

Guðbjörg Halla Björnsdóttir las skýrslu félagsmálanefndar. Að auki nefndi hún söfnun sem var haldin til styrktar syni hennar í veikindum hans og bað hann fyrir kveðju og þakklæti fyrir þá peningagjöf sem safnaðist.

Fundarstjóri las skýrslu skáknefndar í fjarvist Arnórs Péturssonar.

10. Önnur mál

Ásta Dís Guðjónsdóttir, nýr varaformaður félagsins kom og þakkaði fyrir traustið fyrir að hafa verið kosin varaformaður félagsins.

Fundarstjóri þakkaði fyrir sig og gaf Hannesi orðið sem þakkaði fyrir góðan fund og fundarstjóra og fundarritara fyrir þeirra störf.

Fundarritari: Anna Guðrún Sigurðardóttir

Félagsfundur 8. mars 2011

Haldinn þann 8. mars 2011 í félagsheimilinu að Hátúni 12.

Hannes Sigurðsson, formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu setti fund og gerði tillögu um Guðríði Ólafsdóttur sem fundarstjóra og Guðbjörgu Kristínu Eiríksdóttur sem fundarritara; voru þau samþykkt með lófataki. Tók þá Guðríður við fundarstjórn.

Fyrst á dagskrá var inntaka nýrra félaga, var þeim fagnað í félagið með lófataki. Átta félagar höfðu látist á tímabilinu frá síðasta félagsfundi og var þeirra minnst með stundarþögn.

Aðalefni þessa fundar var erindi þeirra Hrefnu K. Óskarsdóttur og Helgu Björnsdóttur: „Fullkomleiki og fegurð: vangaveltur um líkama, konur og fötlun“.

Fjölluðu þær m.a. um fegurðarsamkeppni „Britain´s Missing Top Model“ sem var haldin í Bretlandi fyrir nokkru þar sem konur með sýnilega skerðingu kepptu innbyrðis. Höfðu þær Hrefna og Helga skoðað hvernig ímynd fatlaðra kvenna (og karla) virtist vera frábrugðin ímynd hins fullkomna módels.

Fór Hrefna inn á það hvernig ímynd fegurðar hefði breyst í gegn um aldirnar. Kom hún svo inn á þá mynd sem margar konur miði sig við, ímynd ofurfyrirsætunnar, en í raun væri það þannig að einhvern tímann á ævinni hafa allir eitthvað sem passar ekki við þá ímynd.

Ímynd fatlaðra kvenna hefur lítið verið rannsökuð, eru þar fötlunarfræðin ekki undanskilin. Þar hefur frekar verið rýnt í stöðu fatlaðra í samfélaginu.

Helga tók svo við og ræddi um mátt fjölmiðla; þeir skapi í raun ímyndaðan raunveruleika. Benti hún svo á að raunveruleikaþáttum hefði fjölgað og að sumir bæru slíka þætti saman við freak shows (furðusýningar) fyrri tíma. Þátttaka í slíkum sýningum var eiginlega möguleiki fatlaðra til þess að tilheyra einhverjum hópi fólks sem var í svipuðum aðstæðum og það sjálft. En fyrir stjórnendur var þetta fyrst og fremst fjárhagslegur ávinningur og fyrir áhorfendur fullnægðu slíkar sýningar á „afbrigðilegu“ fólki einhverri gægjuþörf þeirra.

Kom Helga svo inn á þessa fyrrnefndu fegurðarsamkeppni sýnilega fatlaðra kvenna. Væru þær eiginlegir brimbrjótar og fyrirmyndir fyrir margar konur þar sem margar fatlaðar konur reyndu að fela skerðingu sína en þær ekki.

Var svo opnað fyrir spurningar og umræður. Tóku margir til máls um þetta málefni. Í umræðu um dvergvaxið fólk kom Guðríður inn á að á undanförnum árum hefði öllum fóstrum með dvergvöxt verið eytt hér á landi. Grétar Pétur formaður lsf sagði frá því að fólk í framkvæmdastjórn hafi rætt þessi mál í nokkurn tíma og þyrfti að vinna margvisst að fræðslu t.d. fyrir foreldra.

