Fundargerð félagsfundar 22. október 2013

Formaður setti fund kl. 20:07 og bað ritara um að lesa fundargerð síðasta fundar sem hann og gerði.

Athugasemd var gerð við fundargerðina og hún tekin til greina og fundargerðin geymd til næsta fundar.

Var nú gengið til dagskrár.

Nýjir félagar:

Látnir félagar

Formaður gerði grein fyrir þessum lið

Var nú komið að aðallið fundarins Gott aðgengi (Access Iceland) Hún gerði grein fyrir þeim stöllum þ.e.a.s. henni og Aðalbjörgu.

Hóf Harpa Cilia Ingólfsdóttir þennan lið. Hún er byggingafræðingur og ferilhönnuður.

Gerði hún grein fyrir helstu breytingum á byggingareglugerð. Þá sýndi hún dæmi um Ísland sem ferðamannalandi þar sem margt hefur verið gert en ekki fullklárað fullt af hálfklárðuðum dæmum. Það er líka þó nokkuð um góð dæmi líka.

Þá rakti hún stöðu mála í aðgengismálum þar sem væri að mörgu leyti væri gamalsdags hugsunarháttur hjá mörgum aðilum í samfélaginu. Þó væri hugsunarhátturinn að breytast.

Hvatti hún til þess að halda því á lofti sem hefði áunnist í baráttunni fyrir bættu aðgengi. Við þyrftum að sýna þeim stuðning sem eru að vinna að bættu aðgengi.

Þá gerði hún grein fyrir því hvað Gott aðgengi væri að gera

1. Koma upplýsingum til notenda

2. Upplýsingar til eiganda/umráðamanna bygginga

3. Hverju er hægt að breyta og bæta

4. Hugarfarsbreytig

5. Lög og reglur

6. Fræðsla.

7. Fyrirbyggjandi aðgerðir.

Gott aðgengi er spurning um góða hönnun bygginga. Verið er að safna saman upplýsingum um aðgengilega staði.

Harpa fór yfir merki þau sem eru notuð til að gera grein fyrir aðgengi.

Aðalbjörg kynnti vefinn access.is sem er í samvinnu við Borgarmynd. Sýndi hún dæmi um staði þar sem hlutirnir væru nokkuð í lagi þó kannski vanti smávægilega uppá. Sýndi hún vefinn í notkun

All nokkrar fyrirspurnir og ábendingar komu úr sal um staði sem væru í lagi og aðra sem ekki væri í lagi.

Jón Eiríksson og Grétar Pétur kynntu fyrirhugaðar lagabreytingar sem eru í

Fyrirspurn kom um hvort ekki væri ástæða til að setja í lög um aldurskiptingu félaganna.

Önnur mál

Ásta Dís tók til máls og ræddi nokkuð þær illdeilur sem verið hafa uppi undanfarið. Fór hún yfir helstu atriði málsins eins og það horfði við henni og stjórn félagsins.

Ingi Bjarnar, kom upp og sagði að formaður hefði haldið mikla einræðu taldi hann sig ekki hafa gert neitt til þess að ala á úlfúð spurði hann hvort rétt væri að Hilmar hafi stolið launum frá Krika.

Þá spurði hann hvernig Kristján hefði komist yfir þessar upplýsingar um greiðslu til starfsmanna.

Kristján svaraði fyrir sig og gerði grein fyrir þessu.

Guðbjörg Halla tók til máls og taldi þetta mál hafa skemmt fyrir félaginu hvatti hún til samstöðu í félaginu. Spurði hún að lokum “fyrir hvern er Sjálfsbjörg ef allir geta ekki unnið saman”.

Ásta Dís hnykkti á samstöðunni og taldi hún sig ekki hafað staðið í neinum illdeilum við Hilmar eða aðra félagsmenn.

Fundarstjórii spurði hvort menn hefðu eitthvað annað að ræða.

Að þessu loknu sleit formaður fundi kl. 22:42