Fundargerð félagsfunda Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 15. febrúar 2023.

  1. Fundur settur kl. 19:31

Formaður Grétar Pétur Geirsson setti fundinn og bauð fólk velkomið.

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður, Grétar Pétur Geirsson stakk uppá Sævari Guðjónssyni sem fundarstjóra og Önnu Kristínu Sigvaldadóttur í embætti fundarritara.

Samþykkt samhljóða  

Fundarstjóri bað fólk að slökkva á farsímum og ef það hefur hita eða flensueinkenni að fara af fundi. Fundur var löglega boðaður samkvæmt  5. grein laga félagsins. Fundarboð barst í pósti 10.01.2023.

  • Inntaka nýrra félaga
  • Logi Þröstur Linnet
  • Karen Anna Erlingsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • Magnús Ólafsson
  • Helga Þórey Heiðberg
  • Guðrún Kristmannsdóttir
  • Valgerður Hildibrandsdóttir
  • Anna Sóley Pantano
  • Margrét Einarsdóttir

Engar athugasemdir og því samþykkt, Fundarstjóri bauð nýja félagsmenn velkomna í félagið.

  • Minnst látinna félaga
  • Sigurður H. Þórólfsson
  • Hjálmar Magnússon
  • Þórður Höjgaard Jónsson
  • Sigurjón Grétarsson
  • Ólafur Bjarnason
  • Ásta Sigríður Sigtryggsdóttir
  • Guðrún Helgadóttir
  • Gunnar H. Valdimarsson
  • Hilda Rut Markúsardóttir
  • Ingibjörg Pétursdóttir
  • Jóhann Borg Jónsson
  • Kolbrún D. Pálmadóttir
  • Lárus Þórðarson
  • Óskar Valdimarsson
  • Sigrún Jóhannsdóttir

Fundarstjóri bað menn að minnast þeirra með  þögn.

  • Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra haldinn 29. apríl 2023.

Kjósa átti 12 fulltrúa til setu á landsfundi Sjálfbjargar landssamband hreyfihamlaðra.

Eftirfarandi buðu sig fram:

Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir
Hannes Sigurðsson
Logi Þröstur Linnet
Grétar Pétur Geirsson
Guðmundur Magnússon
Ásta Þórdís Skjalddal
Björk Sigurðardóttir
Ólafur Bjarni Tómasson
Guðrún Elísabet Bentsdóttir
Guðmundur Haraldsson
Rúna Baldvinsdóttir
  Fríman Sigurnýasson

Fundurinn gaf stjórninni leyfi til að hafa samband við aðra mögulega fulltrúa. Samþykkt samhljóða

  • Önnur mál

Kristinn Guðjónsson talaði um sundlaugina í Sjálfsbjargarhúsinu og það þyrfti að tala um opnunartíma hennar á Landsfundi. Það væri svo stuttur opnunartími. Það er bara opið tvo daga í viku. Kristinn spurði hver á sundlauginna og hver rekur hana.  Ásta Þórdís Skjalddal sagði að Sjálfbjargarheimlið sæi um allan daglegan rekstur, en hún er eign Sjálfbjargar landsambands hreyfihamlaðra.

Guðmundur Magnússon spurði hvort það væri eitthvað búið að endurnýja í sundlauginni.

Grétar Pétur sagði að sundlaugin væri mikið lokuð. Og þá alltaf þá daga sem hún á að vera opin.

 Grétar Pétur var búin að tala við  Þórdísi R. Þórisdóttur sem er framkvæmdarstjóri Sjálfbjargarheimilisins vegna sundlaugarinnar.

Ásta Þórdís leggur til að það verði samþykkt að  landsþingsfulltrúar óski eftir gögnum frá landsambandi og Sjálfbjargarheimili um Sundlaugina.

Samþykkt samhljóða

Grétar Pétur sagði frá því að þeir sem flytja inn í húsið á vegum Grensás og eru ekki með fulla þjónustu frá Sjálfsbjargarheimilinu fái ekki að borða í matsal, þeir þurfa að kaupa mat út í bæ.

Samþykkt var að biðja um rökstuðning frá Sjálfsbjargarheimilinu um þetta mál fyrir landsfund.

Kristinn og Ólafur Bjarni  töluðu um að fá kortin aftur sem voru notuð í matsalnum eins og var fyrir Covid -19.

