Fundargerð félagsfundar 4. ágúst 2021

  1. Fundur settur kl 19:35

Formaður Grétar Pétur Geirsson setti fundinn og bauð fólk velkomið.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Grétar Pétur formaður stakk uppá Sævari Guðjónsyni sem fundarstjóra og Önnu Kristínu Sigvaldadóttur sem fundarritara. Sævar Guðjónsson fundarstjóri tók við og bað fólk um að slökkva á farsímun og þeir sem væru með hita eða flensueinkenni færu af fundi. Fundurinn er lögmætur samkvæmt 5. grein laga félagsins. Fundarboð var sent út 14. júní 2021. Sævar las upp dagskrá fundar.

3.  Inntaka nýrra félaga

Margeir Þór Hauksson

Bergur Már Sigurðsson

Dagný Kristjánsdóttir

Þau voru boðin velkomin í félagið.

4. Minnst látinna félaga

Einar Andrésson

Hjalti Jón Þorgrímsson

Óskar Jón Konráðsson

Helgi Harðarson

Sævar bað fundarmenna að minnast þeirra með smá þögn.

5. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra haldinn 11. september 2021.

Sævar fór yfir lög Sjálfbjargar landssamband hreyfihamlaðra (lsh). og lög Sjálfbjargar á höfuðborgarsæðinu og sagði þau alveg skýr upp á það hversu marga fulltrúa Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu eigi rétt á, á landsfund landssambandsins 11.09.2021 eða samtals 29 miðað við 1152 félagsmenn í félaginu þann 01.01.2021.

Þessir gáfu kosta á sér:

  1. Guðríður Ólafs Ólafíudóttir
  2. Helga Magnúsdóttir
  3. Ólína Ólafsdóttir
  4. Guðmundur Magnússon
  5. Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir
  6. Þorsteinn Sigurðsson
  7. Hannes Sigurðsson
  8. Brandur Bryndísarson Karlsson
  9. Ása Hildur Guðjónsdóttir
  10. Sævar Guðjónsson
  11. Frímann Sigurnýasson
  12. Þorkell Sigurlaugsson
  13. Rúna Baldvinsdóttir
  14. Grétar Pétur Geirsson
  15. Pála Kristín Bergsveinsdóttir
  16. Ólafur Bjarni Tómasson
  17. Guðrún Elísabet Bentsdóttir
  18. Sóley Björk Axelsdóttir
  19. Bergur Þorri Benjamínsson

Ekki þurfti að kjósa þar sem fjöldi þeirra sem buðu sig fram náði ekki þeim fjölda sem félagið á rétt á til að senda á landsfund Sjálfbjargar lsh. Það er 19 fulltrúa sem fara á landsfund sem haldinn verður 11. september 2021. Voru þeir því sjálfkjörnir.

6. Önnur mál

Grétar Pétur sagði frá því að Sjálfbjörg á höfuðborgarsvæðinu og Sjálfsbjörg landsamband séu ekki sammála um fjölda fulltrúa  en lögin eru skýr.

Guðríður Ólafs Ólafíudóttir spurði hver væri undirrótin að þessari deilu við landsambandið. Grétar Pétur svaraði fyrir það.

Helga Magnúsdóttir spurði hvort ekki væri rétt að kjósa.

Hún lagði til tillögu um að kjósa.

Þorkell Sigurlaugsson talaði um að kosning geti búið til sundrung innan félagsins.

Frímann Sigurnýasson talaði um að mörg félög hafi fari í að safna nýjum félögum og það sé alveg löglegt. Hann tók dæmi til dæmis. Blindrafélagið og Samtök íslenskra berklasjúklinga (SÍBS)

Og ef það séu færri sem gefa kosta á sér en heimild er fyrir þá eru þeir sjálfkjörnir.

Viðar Jóhannsson talaði um að raða fólki eftir stafrófi.

Guðmundur Magnússon lagði  til að tillaga um að kjósa yrði felld niður.

Helga Magnúsdóttir dró tillögu sína til baka.

Ólína Ólafsdóttir fékk orðið og sagði að félagið ætti rétt á að senda 29 fulltrúa en við erum bara með 19 fulltrúa svo að þeir eru sjálfkjörnir.

Frímann Sigurnýasson segði að lögin séu alveg skýr við eigum rétt á 29 fulltrúum.

Guðmundur Magnússon fékk orðið og sagði að þetta sé nú ekki eitthvað nýtt að það sé togstreita á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis eins og hann muni vel. Þetta þarf að ræða á landsfundi og gera tillögur til að bæta það.

Grétar Pétur talaði um að það sé nauðsynlegt að opna á þessa umræðu.

Við ætlum ekki að gleypa landsambandið.

Allir fundarmenn eru sáttir við að við höfum 19 fulltrúa.

Sævar gaf orðið laust.

Guðríður spurði  um hvort stjórn félagsins ætli að tala við stjórnmálaflokka fyrir kosningar.

Guðmundur Magnússon sagði að það sé  ekki hægt að breyta lögum.

7.Fundargerð lesin upp til samþykktar

Anna Kristín Sigvaldadóttir fundarritari las upp fundargerð.

Fundargerðin samþykkt með áorðnum breytingum.

Fundi slitið kl. 20:18