Almannatryggingar

Lög um almanna- og sjúkratryggingar

Hér fyrir neðan er fjallað um lög og reglugerðir almanna- og sjúkratrygginga – þar á meðal örorkulífeyri, örorkustyrk, tekjutryggingu, ellilífeyri og barnalífeyri.

Almannatryggingar og sjúkratryggingar

Á vefsíðu Tryggingarstofnunar (TR ) er ítarlegur listi yfir lög og reglugerðir er tengjast bótum og greiðslum TR og er hann uppfærður reglulega – sjá nánar hér.

Á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) er ítarlegur listi yfir lög og reglugerðir er tengjast starfsemi SÍ og er hann uppfærður reglulega – sjá nánar hér .

Lög um almannatryggingar nr. 100/2007 taka til lífeyristrygginga almannatrygginga og slysatrygginga almannatrygginga. Slysatryggingar taka til slysa við vinnu, iðnnám, björgunarstörf, hvers konar íþróttaæfingar, íþróttasýningar og íþróttakeppni, enda sé sá sem fyrir slysi verður tryggður samkvæmt ákvæðum 29. eða 30. gr. Með slysi er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem tryggður er og gerist án vilja hans. 

Athugið að efni hér er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.