Erfðagjafir

Erfðagjafir

Það kemur fyrir að fólk vilji arfleiða hluta eigna sinna til einhverra félagasamtaka og hefur Sjálfbjörg félag hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu fengið slíkar gjafir. Það fólk sem vill tiltaka Sjálfbjörg félag hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu í sinni erfðaskrá eru hér nokkrar hagnýtar upplýsingar sem tengjast málefninu. Einnig má hafa beint samband við skrifstofuna á skrifstofutíma síma 551-7868 og mun við veita frekari upplýsingar og liðsinna. Erfðafé sem önnur framlög til samtakanna renna til starfsemi félagsins.

Erfðaskrá

Erfðaskrá er formlegt skjal og yfirlýsing einstaklings um það hvernig eigi að ráðstafa eignum hans að honum látnum. Til að tryggja lögmæti hennar er gott að leita til fagaðila (Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu veitir nauðsynlegar upplýsingar). Erfðaskráin þarf að uppfylla ákveðin formskilyrði til að teljast gild:

  • Hún þarf að vera t.d. dagsett og skýrt orðuð þannig að það sé þeim ljóst sem les hver vilji einstaklingsins hafi verið við gerð hennar.
  • Vera vottuð af tveimur vitundarvottum.
  • Erfðaskrá má gera hvenær sem er eftir 18 ára aldur og fram á dánardag og má breyta henni hvenær sem er. Þó erfingjar séu til staðar ber engin skylda til að upplýsa þá um tilvist erfðaskrár. Erfðaskrána má skráð hjá sýslumanni, en það tryggir jafnframt að skjalið sé rétt gert, og hún er þá vel varðveitt og við andlát kemur hún fram.
  • Að ýmsu er að huga þegar erfðaskrá er gerð og því mikilvægt að fólk leiti sér aðstoðar við gerð hennar. Það þarf til dæmis að hafa í huga að hérlendis getur fólk sem á skylduerfingja á lífi (maka eða börn) ekki ráðstafað nema 1/3 eigna sinna til annarra en þeirra. Einstaklingur sem á enga skylduerfingja getur ráðstafað öllum eignum sínum að sér látnum með erfðaskrá.
  • Ef einstaklingur hefur ekki gert erfðaskrá renna eigur hans til lögerfingja (börn og aðrir niðjar, foreldrar og systkin hins látna, föður- og móðurforeldrar hins látna og börn þeirra). Ef aftur engir lögerfingjar eru til staðar við andlát einstaklings renna allar eigur hans til ríkissjóðs hafi ekki verið gerð erfðaskrá. Erfðaskráin er því lykilatriði og mikilvægt að hugað sé að gerð hennar snemma.
  • Þá er rétt að geta þess að samkvæmt lögum þá þurfa félög líkt og Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu ekki að greiða erfðaskatt af arfi sem þeim hlotnast.

Félagasamtök líkt of Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæiðnu taka því fagnandi og af mikilli auðmýkt og þakklæti ef fólk vill veita starfseminni og baráttustarfi samtakanna stuðning með því að ánafna samtökunum einhverju við fráfall þess.