Náms- og rannsóknarstyrkir

Menntun í lýðháskólum

Hægt er að fá styrki vegna menntunar í Lýðháskólum á Norðurlöndunum, nánar um styrki vegna Lýðháskóla.
Einnig veitir UMFÍ styrki til náms í lýðháskólum og tiltekinna verkefna.

Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar

Sjóðurinn hefur veitt styrki til náms og til úrbóta á aðgengi fatlaðs fólks. Umsækjendur þurfa að vera hreyfihamlaðir. Ekki þarf að fylla út sérstakt umsóknareyðublað en í  umsókn þarf að koma fram hver sækir um styrkinn (nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang) og hverslags styrk sótt er um. Þeir sem sækja um námsstyrk þurfa að sýna fram á að þeir séu skráðir í nám og gott er að greinargóðar lýsingar á stöðu einstaklingsins fylgi með. Fyrirspurnir um stöðu sjóðsins og hvort sé verið að úthluta úr honum og síðan umsóknir skulu sendast á netfangið: sjalfsbjorg(hjá)sjalfsbjorg.is. Í Skipulagsskrá minningarsjóðs Jóhanns Péturs fást nánari upplýsingar um tilgang sjóðsins. Ekki er veitt úr sjóðnum árlega.

Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur             

Veittur er styrkur vegna náms öryrkja, nánar um Námssjóð Sigríðar Jónsdóttur

Námsstyrkir „Þú getur“

Einstaklingar sem hafa átt við geðræn vandamál að stríða geta sótt um námsstyrk til „Þú getur“. Umsóknir þurfa ekki að berast á sérstöku umsóknareyðublaði en tekið er fram á vef „Þú getur“ hvað þarf að standa í umsókninni og hvert skal senda umsóknina.

Rannsóknarsjóður Odds Ólafssonar              

Sjóðurinn er í umsjón Brynju hússjóðs ÖBÍ og veitir hann styrki vegna rannsókna sem tengjast fötluðu fólki, nánar um Námssjóð Odds Ólafssonar

Styrkir sveitarfélaga

Sveitarfélögunum er heimilt, samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks, að veita fötluðu fólki styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga. Sjá nánar í leiðbeinandi reglugerð um þessa styrki.

Þorbjargarsjóður

Tilgangur sjóðsins er að styrkja gigtarfólk, sérstaklega ungt fólk með gigt.Upplýsingar um sjóðinn og aðra styrktarsjóði Giktarfélagsins má finna á vefsíðu félagsins

Ýmsir styrkir og lán til námsmanna

Á vefsíðu Ísland.is er hægt að finna gagnlegar upplýsingar um styrki til handa námsmönnum.

Á vefsíðu mennta- og menningamálaráðuneytis er yfirlit yfir styrki og sjóði á þeirra vegum, s.s. styrki til náms í öðrum löndum.

Bankarnir veita oft námsmönnum, sem eru viðskiptavinir, námsstyrki.

Styrkir fyrir nemendur í Háskóla Íslands

Stúdentar sem stunda nám í Háskóla Íslands geta sótt um styrki í nokkra sjóði. Á vef Háskóla Íslands eru nánari upplýsingar um styrki sem eru í boði.

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands

veitir styrki til nýnema sem náð hafa afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Við úthlutun úr sjóðnum er einkum tekið mið af framúrskarandi námsárangri á stúdentsprófi. Einnig er tekið tillit til virkni í félagsstörfum og árangurs stúdenta á öðrum sviðum, s.s. í listum og íþróttum.

Stúdentasjóður Stúdentaráðs Háskóla Íslands veitir styrki til nemenda með sértæka námsörðugleika og sem hafa farið í greiningu vegna sértækra námsörðugleika og vegna athyglisbrests með eða án ofvirkni (ADHD). Sækja þarf um styrk innan árs frá því að niðurstöður úr greiningu liggja fyrir. Styrkþegi þarf að skila afriti af niðurstöðu greiningar um sértæka námsörðugleika og upplýsingum um hver framkvæmdi hana ásamt afriti af reikningi vegna greiningar. Einnig skal fylgja með stuttur texti sem inniheldur rökstuðning fyrir þörf á styrknum ásamt símanúmeri, netfangi og bankaupplýsingum.
Nánari upplýsingar um lög sjóðsins má finna á heimasíðu Háskóla Íslands undir styrkir og sjóðir. Styrkveiting er að jafnaði einu sinni á ári og þurfa umsóknir að berast skrifstofu Stúdentaráðs HÍ á Háskólatorgi (3. hæð Háskólatorgs, beint fyrir ofan Bóksöluna). Nánari upplýsingar um sjóðinn má fá hjá  skrifstofu Stúdentaráðs (shi(hjá)hi.is / 570-0852) eða hjá Náms- og starfsráðgjöf (radgjof(hjá)hi.is).

Hrafnkelssjóðurer minningarsjóður Hrafnkels Einarssonar og er úthlutað annað hvert ár á afmælisdegi Hrafnkels, þann 13. ágúst. Veittur er styrkur til umsækjanda sem hefur lokið íslensku stúdentsprófi og hyggst fara í meistaranám eða doktorsnám í erlendum háskóla.

Fulbright námsstyrkir

Fulbright stofnunin eflir samskipti Íslands og Bandaríkjanna á sviði mennta og rannsókna. Margvíslegir styrkir eru í boði fyrir háskólanema og jafnvel menntaskólanema. Sjá nánar á vefsíðu Fulbright . 

Google Europe Scholarship for Students with Disabilities in Computer science

Google skólastyrkir fyrir fatlaða nemendur í Tölvunarfræði. Google hefur sett sér það markmið að aðstoða frumkvöðla framtíðarinnar og veitir styrki til fatlaðra nemenda í Tölvunarfræði. Nánari upplýsingar.