Fundargerð félagsfunda 23. febrúar 2022.

Fundur settur kl. 19:32

Formaður Grétar Pétur Geirsson setti fundinn og bauð fólk velkomið.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður, Grétar Pétur Geirsson stingur uppá Sævari Guðjónssyni sem fundarstjóra Birgittu Rós Nikulásdóttir í embætti fundaritara.

Samþykkt samhljóða   

Inntaka nýrra félaga

Analisa Basallo Monticelli

Priscela Yoct Sigurðardóttir

Jóhann Þór Jóhannsson

Engar athugasemdir og því samþykkt, Fundarstjóri biður nýja félagsmenn velkomna.

Minnst látinna félaga

Elín Hjálmarsdóttir

Helgi Harðarson

Jóhannes Bergsveinsson

Ólöf J. Ólafsdóttir

Sigríður Sveinsdóttir

Úlfar Theódórsson

Valdimar Friðriksson

Sigfús Brynjólfsson

Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra haldinn 30. apríl 2022.

Kjósa á 29 fulltrúa til setu á landsfundi Sjálfbjargar landssamband hreyfihamlaðra.

Eftirfarandi buðu sig fram:

Brandur Bryndísarson Karlsson

Frímann Sigurnýasson

Grétar Pétur Geirsson

 Guðríður Ólafs Ólafíudóttir

Guðrún Elísabet Bentsdóttir

Hannes Sigurðsson

 Ólafur Bjarni Tómasson

 Ólína Ólafsdóttir

Pála Kristín Bergsveinsdóttir

Priscela Yoct Sigurðardóttir

Sævar Guðjónsson

Viðar Jóhannsson

Innan við þrjátíu mættu á fundinn og því var ekki þörf á kosningu. Léleg mæting var á fundinn en telja má að veður, færð á vegum og heimsfaraldur hafi haft áhrif á mætinguna.

Fundurinn gaf stjórninni leyfi til að hafa samband við aðra mögulega fulltrúa.

Önnur mál

Grétar Pétur tekur til máls og lýsir yfir áhyggjum af dræmri mætingu á fundinn.

Fundargerð lesin upp til samþykktar

Fundargerð samþykkt

Fundi slitið kl. 20:03