Önnur mál. Þorbera sagði frá því að Kvennahreyfing ÖBÍ og Sjálfsbjörg ásamt 6 öðrum félögum muni ganga í evrópsk samtök gegn fátækt og félagslegri einangrun. Þar eru þolendurnir sjálfir miðpunkturinn.

Guðríður kynnti svo fyrir fundarmönnum aðdragandann að stofnun Kvennahreyfingar ÖBÍ þann 8. mars 2005. Sagði hún frá mánaðarlegum fyrirlestrum á þeirra vegum um ýmis málefni.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 20:30 og boðið upp á veitingar.

Fundarritari: Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir

Fundargerð aðalfundar 20. apríl 2010

Dagskrá

1.    Formaður setur  fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Formaður félagsins Grétar Pétur Geirsson bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

2.    Kosning  fundarstjóra og ritara

Uppástunga kom um Jón Eiríksson sem fundarstjóra og var samþykkt með lófaklappi. Uppástunga kom um Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur sem ritara og samþykkt með lófaklappi.

3.    Inntaka nýrra félaga

Einn einstaklingur, Þorbjörg Guðmundsdóttir hafði óskað eftir að gerast felagsmaður, samþykkt með lófaklappi.

4.    Minnst látinna félaga

Tveir félagar höfðu látist frá síðasta fundi og var þeirra minnst með augnabliks þögn.

5.    Skýrsla stjórnar lögð fram

Grétar Pétur Geirsson, formaður félagsins flutti skýrsluna.

6.    Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins

Benedikt Þór Jónsson endurskoðandi félagsins kynnti. Rekstur félagsins er í góðu jafnvægi.

Nú var opnað fyrir umræður um skýrslu og ársreikninga.

Enginn kvað sér hljóðs og voru reikningarnir því bornir upp til atkvæða.

Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.

7.    Ákvörðun um félagsgjald

Grétar Pétur Geirsson kynnti.

Tillaga stjórnar var um að félagsgjaldið yrði óbreytt, kr. 2000. Samþykkt samhljóða.

8.    Kosningar samkvæmt 7.  Grein laga

Til formanns gáfu kost á sér þau Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir og Hannes Sigurðsson.

Atkvæði í kosningu um formann félagsins til tveggja ára.

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir hlaut 25 atkvæði
Hannes Sigurðsson hlaut 27 atkvæði

Hannes Sigurðsson var því réttkjörinn formaður félagsins til næstu tveggja ára.

Hannes Sigurðsson tók nú til máls og þakkaði það traust sem honum var sýnt með kosningu sem formaður.

Þorbera Fjölnisdóttir dró framboð sitt til baka sem ritara og var því Guðbjörg Kristín sjálfkjörin sem ritari. Samþykkt með lófaklappi.

Jóna Marvinsdóttir var sjálfkjörin sem gjaldkeri.

Nú var gengið til kosninga um varamenn. Kjósa átti þrjá einstaklinga.

Eftirtalin voru í kjöri:

Guðbjörg Halla Björnsdóttir hlaut 16 atkv.
Guðríður Ólafsdóttir hlaut 32 atkv.
Gylfi Baldursson hlaut 12 atkv.
Hanna Margrét Kristleifsdóttir hlaut 36 atkv.
Jón Eiríksson hlaut 24 atkv.
Sigríður Ósk Geirsdóttir hlaut 5 atkv.
Sigurjón Grétarsson hlaut 3 atkv.
Þorbera Fjölnisdóttir hlaut 22 atkv.

Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Guðríður Ólafsdóttir og Jón Eiríksson voru því réttkjörin sem varamenn.

9.    Skýrslur nefnda

Guðbjörg Halla Björnsdóttir  flutti skýrslu félagvistarnefndar.

Jón Eiríksson flutti skýrslu skáknefndar í forföllum Arnórs Péturssonar.

10. Önnur mál

Guðríður Ólafsdóttir , kynnti verkefnið, Landskönnun, sem fram fer á vegum Rauða kross Islands, um  hverjir það eru sem verst standa í íslensku samfélagi.  Niðurstöður verða síðan birtar í skýrslu undir heitinu „Hvar þrengir að.“  Óskaði hún eftir að þeir einstaklingar sem myndu vilja sitja í rýnihópi öryrkja vegna könnunarinnar myndu hafa samband við félagið .  Óskað er eftir 2 6-10 manna rýnihópi úr hópi öryrkja. Nafnleynd verður haft að leiðarljósi.