Kristinn og Ólafur Bjarni tala um að fulltúrar þurfi að fá upplýsingar um framkvæmdir á húsi. Samþykkt að fá þær upplýsingar hjá Ósk Sigurðardóttir framkvæmdarstjóra Sjálfsbjargar lsh. fyrir landsfundinn. Hvað er búið að gera og hvað er væntanlegt.

  • Fundargerð lesin upp til samþykktar

Fundargerð samþykkt

Samþykkt með á orðnum breytingum.

Fundi slitið kl. 20:12

Fundargerð aukaaðalfundar

Haldinn miðvikudaginn 7. september 2022 klukkan 19:30.

  1. Fundur settur.

Grétar Pétur Geirsson formaður setur fundinn 19:30.

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður, Grétar Pétur Geirsson stakk upp á Sævari Guðjónssyni í embætti fundarstjóra og Birgittu Rós Nikulásdóttir í embætti fundarritara.

Samþykkt án athugasemda 

Þakka fyrir/slökkva á farsímum/hita eða flensueinkenni fara af fundi.
Lögmæti fundar samkvæmt 8. grein laga félagsins. Fimm vikna fyrirvara.
Tölvupóstur sendur 04.07.2022/02.08.2022/05.09.2022.
Póstur sendur 04.07.2022.
Sett á Facebook 04.07.2022.

  1. Lagabreytingar.

Lagabreytingar má sjá á fylgiskjali.

1. gr     samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

2. gr     samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

3. gr     samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

4. gr     samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

5. gr     samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

6. gr     samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

7. gr     samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

8. gr     samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

9. gr     samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

11. gr   samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Lög samþykkt í heild inni með öllum greiddum atkvæðum.

  • Fundargerð lesin.
  1. Fundi slitið.
    Formaður slítur fundi 20:02.

Fundargerð aðalfundar 9. mars 2022

Fundur settur klukkan 19:34

Formaður Grétar Pétur Geirsson setti fundinn og bauð fólk velkomið.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður, Grétar Pétur Geirsson stingur uppá Sævari Guðjónssyni sem fundarstjóra Birgittu Rós Nikulásdóttir í embætti fundaritara.

Samþykkt samhljóða      

Inntaka nýrra félaga.

Guðrún Stella Björgvinsdóttir

Engar athugasemdir og því samþykkt, fundarstjóri biður nýja félagsmenn velkomna

Minnst látinna félaga.

Enginn látinn frá síðasta fundi.

Skýrsla stjórnar á störfum félagsins á síðastliðnu starfsári

og kynning á starfstilhögun komandi starfsárs.

Skýrsla stjórnar:

Í stjórn og varastjórn sátu á starfsárinu:

Formaður:              Grétar Pétur Geirsson

Varaformaður:        Hannes Sigurðsson

Gjaldkeri:               Arndís Baldursdóttir

Ritari:                     Brandur Bryndísarson Karlsson

Meðstjórnandi:       Guðmundur Haraldsson


Varamenn: Sigvaldi Búi Þórarinsson, Ólafur Bjarni Tómasson, Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir,

Pála Kristín Bergsveinsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir.

Launaðir starfsmenn félagsins á tímabilinu voru tveir
Anna Kristín Sigvaldadóttir skrifstofa og bókhald.
Trausti Jóhannesson umsjón félagsheimilis.

Félagsmenn voru 1135 þann 1. janúar 2022.
11 hættu í félaginu (sögðu sig úr félaginu) árið 2021.

Skýrsla stjórnar:

Árið 2021 var líkt og árið 2020 þar sem takmarkanir í samfélaginu voru miklar vegna COVID-19 heimsfaraldurs. Við náðum þó að hafa bingó og Samveru og súpu frá september til nóvember 2021, en þá þurftum við að loka vegna hertra sóttvarna. Árin 2020 og 2021 hafa verið löng og erfið og er það von okkar að við séum að verða búin að komast gegnum þennan

faraldur.

Framgangur verkefnanna á starfsárinu var svohljóðandi:

Heimildarmyndin okkar “ Aðgengi fyrir alla „ var sýnds 29. júní 2021 í Ríkissjónvarpinu (RÚV).

Það var á stefnuskrá stjórnarinnar að virkja félagsmenn til starfa fyrir félagið og sú stefna mun vera áfram á komandi starfsári.

Stjórn félagsins ætlar að hafa tvo fyrirlestra.

