P- merki / P -stæði

Hreyfihamlaðir einstaklingar eiga rétt á P-merki, sem er skírteini sem fatlaðir setja við framrúðuna í bifreið sinni og gefur það þeim leyfi til að leggja í sérmerkt stæði fyrir fatlað fólk. Slík stæði eiga að vera við þá staði sem fólk sækir þjónustu, svo sem verslanir og opinberar stofnanir en einnig geta einstaklingar sótt um að fá slík stæði við heimili.