Að lokum þakkaði hún fyrir kjörið í varastjórn og þakkaði hún Grétari Pétri fyrir mjög vel unnin störf siðustu 6 ár og óskaði nýjum formanni til hamingju með kjörið.

Grétar Pétur Geirsson, fráfarandi formaður þakkaði nú fundarmönnum fyrir frábært samstarf síðastliðin 6 ár.  Þakkaði hann sérstaklega Jóhönnu Ólafsdóttur fyrir sérlega vel unnin störf sem og fundarstjóra og ritara fyrir þeirra störf á fundinum.

Jón Eiríksson þakkaði fyrir það traust að vera kosinn fundarritari og ræddi það að þeir sem vildu bjóða sig fram til starfa í nefndir og ráð á vegum Sjálfsbjargar landssambands þyrftu að láta skrifstofu landsambandsins vita af því fyrir 28. apríl n.k. en þing landssambandsins verður haldið 28.-30. maí n.k.

Hannes Sigurðsson tók nú til máls og þakkaði enn og aftur fyrir það traust sem honum var sýnt með kosningu sem formann og þakkaði fyrir góðan fund og sleit honum kl. 20:30.

Fundarritari: Anna Guðrún Sigurðardóttir

Félagsfundur 23 mars 2010

Formaður Grétar Pétur Geirsson, setti fund kl. 19:20 og stakk uppá Leif Leifssyni sem fundarstjóravar það samþykkt.

Þá stakk hann uppá Jóni Eiríkssyni sem ritara og var það einnig samþykkt.

Því næst var tekið til við uppástungur um fulltrúa félagsins á þing landssambandsins en félagið á rétt á 22. fulltrúum.

Eftirfarandi uppástungur bárust:
Aðalbjörg Gunnarsdóttir, Andri Valgeirsson,Anna Guðrún Sigðardóttir, Anna Kristín Sigvaldadóttir,Arnór Pétursson, Ása Hildur Guðjónsdóttir, Ásta Dís Guðjónsdóttir, Bendikt Þorbjörnsson, Einar Andrésson, Grétar Pétur Geirsson, Guðbjörg Halla Björnsdóttir, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, Guðmundur Magnússon, Guðríður Ólafsdóttir, Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Hannes Sigurðsson, Hulda Steinsdóttir, Jón Eiríksson, Jóna Marvinsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Leifur Leifsson, Ólöf Ríkharðsdóttir, Örn Sigurðsson, Ragnar Gunnar Þórhallsson, Sigmar Maríusson, Sigrós Ósk Karlsdóttir, Sigurður Pálsson, Þorbera Fjölnisdóttir

Þessu næst vour talningarmenn skipaðir og þeir voru:
Ásta Dís Guðjónsdóttir, Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Jón Eiríksson.

Samþykkt hafði verið að atkvæði yrðu lesin upp beint og voru Þorbera Fjölnisdóttir og Guðríður Ólafsdóttir fengnar til þess.

Meðan verið var að útbúa kjörseðla gerði Ása Hildur grein fyrir störfum kjörnefndar og fjallaði um lista kjörnefndar sem dreift hafði verið á fundinum. Á honum eru nöfn þeirra sem gefið hafa kost á sér til þeirra embætta sem í boði eru hjá landssambandinu. Nokkuð er um enþá að laust sé í hinar ýmsu nefndir og gerði hún vel grein fyrir því.

Jón Eiríksson fjallaði um hugmyndir um væntanleg mál þingsins og vakti athygli á því að aðildarfélögin gætu og ættu að hafa áhrif á um hvað væri fjallað á þingum fyrir utan hin hefðbundu aðalfundarstörf.

