Sundkort fyrir fatlaða

Sundkort fatlaða er gefið út af Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu fyrir íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur(ÍTR). Gegn framvísun kortsins er frítt í sund á höfuðborgarsvæðin. (Athugaði að sveitarfélög geta verið með aðra reglur er varða sund fyrir öryrkja). Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og Bláfjöll.  Til að fá sundkort fatlaða þarf að fara til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12, inngangur númer 7

og sýna staðfestingu frá TR ( inn á mínum síður ) um að einstaklingurinn fái Örorkubætur, endurhæfingarlífeyrir eða umönnunargreiðslur

Hægt er að kaupa tvennskonar gerðir sundkorta fatlaða. Annars vegar er það kort einstaklings sem kostar 2.500.- kr. og hins vegar kort sem gildir fyrir einstakling og hjálparmann sem kostar 3.500.- kr. Kortið gildir almanaksárið þ.e.a.s. frá 1. janúar til 31. desember.