Áfallasjóður – Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu

Áfallasjóður deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hefur þann tilgang að aðstoða fólk sem verður fyrir skyndilegu fjárhagslegu áfalli og fær enga, eða mjög litla, aðstoð annars staðar. Áhersla Rauða krossins er á að hjálpa fólki til að ná sér aftur á strik eftir ófyrirséð fjárhagslegt áfall, svo sem í tengslum við sjúkdóma og slys. Nánari upplýsingar má finna á síðu Rauða krossins .