Kosning gekk greiðlega fyrir sig og var því næst gengið til talningar.
Eftir að akvæði höfðu verið talin varð niðurstaðan eftirfarandi:

NafnFjöldi atkvæða
Grétar Pétur Geirsson45
Guðríður Ólafsdóttir43
Hanna Margrét Kristleifsdóttir43
Anna Guðrún Sigðardóttir42
Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir42
Þorbera Fjölnisdóttir41
Jóna Marvinsdóttir40
Anna Kristín Sigvaldadóttir39
Ása Hildur Guðjónsdóttir39
Leifur Leifsson39
Jón Eiríksson38
Sigmar Maríusson38
Arnór Pétursson37
Ásta Dís Guðjónsdóttir37
Örn Sigurðsson37
Ragnar Gunnar Þórhallsson37
Hannes Sigurðsson36
Guðmundur Magnússon35
Ólöf Ríkharðsdóttir35
Bendikt Þorbjörnsson34
Aðalbjörg Gunnarsdóttir32
Sigrós Ósk Karlsdóttir32
Varamenn
Sigurður Pálsson32
Guðbjörg Halla Björnsdóttir31
Hulda Steinsdóttir30
Andri Valgeirsson28
Kristín Jónsdóttir25
Einar Andrésson24
Ógildir 2
Auðir 0

Að talningu lokinni sleit formaður fundi kl. 21:50 og þakkaði fundarmönnum setuna og starfsmönnum fundarins fyrir þeirra störf.

Jón Eiríksson, fundarritari

Félagsfundur 23. febrúar 2010

Félagsfundur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, haldinn að Hátúni 12 þann 23. Febrúar 2010, kl. 20.00.

Auglýst fundarefni þessa félagsfundar: Upphaf notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar á Íslandi.

Anna Kristín Sigvaldadóttir bauð fólk velkomið og stakk upp á Grétari Pétri Geirssyni sem fundarstjóra og Guðbjörgu Kristínu Eiríksdóttur sem fundarritara. Voru þau samþykkt með lófataki. Tók Grétar Pétur síðan við fundarstjórn.

1. Fyrsta mál á dagskrá var inntaka nýrra félaga. 20 mann höfðu gengið í félagið frá síðast félagsfundi. Voru nöfn þeirra lesin upp.

2. Frá síðasta félagsfundi höfðu 16 félagar látist. Var þeirra minnist með stuttri þögn.

3. Aðaldagskrárliður fundarins var kynning Freyju Haraldsdóttur og Vilborgar Jóhannsdóttur á rannsókn sem þær höfðu unnið og bar yfirskriftina: „Hugmyndafræði sjálfstæðs lífs og nýjustu niðurstöður íslenskra rannsókna á upplifun fatlaðs fólks af hefðbundnu þjónustukerfi og reynslu fatlaðs fólks af notkun beingreiðslna.“ Notuðu þær glærur sér til stuðnings í þessum fyrirlestri.

Vilborg sagði frá því að hún væri lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands; um leið væri hún doktorsnemi. Síðan kynnti Freyja sig, hún væri að klára BA-nám í þroskaþjálfun og væri þessi rannsókn samvinnuverkefni þeirra tveggja. Eins væri hún í hópi þeirra sem nýttu sér notendastýrða persónulega aðstoð, NPA. Með þeim var svo Theodór Karlsson sem hafði stutt marga við að sækja um beingreiðslur.

Freyju fannst þegar hún var að byrja að vinna að þessu, að mikilvægt væri að nýta reynslu fatlaðs fólks sem hefði fengið beingreiðslur sem og reynslu aðstandenda þeirra. Útskýrði hún í hverju beingreiðslur felast. Eins hefði hún skoðað hvernig hefði gengið að fá beingreiðslurnar og hve mikla þjónustu fólk hefði fengið í upphafi. Líka í hvaða mæli þjónustan hér á landi uppfyllti hugmyndafræði NPA.

Vilborg sagði frá því að niðurstöðurnar í rannsókn þeirra byggi á eigindlegum viðtölum við 13 frumkvöðla hér á landi sem nýttu sér NPA eða væru að berjast fyrir því að geta nýtt sér NPA.

Freyja kynnti upphaf hugmynda um sjálfstætt líf, sagði frá Ed Roberts sem á sínum tíma var vegna fötlun sinnar ekki gert kleyft að stunda nám við bandarískan háskóla. Gerðist hann mikill baráttumaður fyrir réttindum fatlaðra, m.a. til mennta, sem varð til þess að fleiri og fleiri stúdentar komust í háskóla þar í landi. Barðist hann gegn þeirri hugsun að fötluðum þyrfti „að batna“. Þessi hugmyndafræði barst mjög fljótt til annarra landa. Sagði Freyja frá t.d. ULOBA,samvinnufélagi fatlaðra í Noregi sem var stofnað árið 1991. Meginhlutverk þess væri að aðstoða fólk við að halda utan um skipulag þeirrar persónulegu aðstoðar sem það hefði fengið úthlutað. Svo sagði hún frá hinum félagslega skilningi á fötlun.