Þann fyrri miðvikudaginn 27 apríl 2022 þar kemur Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og talar um aukin félagsleg virkni og núvitun.

Seinni fyrirlesturinn miðvikudaginn 11. maí 2022 þar kemur til okkar Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi.

Sem mun fjalla um hugarfrelsi:

Með hugarfrelsi er átt við það frelsi sem hverjum manni er unnt að öðlast þegar hugurinn hefur ekki lengur neikvæð áhrif á daglegt líf. Frelsi frá áhyggjum, kvíða og ótta. Hugarfrelsi til þess að blómstra, frelsi til að nýta hæfileika sína sem best, frelsi til að velja hugsanir sínar sér og öðrum til gagns.

Starfsemi á skrifstofu og rekstur á félagsheimilinu hefur gengið vel eins og undanfarin ár og er Önnu Kristínu Sigvaldadóttir og Trausta Jóhannessyni þökkuð góð störf fyrir félagið.

Bingó

Bingó var tvö kvöld í mánuði frá september til nóvember 2021 þegar hætt var með félagstarf vegna sóttvarnatakmarkana. Það voru þær Sigrún Pétursdóttir og Björk Sigurðardóttir sem héldu utan um bingóið.

Samvera og súpa

Samvera og súpa var á þriðjudögum í september til nóvember 2021 þegar þurfti að loka vegna sóttvarna. Það voru Ólína Ólafsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir sem framreiddu súpuna og meðlæti.

Krikaskýrsla

Kriki “ Paradísin okkar „ var opin með breyttu sniði í sumarið 2021. Það var opið þriðju- miðviku-, fimmtu- og föstudaga frá klukkan 12:00 til 16:00 en því miður varð svo að loka vegna sóttvarna í lok júlí 2021. Það er von okkar að sumarið 2022 verði hægt að hafa venjulega opnun og engar takmarkanir en það á eftir að koma í ljós. Kriki á dýrmæta sjálfboðaliða sem halda honum opnum og hugsa vel um “ paradísina okkar „ þeirra framlag er ómetanlegt og vill stjórnin þakka þeim fyrir þeirra vinnu.

Flest í okkar félagi byggir á öflugu starfi sjálfboðaliða og því viljum við þakka eftirtöldum einstaklingum sérstaklega fyrir störf sín fyrir félagið:
Ása Hildur Guðjónsdóttir, Björk Sigurðardóttir, Guðrún Elísabet Bentsdóttir, Hannes Sigurðsson, Kristín Magnúsdóttir, Ólína Ólafsdóttir, Priscela Ycot Sigurðsson og Sigrún Pétursdóttir.

Fyrir hönd stjórnar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

__________________________________________________
Grétar Pétur Geirsson formaður 2018-2022

Fundastjóri leggur til að farið verði sameiginlega yfir skýslu stjórnar og reikninga félagsins.         Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.

Benedikt Þór Jónsson fer yfir ársreikninginn fyrir árið 2021

Stjórn samþykkir ársreikning með undirritun sinni

Engar athugasemdir varðandi skýrslu stjórnar eða reikninga

Reikningar samþykktir með öllum greiddum atkvæðum

Ákvörðun um félagsgjald.

Stjórn leggur til sama félagsgjald á er nú þegar. Það er 3000 krónur.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Kosning í stjórn og varastjórn .

Kjósa á um formann, Grétar Pétur gefur áfram kost á sér áfram sem formaður. Grétar Pétur réttkjörin formaður félagsins til næstu tveggja ára. Linda Sólrún Jóhannsdóttir gefur kost á sér til gjaldkera, réttkjörin gjaldkeri félagsins til næstu tveggja ára.

Í varastjórn á að kjósa um þrjá þau Margréti Lilja, Sigvalda Búa og Ólaf Bjarna og gefa þau kosta á sér áfram í varastjórn. Þau eru réttkjörin í stjórn félagsins til næstu tveggja ára.

Stjórn og varastjórn eru skipuð eftirfarandi félögum eftir aðalfundinn.

Formaður: Grétar Pétur Geirsson

Varaformaður: Hannes Sigurðsson

Gjaldkeri: Linda Sólrún Jóhannsdóttir

Ritari: Brandur Bryndísason Karlsson

Meðstjórnandi: Guðmundur Haraldsson

Varastjórn:

Guðrún Elísabet Bentsdóttir

Ólafur Bjarni Tómasson

Pála Kristín Bergsveinsdóttir

Margrét Lilja Arnheiðardóttir Aðalsteinsdóttir

Sigvaldi Búi Þórarinsson

Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Ólína Ólafsdóttir og Kristín R. Magnúsdóttir gefa kosta á sér áfram.

