Fundargerð aðalfundar 21. apríl 2015

Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu

þriðjudaginn 21. apríl 2015, klukkan 19:30

Formaður setur fundinn

Formaður setti fund kl. 19:30

Kosning fundarstjóra og ritara

Fundarstjóri Stefán Ólafsson og fundarritari Jón Eiríksson

Fundargerð síðasta félagsfundar lesin og borin upp til samþykktar

Fundargerðin var samþykkt.

Inntaka nýrra félaga

Fundarstjóri las upp lista yfir nýja félaga en þeir eru að þessu sinni 20

Eva Rán Gestsdóttir

Alma Eiríksdóttir

Lára Hafliðadóttir

Bergþóra Ósk Loftsdóttir

Stefán Stefánsson

Þyri Sölva Bjargardóttir

Sigurbjörg Helga Birgisdóttir

Dagný Þorláksdóttir

Helgi K Ðiepnguyen

Haukur Ísbjörn Jóhannsson

Telma Guðmundsdóttir

Sara Finney Eggertsdóttir

Sigfús Aðalsteinsson

Þórður Hjögaard Jónsson

Ingibjörg Ólafsdóttir

Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Karl Hilmar Jóhönnusson

Helgi Hrafn Pálsson

Guðrún Jóna Jónsdóttir

Pála Kristín Bergsveinsdóttir

Minnst látinna félaga

Konný Garibaldadóttir

Gréta Fanney

Edit Thorberg Traustadóttir

Eygló Ebba Hreinsdóttir

Björk Guðmundsdóttir

Guðbjörn Arnórsson

Guðríður E. Jónasdóttir

Theodóra G. Emilsdóttir

Einar Einarsson

Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðastliðnu starfsári

og kynning á starfstilhögun komandi starfsárs.

Formaður flutti skýrslu stjórnar og var þar gert stuttlega grein fyrir starfinu á undangengnu starfsári.

Fyrirspurn kom um hvort súpan á þriðjudögun væri sérreikningur og ekki á vegum félagsins. Formaður svaraði því til að þessi liður væri ekki hjá félaginu það legði aðeins til húsnæði ásamt aðstöðu í eldhúsi. Þetta er rekið á sér kennitölu.

Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins. Benedikt Þór Jónsson viðskiptafræðingur gerði grein fyrir reikningunum og fór yfir helstu niðurstöður hans,

Fyrirspurn kom frá Grétar Pétri Geirssyni varðandi hækkun fasteignagjalda ásamt ýmsu öðru. Anna Sigríður Guðmunds spurðist fyrir um liðin teikning í efnahagsreikningi og svaraði formaður þannig að fyrir mörgum árum hefðum við látið teikna viðbyggingu við félagsheimilið þ.e. stækkun út í garðinn. Ekkert hefði orðið úr framkvæmdum en teikningin er eignfærð í reikningi.

Reikningar voru þessu næst bornir upp og þeir samþykktir samhljóða.

Skýrslur nefnda

Jóna kom upp og flutti skýrslu „samvera og súpa“ sem er hér alla þriðjudaga. Aðrar nefndarskýrslur eru í skýrslu stjórnar.

Ákvörðun um félagsgjald

Tillaga er um óbreytt félagsgjald eða 2.500 krónur.

Dagskrártillaga um að gera nýjum félaga kost á að taka þátt í fundinum með fullum rétti en hann skráði sig í félagið í byrjun fundar. Brandur Karlsson. Þetta var samþykkt af öllum fundarmönnum og telst hann því fullgildur félagi hér með.

Kosning í stjórn og varastjórn samkvæmt 7. grein laga

Kosning til varaformanns, frambjóðendur kynna.

Í kjöri voru Sigvaldi Búi Þórarinsson og Sigurbjörn Snjólfsson. Atkvæi féllu þannig:

Sigvaldi Búi Þórarinsson 12

og Sigurbjörn Snjólfsson 20

Auður seðill 1

Kosning í varastjórn

Guðbjörg H. Björnsdóttir og Benedikt sjálfkjörin

Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara, samkv. 7.grein laga.

Stefán Ólafsson og Krisstín R. Magnúsdóttir

Hanna Margrét Kristleifsdótir til vara

Önnur mál:

Guðbörg Halla bað um orðið og gerði grein fyrir því sem hún hefði safnað fyrir félagið í gegnum sölu útsaumsmynda.

Freddý bað um orðið og afhenti mynd til „Súpu og samveru“. Jóna tók við myndinni fyrir hönd þeirra sem að súpunni standa.

Ingi Bjarnar kom í pontu og þakkaði þeim sem fóru úr stjórn og óskaði nýrri stjórn til hamingju með kjörið. Taldi hann ekkert að því þó fólk deildi en okkur bæri að standa saman eins og við höfum gert.

Sigurbjörn nýkjörin varaformaður kom upp og þakkaði fyrir sýndan stuðning.

Grétar Pétur bað um orðið og fór fram á að við þökkuðum Önnu Kristínu sérstaklega fyrir hennar störf. Fundarmenn stóðu upp og klöppuðu fyrir henni.

Formaður sleit þessu næst fundi og þakkaði félögum fyrir mætinguna á fundinn. Þakkaði hún þessu næst fundarstjóra og fundarritara fyrir sitt starf og sleit fundi kl. 21:30