Húsbyggingarsjóður Sjálfsbjargar

Upphafið að byggingu Sjálfsbjargarhússins að Hátúni 12 má rekja aftur til stjórnarfundar Sjálfsbjargar félags fatlaðra í Reykjavík þann 30. september 1958 rétt rúmum þremur mánuðum eftir stofnun félagsins. Þá var eftirfarandi tillaga samþykkt „Stjórnarfundur í Sjálfsbjörg – félagi fatlaðra í Reykjavík haldinn 30. september 1958 samþykkir að hagnaðurinn af merkjasölu félagsins 26. október næstkomandi skuli skiptast að jöfnu milli húsbyggingarsjóðs og félagssjóðs og verði Sjálfsbjargarfélögum út um land boðin merki til að selja til hagnaðar fyrir sitt félag með sömu kjörum“. Það er tilgangur félagsins að húsbyggingarsjóður þessi verði eign landssambands Sjálfsbjargarfélaganna þegar það verður stofnað.

(Textahöfundur: Sævar Guðjónsson, 2019)