Réttkjörnar sem skoðurnarmenn reikninga næsta árið.

Kosning kjörnefnda

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir ( Didda), Linda Sólrún Jóhannsdóttir og Anna Sigríður Guðmundsdóttir gefa áfram kosta á sér.

Fleiri gáfu ekki kost á sér svo þær teljast réttkjörnar í kjörnefnd til eins árs.

Önnur mál.

Kristín R. Magnúsdóttir varpar fram spurning um það hvort að það sé leyfilegt að vera bæði gjaldkeri og í kjörnefnd.

Anna Kristín og Sævar benda á að það sé ekkert í lögunum sem bannar það.

Fundargerð lesin og borin upp til samþykktar.

Samþykkt samhljóða

 Fundi slitið kl. 20:11

 Kaffihlé

Skýrsla stjórnar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu starfsárið 2021 til 2022.

Lögð fram á aðalfundi 9. mars 2022

Í stjórn og varastjórn sátu á starfsárinu:

Formaður:                    Grétar Pétur Geirsson

Varaformaður:             Hannes Sigurðsson

Gjaldkeri:                     Arndís Baldursdóttir

Ritari:                           Brandur Bryndísarson Karlsson

Meðstjórnandi:             Guðmundur Haraldsson


Varamenn: Sigvaldi Búi Þórarinsson, Ólafur Bjarni Tómasson, Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir,

Pála Kristín Bergsveinsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir.

Launaðir starfsmenn félagsins á tímabilinu voru tveir
Anna Kristín Sigvaldadóttir skrifstofa og bókhald.
Trausti Jóhannesson umsjón félagsheimilis.

Félagsmenn voru 1135 þann 1. janúar 2022.
11 hættu í félaginu (sögðu sig úr félaginu) árið 2021.

Skýrsla stjórnar:

Árið 2021 var líkt og árið 2020 þar sem takmarkanir í samfélaginu voru miklar vegna COVID-19 heimsfaraldurs. Við náðum þó að hafa bingó og Samveru og súpu frá september til nóvember 2021, en þá þurftum við að loka vegna hertra sóttvarna. Árin 2020 og 2021 hafa verið löng og erfið og er það von okkar að við séum að verða búin að komast gegnum þennan

faraldur.

Framgangur verkefna á starfsárinu var svohljóðandi:

Heimildarmyndin okkar “ Aðgengi fyrir alla „ var sýnd 29. júní 2021 í Ríkissjónvarpinu (RÚV).

Það var á stefnuskrá stjórnarinnar að virkja félagsmenn til starfa fyrir félagið og sú stefna mun vera áfram á komandi starfsári.

Stjórn félagsins ætlar að hafa tvo fyrirlestra.

Þann fyrri miðvikudaginn 27 apríl 2022 þar kemur Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og talar um aukin félagsleg virkni og núvitun.

Seinni fyrirlesturinn miðvikudaginn 11. maí 2022 þar kemur til okkar Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi.

Sem mun fjalla um hugarfrelsi:

Með hugarfrelsi er átt við það frelsi sem hverjum manni er unnt að öðlast þegar hugurinn hefur ekki lengur neikvæð áhrif á daglegt líf. Frelsi frá áhyggjum, kvíða og ótta. Hugarfrelsi til þess að blómstra, frelsi til að nýta hæfileika sína sem best, frelsi til að velja hugsanir sínar sér og öðrum til gagns.

Starfsemi á skrifstofu og rekstur á félagsheimilinu hefur gengið vel eins og undanfarin ár og er Önnu Kristínu Sigvaldadóttir og Trausta Jóhannessyni þökkuð góð störf fyrir félagið.

Bingó

Bingó var tvö kvöld í mánuði frá september til nóvember 2021 þegar hætt var með félagstarf vegna sóttvarnatakmarkana. Það voru þær Sigrún Pétursdóttir og Björk Sigurðardóttir sem héldu utan um bingóið.

Samvera og súpa

Samvera og súpa var á þriðjudögum í september til nóvember 2021 þegar þurfti að loka vegna sóttvarna. Það voru Ólína Ólafsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir sem framreiddu súpuna og meðlæti.

