Hjálpartækjabanki Sjálfsbjargar

​Í ljósi þess að tvö fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hættu að leigja út hjálpartæki til hreyfihamlaðra kom pressa á Sjálfsbjörg – landssamband hreyfihamlaðra að bjóða upp á þessa þjónustu. Eftir skoðun varð það niðurstaðan og hófst þjónustan fyrrihluta árs 2017

Sjálfsbjörg eru landssamtök hreyfihamlaðra á Íslandi og er megin markmið þess að vinna að málefna- og réttindamálum hreyfihamlaðra á Íslandi ásamt því að bjóða upp á ýmsa þjónustu fyrir þá. Hjálpartækjabankinn er liður í þeirri þjónustu.

Nafnið Hjálpartækjabankinn er þannig tilkomið að

Sjálfsbjörg rak um árabil í félagi við Rauða krossinn hjálpartækjaþjónustu sem seld var til einkaaðila fyrir um 20 árum, þannig að nafnið er núna aftur komið heim.

Hjálpartækjabankinn er ekki rekinn á hagnaðargrunni, en þarf eftir sem áður að standa undir sér. Ef hagnaður verður fer hann í uppbyggingu þjónustunnar og aðra þjónustu við hreyfihamlaða.

HEIM | hjalpartaekjabankinn (davidolgeirs.wixsite.com)