Fundargerð félagsfunda Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 15. febrúar 2023.

 1. Fundur settur kl. 19:31

Formaður Grétar Pétur Geirsson setti fundinn og bauð fólk velkomið.

 • Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður, Grétar Pétur Geirsson stakk uppá Sævari Guðjónssyni sem fundarstjóra og Önnu Kristínu Sigvaldadóttur í embætti fundarritara.

Samþykkt samhljóða  

Fundarstjóri bað fólk að slökkva á farsímum og ef það hefur hita eða flensueinkenni að fara af fundi. Fundur var löglega boðaður samkvæmt  5. grein laga félagsins. Fundarboð barst í pósti 10.01.2023.

 • Inntaka nýrra félaga
 • Logi Þröstur Linnet
 • Karen Anna Erlingsdóttir
 • Birna Einarsdóttir
 • Magnús Ólafsson
 • Helga Þórey Heiðberg
 • Guðrún Kristmannsdóttir
 • Valgerður Hildibrandsdóttir
 • Anna Sóley Pantano
 • Margrét Einarsdóttir

Engar athugasemdir og því samþykkt, Fundarstjóri bauð nýja félagsmenn velkomna í félagið.

 • Minnst látinna félaga
 • Sigurður H. Þórólfsson
 • Hjálmar Magnússon
 • Þórður Höjgaard Jónsson
 • Sigurjón Grétarsson
 • Ólafur Bjarnason
 • Ásta Sigríður Sigtryggsdóttir
 • Guðrún Helgadóttir
 • Gunnar H. Valdimarsson
 • Hilda Rut Markúsardóttir
 • Ingibjörg Pétursdóttir
 • Jóhann Borg Jónsson
 • Kolbrún D. Pálmadóttir
 • Lárus Þórðarson
 • Óskar Valdimarsson
 • Sigrún Jóhannsdóttir

Fundarstjóri bað menn að minnast þeirra með  þögn.

 • Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra haldinn 29. apríl 2023.

Kjósa átti 12 fulltrúa til setu á landsfundi Sjálfbjargar landssamband hreyfihamlaðra.

Eftirfarandi buðu sig fram:

Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir
Hannes Sigurðsson
Logi Þröstur Linnet
Grétar Pétur Geirsson
Guðmundur Magnússon
Ásta Þórdís Skjalddal
Björk Sigurðardóttir
Ólafur Bjarni Tómasson
Guðrún Elísabet Bentsdóttir
Guðmundur Haraldsson
Rúna Baldvinsdóttir
  Fríman Sigurnýasson

Fundurinn gaf stjórninni leyfi til að hafa samband við aðra mögulega fulltrúa. Samþykkt samhljóða

 • Önnur mál

Kristinn Guðjónsson talaði um sundlaugina í Sjálfsbjargarhúsinu og það þyrfti að tala um opnunartíma hennar á Landsfundi. Það væri svo stuttur opnunartími. Það er bara opið tvo daga í viku. Kristinn spurði hver á sundlauginna og hver rekur hana.  Ásta Þórdís Skjalddal sagði að Sjálfbjargarheimlið sæi um allan daglegan rekstur, en hún er eign Sjálfbjargar landsambands hreyfihamlaðra.

Guðmundur Magnússon spurði hvort það væri eitthvað búið að endurnýja í sundlauginni.

Grétar Pétur sagði að sundlaugin væri mikið lokuð. Og þá alltaf þá daga sem hún á að vera opin.

 Grétar Pétur var búin að tala við  Þórdísi R. Þórisdóttur sem er framkvæmdarstjóri Sjálfbjargarheimilisins vegna sundlaugarinnar.

Ásta Þórdís leggur til að það verði samþykkt að  landsþingsfulltrúar óski eftir gögnum frá landsambandi og Sjálfbjargarheimili um Sundlaugina.

Samþykkt samhljóða

Grétar Pétur sagði frá því að þeir sem flytja inn í húsið á vegum Grensás og eru ekki með fulla þjónustu frá Sjálfsbjargarheimilinu fái ekki að borða í matsal, þeir þurfa að kaupa mat út í bæ.

Samþykkt var að biðja um rökstuðning frá Sjálfsbjargarheimilinu um þetta mál fyrir landsfund.

Kristinn og Ólafur Bjarni  töluðu um að fá kortin aftur sem voru notuð í matsalnum eins og var fyrir Covid -19.

Kristinn og Ólafur Bjarni tala um að fulltúrar þurfi að fá upplýsingar um framkvæmdir á húsi. Samþykkt að fá þær upplýsingar hjá Ósk Sigurðardóttir framkvæmdarstjóra Sjálfsbjargar lsh. fyrir landsfundinn. Hvað er búið að gera og hvað er væntanlegt.

 • Fundargerð lesin upp til samþykktar

Fundargerð samþykkt

Samþykkt með á orðnum breytingum.

Fundi slitið kl. 20:12