Krikaskýrsla

Kriki “ Paradísin okkar „ var opin með breyttu sniði í sumarið 2021. Það var opið þriðju- miðviku-, fimmtu- og föstudaga frá klukkan 12:00 til 16:00en því miður varð svo að loka vegna sóttvarna í lok júlí 2021. Það er von okkar að sumarið 2022 verði hægt að hafa venjulega opnun og engar takmarkanir en það á eftir að koma í ljós. Kriki á dýrmæta sjálfboðaliða sem halda honum opnum og hugsa vel um “ paradísina okkar „ þeirra framlag er ómetanlegt og vill stjórnin þakka þeim fyrir þeirra vinnu.

Flest í okkar félagi byggir á öflugu starfi sjálfboðaliða og því viljum við þakka eftirtöldum einstaklingum sérstaklega fyrir störf sín fyrir félagið:
Ása Hildur Guðjónsdóttir, Björk Sigurðardóttir, Guðrún Elísabet Bentsdóttir, Hannes Sigurðsson, Kristín Magnúsdóttir, Ólína Ólafsdóttir, Priscela Ycot Sigurðsson og Sigrún Pétursdóttir.

Fyrir hönd stjórnar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

__________________________________________________
Grétar Pétur Geirsson formaður 2018-2022

Fundargerð félagsfunda 23. febrúar 2022.

Fundur settur kl. 19:32

Formaður Grétar Pétur Geirsson setti fundinn og bauð fólk velkomið.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður, Grétar Pétur Geirsson stingur uppá Sævari Guðjónssyni sem fundarstjóra Birgittu Rós Nikulásdóttir í embætti fundaritara.

Samþykkt samhljóða   

Inntaka nýrra félaga

Analisa Basallo Monticelli

Priscela Yoct Sigurðardóttir

Jóhann Þór Jóhannsson

Engar athugasemdir og því samþykkt, Fundarstjóri biður nýja félagsmenn velkomna.

Minnst látinna félaga

Elín Hjálmarsdóttir

Helgi Harðarson

Jóhannes Bergsveinsson

Ólöf J. Ólafsdóttir

Sigríður Sveinsdóttir

Úlfar Theódórsson

Valdimar Friðriksson

Sigfús Brynjólfsson

Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra haldinn 30. apríl 2022.

Kjósa á 29 fulltrúa til setu á landsfundi Sjálfbjargar landssamband hreyfihamlaðra.

Eftirfarandi buðu sig fram:

Brandur Bryndísarson Karlsson

Frímann Sigurnýasson

Grétar Pétur Geirsson

 Guðríður Ólafs Ólafíudóttir

Guðrún Elísabet Bentsdóttir

Hannes Sigurðsson

 Ólafur Bjarni Tómasson

 Ólína Ólafsdóttir

Pála Kristín Bergsveinsdóttir

Priscela Yoct Sigurðardóttir

Sævar Guðjónsson

Viðar Jóhannsson

Innan við þrjátíu mættu á fundinn og því var ekki þörf á kosningu. Léleg mæting var á fundinn en telja má að veður, færð á vegum og heimsfaraldur hafi haft áhrif á mætinguna.

Fundurinn gaf stjórninni leyfi til að hafa samband við aðra mögulega fulltrúa.

Önnur mál

Grétar Pétur tekur til máls og lýsir yfir áhyggjum af dræmri mætingu á fundinn.

Fundargerð lesin upp til samþykktar

Fundargerð samþykkt

Fundi slitið kl. 20:03

Fundargerð félagsfundar 4. ágúst 2021

  1. Fundur settur kl 19:35

Formaður Grétar Pétur Geirsson setti fundinn og bauð fólk velkomið.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Grétar Pétur formaður stakk uppá Sævari Guðjónsyni sem fundarstjóra og Önnu Kristínu Sigvaldadóttur sem fundarritara. Sævar Guðjónsson fundarstjóri tók við og bað fólk um að slökkva á farsímun og þeir sem væru með hita eða flensueinkenni færu af fundi. Fundurinn er lögmætur samkvæmt 5. grein laga félagsins. Fundarboð var sent út 14. júní 2021. Sævar las upp dagskrá fundar.

3.  Inntaka nýrra félaga

Margeir Þór Hauksson

Bergur Már Sigurðsson

Dagný Kristjánsdóttir

Þau voru boðin velkomin í félagið.

