Ferðastyrkir

jálparliðasjóður Sjálfsbjargar          

Veitir hreyfihömluðu fólki styrk vegna hjálparliða á ferðalögum, sjá reglur sjóðsins

Hjálpaliðasjóður Sjálfsbjargar úthlutar styrkjum einu sinnum ári ef fjármagn leyfir og skulu umsóknir berast fyrir 1. apríl ár hvert. Stjórn sjóðsins ákvarðar upphæð styrks hverju sinni og við síðustu úthlutanir hafa upphæðirnar sem úthlutaðar hafa verið hverju sinni verið jafnháar til þeirra sem hafa verið samþykktir. Heildarupphæðin sem úthlutað er hverju sinni ræðst af ávöxtun sjóðsins. Þeir sem geta sótt um styrk verða að hafa verið félagar í aðildarfélagi SJálfsbjargar árið áður en þeir sækja um og líða verða 2 áður en unnt er að sækja aftur um styrk. Sjálfsbjargarfélagar sem ekki hafa fengið úthlutað áður hafa forgang. Leggja þarf fram ferðareikninga (skannaða) eftir að ferð hefur verið farin – fyrr er samþykktur styrkur ekki greiddur út. 

Hér eru upplýsingar um sjóðinn og þar er umsóknareyðublað sem er rafrænt og fara samskipti fram rafrænt og gögn þurfa helst að berast með netpósti (sjalfsbjorg(hja)sjalfsbjorg.is), en ef það er alls ekki mögulegt má senda þær á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátún 12, 105 Reykjavík.