Fundargerð félagsfundar 25. febrúar 2014

Félagsfundur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu þriðjudaginn 25. febrúar 2014

Formaður setti fund kl. 19:30 og stakk uppá Stefáni Ólafssyni sem fundarstjóra og Jóni Eiríkssyni sem fundarritara. Þetta var samþykkt athugasemdalaust.

Ritari las fundargerð síðasta félagsfundar og var hún samþykkt.

Formaður las upp þá sem hefðu sótt um félagsaðild frá síðasta fundi þann 22.10.2013

Alls hafa 10. Manns sótt um aðild að félaginu.

Í okkar þágu

Ellen Calmon formaður ÖBÍ flutti erindi um það sem ÖBÍ væri að fást við þessa stundina. Fram kom í hennar máli að ímynd bandalagsins hefði dalað. Farið hefði verið í að bæta úr með því að kynna betur hvað bandalagið stendur fyrir.

Í haust mun bandalagið gangast fyrir ráðstefnu sem snertir mörg félög innan ÖBÍ.

Formaður hefur lagt áherslu á að vera virk í fjölmiðlum a.m.k. einu sinni í mánuði.

Þá hefur hún komið inn nokkrum spurningum inn á Þing. Þá hefur hún farið yfir ástand húsnæðismála við Reykjavíkurborg. Fundir hefur verið haldinn með fulltrúum blaðanna til að fara yfir ýmis mál svo sem orðanotkun varðandi fötlun og fleira.

Þá fjallaði hún um hugmyndir um breytingu á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga og eins breytingu á almannatryggingalögum. Settur hefur verið á stofn hóp sérfræðinga um þetta á vegum bandalagsins. Þá fjallaði hún um vefrit bandalagsins. Eins kom hún inná ferlimál og hvað þau væru að gera en það er aðallega um byggingareglugerð.

Eftir að hún hafði lokið máli sínu bauð uppá spurningar úr sal.

Fyrirspurn kom frá Viðari og Helgu Björk og svaraði Ellen þeim greiðlega.

Þá var komið að Grétari Pétri formaður Sjálfsbjargar lsf. en hann gerði grein fyrir því helsta sem sem væri í gangi. Gerði hann grein fyrir nefndum sem sjálfsbjargarfélagar væru að vinna í á vegum ÖBÍ. Og annarsstaðar í samfélaginu. Þá gerði hann grein fyrir starfi sínu og eins Bergs Þorra málefnafulltrúa landssambandsins. Þeir ásamt Rannvegu hafa verið á ferð um landið milli sjálfsbjargarfélaga víða um land.

Þá fjallaði hann aðeins um skýrslu Rannveigar Traustadóttur sem gerð var að beiðni ÖBÍ.

Bergur Þorri fór yfir það sem hann hefur verið að gera t.d. greinar um ferðaþjónustu fatlaðra og lélegt ástand í þeim efnum hjá sveitarfélögunum. Sendi hann bæjarstjóra í Hafnarfirði ásamt fulltrúa minnihluta bréf um þetta efni. Það er búið að taka á fjórða ár að fá á hreynt hverjir geta tekið þátt í útboði um ferlimál. Þá hefur hann ásamt formanni heimsótt ráðherra heilbrigðismála og svo Sigurð Inga vegna byggingareglugerðar og Eygló vegna almannatryggingar-mála. Í bílamálum hafa þeir lagt áherslu á beinan styrk og miðurfellingu aðflutningsgjalda. Bað hann fundarmenn um reynslusögur varðandi ferðaþjónustu bæði góða og slæma. Þá hefur innanríkisráðherra verið sent erindi vegna flutninga til og frá Keflavíkurflugvelli sem er í mjög slæmu ástandi hvað varðar fatlaða.

Þessu næst var opnað fyrir fyrirspurnir og kom fyrirspurn frá Kristni Guðjóns varðandi bílamál. Svaraði Bergur þessu.

Helga spurði varðandi bótasvik og var Grétar Pétur til svara.

Fjörugar umræður urðu um bótasvik sem hafa verið mikið í umræðunni.

Nú var gert kaffihlé í 15 mínútur.

Þá var komið að Rannveigu sem kynnti Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar með glærum

Þá svaraði hún fyrirspurn úr sal sem kom frá nokkrum félögum um hin ýmsu mál.

Önnur mál

Engin kom og tók til máls svo formaður sleit fundi kl. 22:05