Næst vitnaði Vilborg í Evans (2001) sem tilgreinir NPA sem einn mikilvægasta hornstein sjálfstæðs lífs. Með NPA færist valdið frá „kerfinu“ til notandans. Meðalfjöldi tíma sem notandinn þyrfti á mánuði ætti að vera ákvarðaður samkvæmt eigin mati notandans. Jafningjafræðsla væri líka mjög mikilvæg.

Í grein Hasles (2003) er bætt við ofangreint nauðsyn aðgengis að upplýsingum um réttindi og möguleika til þjónustu. Eins væri mikilvægt að hafa aðgang að upplýsingum um nauðsynleg hjálpartæki sem minnkuðu þörfina fyrir að vera háður öðrum.

Vilborg kom líka inn á grein eftir Crewe og Zola (1983) þar sem fjallað er m.a. um fræðslu til notandans um þau lífsgæði sem hver og einn gerir kröfu til i sínu lífi.

Upphafið á Íslandi. Ræddi Freyja um það hve seint hagsmunasamtök fatlaðs fólks hér á landi hafi tekið við sér varðandi NPA. En samstaða virtist vera að nást. Tveir hópar höfðu farið af stað með þetta verkefni, annars vegar „Samtök um sjálfstætt líf“ og svo „NPA hópurinn“. Fyrst unnu þessir hópar í sitt hvoru lagi en núna væri að komast á góð samvinna.

Vilborg gaf síðan innsýn í niðurstöður rannsóknar þeirra Freyju. Hvað fólk hefði sagt um eftirfarandi áherslur rannsóknarinnar:

• Npa sem eftirsóttur valkostur

Theodór kom hér inn og benti á að það sé stundum talað um sjálfsögð mannréttindi sem eitthvað nýtt hér á landi. Fólk eigi ekkert að sætta sig við minna en að ráða sér sjálft. Benti hann í þessu samhengi á heimasíðu ssl.is og þingsályktun nr. 641.

• Væntingar og reynsla. Notendur væru margir orðnir mjög þreyttir á því að þurfa að berjast við „kerfið“. Fólk virðist þurfa að hafa mikið fyrir því að fá beingreiðslur sem væru oft ekki nægjanlegar.

• Persónuleg aðstoð. Flestir vilja að aðstoðarfólkið fái fræðslu um þarfir þeirra sem þeir vinna hjá. Að læra inn á hvað fólkið þarf.

• Leiðarljós stefnumörkunnarinnar. Nefndi Vilborg m.a. að helstu hagsmunaaðilar geri nokkurskonar sáttmála sín á milli um viðurkennda túlkun á hugmyndum um npa.

Góðar umræður urðu í lok fundar og kom þar m.a. fram að margir hefðu áhyggjur af færslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga (fyrirhugað 1. janúar 2011). Í lok fundar var bent á að 12. mars 2010 væri skipulögð ráðstefna um mannréttindi og sjálfstætt lík á vegum félags um fötlunarfræði.

Þakkaði Grétar Pétur þeim Freyju, Vilborgu og Theodór fyrir gott erindi og sleit svo fundi.

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir

fundarritari

Fundargerð aðalfundar 18. apríl 2009

Fundargerð aðalfundar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, haldinn þann 18. apríl 2009 í Hátúni 12, kl. 14.00

Fundur settur af Grétari Pétri Geirssyni, formanni. Lagði hann fram tillögu um þau Jón Eiríksson sem fundarstjóra og Guðbjörgu Kristínu Eiríksdóttur sem fundarritara.Voru þau samþykkt. Rúmlega 30 félagar voru mættir á fundinn.

Áður en hinn formlegi fundur hófst , færði Birgit Raschhofer, landsforseti Junior Chamber 2008, félaginu að gjöf ræðupúlt sem var hannað fyrir sitjandi ræðumenn. Varð formanninum að orði að mjög gott væri að fá svona púlt og að það væri svolítið skondið að utanaðkomandi hafi séð þörfina fyrir svona púlt á undan okkur. Birgit og félagar hennar höfðu haldið ræðunámskeið fyrir Sjálfsbjargar-félaga 2008.

