Fundargerð aðalfundar 23. apríl 2013

Aðalfundur

Dagskrá:

1. Formaður setur fundinn

2. Kosning fundarstjóra og ritara

Stefán Ólafsson kosinn fundarstjóri og Jón Eiríksson kosin ritari.

3. Inntaka nýrra félaga

• Friðrik Guðmundsson

• Rut Þorsteinsdóttir

• Björk Sigurðarsdóttir

• Þórunn Helga Garðarsdóttir

• Þorvaldur Tolli Ásgeirsson

• Elísabet G. Árnadóttir

• Hulda Ólafsdóttir

• Matthildur Kristmannsdóttir

• Gunnlaugur Marteinn Símonarson

• Elisabet Bjarnason

4. Minnst látinna félaga

• Ormur Ólafsson

• Sigríður Ósk Geirsdóttir

• Sigríður Lárusdóttir

• Valgerður Árnadóttir

• Sólveig Pálsdóttir

5. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðastliðnu starfsári og kynning á starfstilhögun komandi starfsárs.

Formaður flutti skýrslu stjórnar. (Sjá hér fyrir neðan).

Borin var upp spurning af Þorberu um hversu margir væru hreyfihamlaðir af þeim nýju félögum sem voru samþykktir inn.

6. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins

Benedikt Jónsson endurskoðandi kynnti ársreikninga félagsins. Benedikt fór yfir skýringar með reikningnum að venju. Spurning kom varðandi afskrifaðar tekjur frá Guðríði. Svaraði Benedikt því að hér væri um að ræða félagsgjöld og óinnheimt frá Markaðsmönnum. Fundarstjóri bar upp reikninga félagsins og voru þeir samþykktir samhljóða.

7. Skýrslur nefnda

Ásta Dís flutti skýrslu Krikanefndar og er hana að finna hér að neðan.

Guðbjörg H. Björnsdóttir flutti skýrslu félagvistarnefndar.

Guðríður og Ása Hildur mótmæltu neikvæðum ummælum um prjónaskapinn í Krika. Töldu þær skýrsluna til hreinnar skammar. Þóhalla kom upp líka og tók undir með framkomnum mótmælum.

8. Lagabreytingar

Lagabreytingar eru engar.

9. Ákvörðun um félagsgjald

Félagsgjald verður óbreytt.

10. Kosning í stjórn og varastjórn samkvæmt 7. grein laga

Var nú gengið til kosninga kjósa skal um varaformann (til 2. ára)

Kjósa skal um ritara (til 2 ára) Ritari var sjálfkjörinn.

Kjósa skal meðstjórnanda (til 2 ára)

Hilmar Guðmundsson og Hannes Sigurðsson gefa kost á sér til varaformanns. Kynntu frambjóðendur í varaformannsebættið sig stuttlega.

Í varastjórn gefa kost á sér Benedikt Heiðdal Þorbjörnsson, Stefanía Björk Björnsdóttir og Ásdís Úlfarsdóttir.

Hilmar var kosinn varaformaður með 39 atkvæðum gegn 13.

Varamenn voru sjálfkjörnir.

11. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara, samkv. 7.grein laga.

Sigmar Ó. Maríusson og Sigfús Brynjólfsson voru endurkjörnir

12. Önnur mál

Hilmar Guðmundsson tók til máls og þakkaði stuðninginn. Ræddi hann fyrirhugaða þátttöku í aðgerðum 1. Maí næstkomandi.

Elisabet Bjarnason ræddi áður framkomna spurningu um hversu margir væru hreyihamlaðir af nýju félögunum. Vísaði fundarstjóri til 4. Grein laga félagsins í því sambandi og Þorbera skýrði spurningu sína enn frekar.

Formaður sleit síðan fundi kl. 21:23