Fundargerð aðalfundar 19. apríl 2011

Fundargerð Aðalfundur Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu haldinn í Hátúni 12, þriðjudaginn 19. apríl 2011.

1. Formaður setur fund

Hannes Sigurðsson, formaður félagsins bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn.

2. Kosning fundarstjóra og ritara

Tillaga var um Stefán Ólafsson sem fundarstjóra, samþykkt samhljóða. Tillaga var um ritara, Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur, samþykkt samhljóða.

3. Inntaka nýrra félaga

Nýjir félagsmenn frá síðasta fundi eru: Kolbrún Kolbeinsdóttir og Sæmundur Valtýsson.

4. Minnst látinna félaga

Nú var minnst þeirra fimm félaga Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu sem höfðu látist frá síðasta fundi með örlítilli þögn.

5. Skýrsla stjórnar

Hannes Sigurðsson las skýrsluna fyrir hönd fráfarandi ritara stjórnar, Guðbjargar Kristínar Eiríksdóttur.

6. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins

Nú kynnti endurskoðandi félagsins, Benedikt Þór Jónsson. Niðurstaða reikninganna er tap að upphæð 170.678 sem er mjög vel viðunandi miðað við árferði sagði Benedikt. Tekjur á árinu 2009, blaðið kom ekki út þá en kom út 2010 og kom allur kostnaður vegna þess 2010. Eignir alls 66.544.083 krónur og hafa hækkað um rúma milljón milli ára. Reikningarnir voru nú bornir upp til atkvæðagreiðslu, samþykktir samhljóða.

7. Ákvörðun um félagsgjald

Tillaga var um að þau séu óbreytt frá fyrra ári. Guðríður Ólafsdóttir, spurði hvenær árgjöldin voru síðast hækkuð. Engin svör bárust við því og lagði hún til hækkun um 200 krónur. Nokkrar umræður urðu um tillöguna. Tillaga Guðríðar var samþykkt með meirihluta atkvæða.

8. Kosning samkvæmt 7. grein laga

Nú var gengið til kosninga um varaformann, í framboði voru þau Leifur Leifsson og Ásta Dís Guðjónsdóttir. Leifur og Ásta Dís kynntu sig. Guðríður bað um að fundarstjóri myndi óska eftir því að þeir sem voru búnir að skila kosningaseðlunum myndu fá nýja, þar sem frambjóðendur voru ekki búnir að kynna sig og verið var við því.

Atkvæði fóru þannig:

Ásta Dís hlaut 32 atkvæði

Leifur hlaut 12 atkvæði

Einn seðill var ógildur.

Ásta Dís er því réttkjörin varaformaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

Það átti að kjósa ritara og meðstjórnenda en Hanna Margrét Kristleifsdóttir var ein í framboði sem ritari og var því réttkjörin sem ritari. Stefanía Björk Björnsdóttir gaf kost á sér sem meðstjórnanda og var ein í framboði og því réttkjörin sem meðstjórnandi.

Til varamanna gáfu kost á sér.

Þeir sem gæafu kost á sér voru: Benedikt Heiðdal Þorbjörnsson, Einar Andrésson, Sigurður Pálsson og Hilmar Guðmundsson.

Benedikt hlaut 33 atkvæði og kosinn til tveggja ára

Sigurður hlaut 33 atkvæði og því líka kosinn til tveggja ára

Hilmar hlaut 32 atkvæði og því kosinn til eins árs.

Einar hlaut 28 atkvæði

Fundarstjóri bar upp nýja félaga þar sem þeir voru ekki bornir upp þegar þeir voru lesnir upp. Samþykkt samhljóða.

Kosning endurskoðanda reikninga.

Rafn Benediktsson féll frá og Sigfús Brynjólfsson gaf kost á sér í stað Rafns og Sigmar Ó. Maríusson gaf kost á sér áfram. Samþykkt með lófaklappi.

9. Skýrslur nefnda

Guðbjörg Halla Björnsdóttir las skýrslu félagsmálanefndar. Að auki nefndi hún söfnun sem var haldin til styrktar syni hennar í veikindum hans og bað hann fyrir kveðju og þakklæti fyrir þá peningagjöf sem safnaðist.

Fundarstjóri las skýrslu skáknefndar í fjarvist Arnórs Péturssonar.

10. Önnur mál

Ásta Dís Guðjónsdóttir, nýr varaformaður félagsins kom og þakkaði fyrir traustið fyrir að hafa verið kosin varaformaður félagsins.

Fundarstjóri þakkaði fyrir sig og gaf Hannesi orðið sem þakkaði fyrir góðan fund og fundarstjóra og fundarritara fyrir þeirra störf.

Fundarritari: Anna Guðrún Sigurðardóttir