Umsókn um P- merki

Hér er linkur til að sækja um P – merki.

https://island.is/p-merki-staediskort

Hreyfihamlaðir einstaklingar geta átt rétt á stæðiskorti (P-merki) fyrir hreyfihamlaða til þess að leggja í sérmerkt bílastæði (P-stæði) sem eiga að vera við þá staði sem fólk sækir þjónustu, s.s. opinberar stofnanir og verslanir. Stæðiskort eru gefin út í tiltekinn tíma, að hámarki 10 ár og ekki skemur en 6 mánuði.

Umsóknarferli

Læknir staðfestir þörf á stæðiskorti og sendir læknisvottorð rafrænt til sýslumanns. Það á bæði við um þegar sótt er um í fyrsta sinn, sem og við endurnýjun. Í framhaldinu skráir þú þig inn í umsóknina með rafrænum skilríkjum og fyllir út umsókn um stæðiskort. Ef sótt er um fyrir barn velur forsjáraðili það barn sem um ræðir og heldur umsóknarferli áfram, alltaf þarf að hlaða inn mynd af barni.

Í umsóknarferlinu þarf að velja:

  • hvort mynd sé sótt úr ökuskírteinaskrá
  • hvort mynd sé hlaðið inn
  • hvort senda eigi kortið heim eða sækja á valda skrifstofu sýslumanna

Afgreiðslutími

Afgreiðslutími er 3-5 virkir dagar með pósti. 1-3 dagar ef sótt er á einhverja af skrifstofum sýslumanna.

Ef ég á ekki rafræn skilríki?

Hægt er að sækja um rafræn skilríki á þjónustustöðum Auðkennis.

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast umsókn á pdf formi hér