Brautryðendur fyrir baráttumálum Sjálfsbjargarfélaga

Það má segja að þeir félagsmenn sem voru í forsvari fyrir Sjálfsbjörg félags fatlaðra í Reykjavík í upphafi hafi byrjað baráttuna með krafti.

Stjórnarfundur /8 1958 [1] Ákveðið að fara á fund félagsmálaráðherra Hannibals Valdimarssonar og þau mál er við hann skyldi ræða voru.
1. Að „Sjálfsbjörg“ verði viðurkenndur lögmætur málsvari fatlaðs fólks.
2. Að ræða um breytingar og endurbætur á almannatryggingunum og óska eftir að félagið fái mann í nefnd er skipuð hefur verið til að endurskoða lög um almannatryggingar.
3. Að ræða um styrk eða lán til byggingar félagsheimilis.
4. Að ræða um heimild til fjársöfnunar.

Stjórnarfundur /8 1958 [2] rætt um byggingu félagsheimilis og öryrkjavinnustofu og að fara á fund hjá borgarstjóra og ræða um lóðarúthlutun. Rætt um úthlutun bifreiða fyrir fatlað fólk og niðurfellingu tolla af þeim.

Stjórnarfundur 15.09.1958 greint frá leiðum sem Blindrafélagið hafði farið til fjáröflunar, fjárfestingarleiðir og lóðir undir félagsheimili og vinnustofu. Rætt um stofnun fræðslunefndar.

Á stjórnarfundi félagsins 30. september 1958 var samþykkt að hagnaður af merkjasölu skiptist jafnt á milli húsbyggingasjóðs og félagssjóðs. „Það er tilgangur félagsins að húsbyggingarsjóður þessi verði eign landssambands Sjálfsbjargarfélaga þegar það verður stofnað.“

Stjórnarfundur 08.10.1958 merki gert [hannað] af Ríkharði Jónssyni 3*5 CM, upplag 30.000 stykki.

1959

Á stjórnarfundi í mars 1959 mætti Björn Jónsson alþingismaður á fundinn. Mótmælt var að Samband íslenskra berklasjúklinga (SÍBS) væri eina félagið sem falið væri að reka vinnustofu fyrir öryrkja og mótmæli send Alþingi. Send fjárstyrksbeiðni til Alþingis og Björn Jónsson alþingismaður tók að sér að fylgja málinu eftir á þingi.

Almennur félagsfundur 10.09.1959 rætt um samstarf (SÍBS), Blindrafélagsins og Sjálfsbjargar. Rætt um að leyfa Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra (SLF) að vera þátttakandi að stofnun sambands öryrkjasamtakanna. Ekki voru allir sammála því þar sem ófatlaðir voru í SLF. Bent var á að ófatlaðir væru í SÍBS.
Einn fundur farið fram þar sem rætt var um tryggingamál, farartækjamál og félagsmál. Rætt um húsnæðisskort fyrir félagsstarfsemi og sækja um lóð.

(Textahöfundur: Sævar Guðjónsson, 2019)