Fundargerð aðalfundar 20. apríl 2010

Dagskrá

1.    Formaður setur  fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Formaður félagsins Grétar Pétur Geirsson bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

2.    Kosning  fundarstjóra og ritara

Uppástunga kom um Jón Eiríksson sem fundarstjóra og var samþykkt með lófaklappi. Uppástunga kom um Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur sem ritara og samþykkt með lófaklappi.

3.    Inntaka nýrra félaga

Einn einstaklingur, Þorbjörg Guðmundsdóttir hafði óskað eftir að gerast felagsmaður, samþykkt með lófaklappi.

4.    Minnst látinna félaga

Tveir félagar höfðu látist frá síðasta fundi og var þeirra minnst með augnabliks þögn.

5.    Skýrsla stjórnar lögð fram

Grétar Pétur Geirsson, formaður félagsins flutti skýrsluna.

6.    Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins

Benedikt Þór Jónsson endurskoðandi félagsins kynnti. Rekstur félagsins er í góðu jafnvægi.

Nú var opnað fyrir umræður um skýrslu og ársreikninga.

Enginn kvað sér hljóðs og voru reikningarnir því bornir upp til atkvæða.

Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.

7.    Ákvörðun um félagsgjald

Grétar Pétur Geirsson kynnti.

Tillaga stjórnar var um að félagsgjaldið yrði óbreytt, kr. 2000. Samþykkt samhljóða.

8.    Kosningar samkvæmt 7.  Grein laga

Til formanns gáfu kost á sér þau Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir og Hannes Sigurðsson.

Atkvæði í kosningu um formann félagsins til tveggja ára.

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir hlaut 25 atkvæði
Hannes Sigurðsson hlaut 27 atkvæði

Hannes Sigurðsson var því réttkjörinn formaður félagsins til næstu tveggja ára.

Hannes Sigurðsson tók nú til máls og þakkaði það traust sem honum var sýnt með kosningu sem formaður.

Þorbera Fjölnisdóttir dró framboð sitt til baka sem ritara og var því Guðbjörg Kristín sjálfkjörin sem ritari. Samþykkt með lófaklappi.

Jóna Marvinsdóttir var sjálfkjörin sem gjaldkeri.

Nú var gengið til kosninga um varamenn. Kjósa átti þrjá einstaklinga.

Eftirtalin voru í kjöri:

Guðbjörg Halla Björnsdóttir hlaut 16 atkv.
Guðríður Ólafsdóttir hlaut 32 atkv.
Gylfi Baldursson hlaut 12 atkv.
Hanna Margrét Kristleifsdóttir hlaut 36 atkv.
Jón Eiríksson hlaut 24 atkv.
Sigríður Ósk Geirsdóttir hlaut 5 atkv.
Sigurjón Grétarsson hlaut 3 atkv.
Þorbera Fjölnisdóttir hlaut 22 atkv.

Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Guðríður Ólafsdóttir og Jón Eiríksson voru því réttkjörin sem varamenn.

9.    Skýrslur nefnda

Guðbjörg Halla Björnsdóttir  flutti skýrslu félagvistarnefndar.

Jón Eiríksson flutti skýrslu skáknefndar í forföllum Arnórs Péturssonar.

10. Önnur mál

Guðríður Ólafsdóttir , kynnti verkefnið, Landskönnun, sem fram fer á vegum Rauða kross Islands, um  hverjir það eru sem verst standa í íslensku samfélagi.  Niðurstöður verða síðan birtar í skýrslu undir heitinu „Hvar þrengir að.“  Óskaði hún eftir að þeir einstaklingar sem myndu vilja sitja í rýnihópi öryrkja vegna könnunarinnar myndu hafa samband við félagið .  Óskað er eftir 2 6-10 manna rýnihópi úr hópi öryrkja. Nafnleynd verður haft að leiðarljósi.

Að lokum þakkaði hún fyrir kjörið í varastjórn og þakkaði hún Grétari Pétri fyrir mjög vel unnin störf siðustu 6 ár og óskaði nýjum formanni til hamingju með kjörið.

Grétar Pétur Geirsson, fráfarandi formaður þakkaði nú fundarmönnum fyrir frábært samstarf síðastliðin 6 ár.  Þakkaði hann sérstaklega Jóhönnu Ólafsdóttur fyrir sérlega vel unnin störf sem og fundarstjóra og ritara fyrir þeirra störf á fundinum.

Jón Eiríksson þakkaði fyrir það traust að vera kosinn fundarritari og ræddi það að þeir sem vildu bjóða sig fram til starfa í nefndir og ráð á vegum Sjálfsbjargar landssambands þyrftu að láta skrifstofu landsambandsins vita af því fyrir 28. apríl n.k. en þing landssambandsins verður haldið 28.-30. maí n.k.

Hannes Sigurðsson tók nú til máls og þakkaði enn og aftur fyrir það traust sem honum var sýnt með kosningu sem formann og þakkaði fyrir góðan fund og sleit honum kl. 20:30.

Fundarritari: Anna Guðrún Sigurðardóttir