4. Minnst látinna félaga

Einar Andrésson

Hjalti Jón Þorgrímsson

Óskar Jón Konráðsson

Helgi Harðarson

Sævar bað fundarmenna að minnast þeirra með smá þögn.

5. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra haldinn 11. september 2021.

Sævar fór yfir lög Sjálfbjargar landssamband hreyfihamlaðra (lsh). og lög Sjálfbjargar á höfuðborgarsæðinu og sagði þau alveg skýr upp á það hversu marga fulltrúa Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu eigi rétt á, á landsfund landssambandsins 11.09.2021 eða samtals 29 miðað við 1152 félagsmenn í félaginu þann 01.01.2021.

Þessir gáfu kosta á sér:

  1. Guðríður Ólafs Ólafíudóttir
  2. Helga Magnúsdóttir
  3. Ólína Ólafsdóttir
  4. Guðmundur Magnússon
  5. Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir
  6. Þorsteinn Sigurðsson
  7. Hannes Sigurðsson
  8. Brandur Bryndísarson Karlsson
  9. Ása Hildur Guðjónsdóttir
  10. Sævar Guðjónsson
  11. Frímann Sigurnýasson
  12. Þorkell Sigurlaugsson
  13. Rúna Baldvinsdóttir
  14. Grétar Pétur Geirsson
  15. Pála Kristín Bergsveinsdóttir
  16. Ólafur Bjarni Tómasson
  17. Guðrún Elísabet Bentsdóttir
  18. Sóley Björk Axelsdóttir
  19. Bergur Þorri Benjamínsson

Ekki þurfti að kjósa þar sem fjöldi þeirra sem buðu sig fram náði ekki þeim fjölda sem félagið á rétt á til að senda á landsfund Sjálfbjargar lsh. Það er 19 fulltrúa sem fara á landsfund sem haldinn verður 11. september 2021. Voru þeir því sjálfkjörnir.

6. Önnur mál

Grétar Pétur sagði frá því að Sjálfbjörg á höfuðborgarsvæðinu og Sjálfsbjörg landsamband séu ekki sammála um fjölda fulltrúa  en lögin eru skýr.

Guðríður Ólafs Ólafíudóttir spurði hver væri undirrótin að þessari deilu við landsambandið. Grétar Pétur svaraði fyrir það.

Helga Magnúsdóttir spurði hvort ekki væri rétt að kjósa.

Hún lagði til tillögu um að kjósa.

Þorkell Sigurlaugsson talaði um að kosning geti búið til sundrung innan félagsins.

Frímann Sigurnýasson talaði um að mörg félög hafi fari í að safna nýjum félögum og það sé alveg löglegt. Hann tók dæmi til dæmis. Blindrafélagið og Samtök íslenskra berklasjúklinga (SÍBS)

Og ef það séu færri sem gefa kosta á sér en heimild er fyrir þá eru þeir sjálfkjörnir.

Viðar Jóhannsson talaði um að raða fólki eftir stafrófi.

Guðmundur Magnússon lagði  til að tillaga um að kjósa yrði felld niður.

Helga Magnúsdóttir dró tillögu sína til baka.

Ólína Ólafsdóttir fékk orðið og sagði að félagið ætti rétt á að senda 29 fulltrúa en við erum bara með 19 fulltrúa svo að þeir eru sjálfkjörnir.

Frímann Sigurnýasson segði að lögin séu alveg skýr við eigum rétt á 29 fulltrúum.

Guðmundur Magnússon fékk orðið og sagði að þetta sé nú ekki eitthvað nýtt að það sé togstreita á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis eins og hann muni vel. Þetta þarf að ræða á landsfundi og gera tillögur til að bæta það.

Grétar Pétur talaði um að það sé nauðsynlegt að opna á þessa umræðu.

Við ætlum ekki að gleypa landsambandið.

Allir fundarmenn eru sáttir við að við höfum 19 fulltrúa.

Sævar gaf orðið laust.

Guðríður spurði  um hvort stjórn félagsins ætli að tala við stjórnmálaflokka fyrir kosningar.

Guðmundur Magnússon sagði að það sé  ekki hægt að breyta lögum.

7.Fundargerð lesin upp til samþykktar

Anna Kristín Sigvaldadóttir fundarritari las upp fundargerð.

Fundargerðin samþykkt með áorðnum breytingum.

Fundi slitið kl. 20:18