Inntaka nýrra félaga og látinna félaga minnst. Á þessum stutta tíma sem liðinn var frá síðasta félagsfundi (28. febrúar 2009), höfðu engir nýir félagar skráð sig í félagið. Sjö félagar höfðu látist frá síðasta fundi og var þeirra minnst með stundarþögn.

Skýrsla stjórnar frá síðasta starfsári lesinn af formanni, Grétari Pétri Geirssyni.

Afgreiddir endurskoðaðið reikningar félagsins. Benedikt Þór Jónsson, endurskoðandi félagins gerði grein fyrir reikningum félagsins.

Jón opnaði síðan fyrir umræðu um skýrslu stjórnar ásamt reikningum félagsins. Grétar Pétur tók til máls og fræddi um breytingar á tekjum félagins; tekjur vegna sundkorta höfðu dregist saman ásamt tekjum vegna pennasölu og leigu á sal. Benti hann á að þetta væri þær tekjur sem félagar gætu haft bein áhrif á sjálfir. Reynt yrði að auka þessar tekjur þar sem það væri einsýnt að styrkir kæmu til að minnka verulega vegna kreppunnar. Dæmi um það er að styrkur frá Reykjavíkurborg sem rétt nægði fyrir fasteignagjöldunum 2009; hafði hann dregist saman um helming frá 2008.

Hildur Jónsdóttir spurðist fyrir um tekjur af bridginu. Grétar Pétur svaraði því til að bridgið hefði ekki verið tekið með í ársreikningum í nokkur ár. En rétt væri að athuga slíkt og kynna á næsta félagsfundi sem ætti einmitt að fjalla um félagsmálin og nefndastörf.

Reikningar félagsins voru síðan samþykktir einhliða af fundarmönnum.

Aðrar skýrslur úr félagsstarfinu ritaðar af þeim sem höfðu sinnt hinu föstu félagsstarfi. Jón las upp skýrslu um Krika sem Kristín R. Magnúsdóttir hafði sett saman. Skýrsla um skákina var lesin af Grétari Pétri og um félagsvistina fræddi Guðbjörg H. Björnsdóttir. Spurt var á ný um fjárhag bridgedeildar og ítrekað að rætt yrði um nefndarstörf á næsta félagsfundi.

Ákvörðun um félagsgjald. Lagt til óbreytt félagsgjald sem var samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kosning samkvæmt 7. grein laga. Samkvæmt lögum félagsins þurfti að kjósa á þessum aðalfundi um varaformann, ritara og meðstjórnanda í stjórn til næstu 2ja ára. Voru þau Leifur Leifsson, varaformaður, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, ritari og Sigurður Pálsson, meðstjórnandi samþykkt til áframhaldandi starfa með lófataki. Í varastjórn til næstu 2ja ára voru einnig sjálfkjörnir þeir Einar Andrésson og Benedikt Þorbjörnsson.

Önnur mál

Guðríður Ólafsdóttir tók til máls um fjárhag félagsins. Innheimt félagsgjöld höfðu lækkað á milli ára vegna fækkunar félaga. Lagði hún til að settur yrði saman bæklingur um félagið til að afla nýrra félaga.

Á árinu átti að breyta almannatryggingalögunum og lífeyrisgreiðslum; lagði hún til að Stefán Ólafsson yrði fenginn til að fræða félaga um þessi mál.

Grétar Pétur, formaður tók undir orð Guðríðar um bækling til að fjölga félagsmönnum sem hefði fækkað á árum á undan. Svo þakkaði hann henni fyrir ábendinguna um Stefán Ólafsson. Auðvelt væri að kalla saman fund hér í félagsheimilinu með stuttum fyrirvara um slík málefni sem og önnur.

Eygló Ebba Hreinsdóttir lagði til að bæta við vorskemmtun í félagsheimilinu.

Kristín R. Magnúsdóttir kom með hugmynd fyrir skemmtanir. Að hafa uppboð þar sem konur gætu boðið í bláa pakka og karlar í bleika.

Grétar Pétur Geirsson lauk fundinum með því að þakka stjórnarmönnum og starfsfólki fyrir vel unnin störf og sleit fundi.

Fundi slitið kl. 15:15

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, ritari