Fundargerð aðalfundar 5. mars 2025

Aðalfundur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Haldinn í félagsheimili félagsins Hátúni 12, inngangur númer 7

miðvikudaginn 5. mars 2025 klukkan 19:30.

Fundargerð

Fundur settur kl. 19:30

  1. Fundur settur.

Formaður Logi Þröstur Linnet setti fundinn og bauð fólk velkomið.

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður Logi Þröstur Linnet stakk upp á Sævari Guðjónssyni sem fundarstjóra og Birgittu Rós Nikulásdóttir í embætti fundarritara.

         Samþykkt samhljóða

Sævar greindi frá lögmæti fundarins samkvæmt áttundu grein félagsins.

  • Inntaka nýrra félaga.

Jóhann Gröndal

Guðrún Vilborg Sigmundsdóttir

Samþykkt samhljóða.

  • Minnst látinna félaga.

Engin látinn frá félagsfundi 12.02.2025.

  • Skýrsla stjórnar á störfum félagsins á síðastliðnu starfsári

og kynning á starfstilhögun komandi starfsárs.

Skýrsla stjórnar: var flutt af Loga Þresti Linnet formanni.

Inngangur

Skýrslan var samin af stjórn Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og fjallaði fjallar um starfsemi og frammistöðu félagsins á starfsárinu 2024-2025. Hlutverk stjórnar er að tryggja árangursríka stefnumótun og rekstur, sem styður við markmið og framtíðarsýn félagsins.

Það var á stefnuskrá stjórnarinnar að virkja félagsmenn til starfa fyrir félagið og sú stefna mun vera áfram á komandi starfsári.

Framgangur verkefna á starfsárinu.

Stjórnarfundir voru haldnir einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina.

Félagsmenn tóku virkan þátt í málefnahópum, nefndum og stjórnum hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ). Meðal þeirra sem störfuðu hjá ÖBÍ á starfsárinu voru Þorbera Fjölnisdóttir, Sunna Elvira Þorkelsdóttir og Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem jafnframt var formaður ÖBÍ. Þeir sem voru í málefnahópum voru Pála Kristín Bergsveinsdóttir og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir,

Formaður Logi Þröstur Linnet fór á námskeið á vegum ÖBÍ um hvernig er að starfa í félagasamtökum.

Mikið var leitað til skrifstofu félagsins til að fá aðstoð við fjármál, réttindamál og umsóknir, þeir sem leituðu til skrifstofu vegna fjármála hefur aukist milli ára sem sýnir að margir félagsmenn eiga erfitt með að ná endum saman.

  • 68 manns fengu aðstoð við fjármál, réttindamál og umsóknir á árinu 2024.

Starfsemi og viðburðir:

Rekstur félagsheimilisins hefur gengið vel og er Önnu Kristínu Sigvaldadóttur og Trausta Jóhannessyni þökkuð góð störf fyrir félagið.

Félagið hélt haustfagnað 5. október 2024 í samvinnu við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík (ÍFR), og var aðsókn í viðburðinn meiri en nokkru sinni fyrr.

Á starfsárinu voru eftirtaldir viðburðir fastir liðir í félagslífinu:

  • Bingó: Haldið annan hvern miðvikudag frá september 2024 til mars 2025. Þátttaka hefur aukist verulega. Sigrún Pétursdóttir og Linda Sólrún Jóhannesdóttir sáu um skipulagningu.
  • Samvera og súpa: Haldið á þriðjudögum yfir vetrarmánuðina. Aðsókn hefur verið góð. Guðrún Elísabet Bentsdóttir og Súsanna Finnbogadóttir sáu um matseldina.
  • Kriki – „Paradísin okkar“: Opið var alla daga nema mánudaga og laugardaga frá maí til ágúst 2024 og síðan á miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum út september 2024. Stjórnin þakkar sjálfboðaliðum sem héldu Krika opnum.

Þakviðgerðir

Í vetur kom upp leki á þaki félagsheimilisins, og við skoðun kom í ljós að þakið er steypt og án pappa. Í kjölfarið var aflað tilboða í nauðsynlegar lagfæringar, og hefur verkið þegar hafist. Framkvæmdirnar eru unnar af Nýtt þak ehf., og nemur kostnaður við okkar hluta verkefnisins 4.123.155 kr.

Sjálfsbjörg landsamband hreyfihamlaðra (lsh) mun standa straum af kostnaði við lagfæringar á sundlaugarþakinu.

Niðurrif og endurnýjun lofts í sal

Vegna leka í lofti salarins og til að koma í veg fyrir myglu er nauðsynlegt að fjarlægja núverandi loft. Verið er að afla tilboða í niðurrif og uppsetningu nýs kerfislofts. Loftið verður tekið niður í eina hæð.

Áætlaður kostnaður verkefnisins er um 5 milljónir króna. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í maí/júní 2025.

Félagið byggir á öflugu starfi sjálfboðaliða, og vill stjórnin sérstaklega þakka eftirtöldum sem einstaklingum fyrir framlag þeirra: Ásua Hildiur Guðjónsdóttir, Sigríði Ingólfsdóttir , Lindu Sólrúnu Jóhannsdóttir , Guðrúnu Elísabetu Bentsdóttir, Ólínu Ólafsdóttir, Súsönnu Finnbogadóttir, Sigrúnar Pétursdóttir, Sævars Guðjónssonar, Ólafs Bjarna Tómassonar og Birgittu Rósar Nikulásdóttir.

Stjórn og stjórnendur:

Í stjórn og varastjórn sátu á starfsárinu:

  • Formaður: Logi Þröstur Linnet
  • Varaformaður: Björk Sigurðarsdóttir
  • Gjaldkeri: Linda Sólrún Jóhannsdóttir
  • Ritari: Brandur Bryndísarson Karlsson
  • Meðstjórnandi: Guðmundur Haraldsson

Varamenn: Sigvaldi Búi Þórarinsson, Ólafur Bjarni Tómasson, Elísabet Magnúsdóttir, Pála Kristín Bergsveinsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir.

Launaðir starfsmenn:

  • Anna Kristín Sigvaldadóttir (skrifstofa og bókhald)
  • Trausti Jóhannesson (umsjón félagsheimilis)

Félagsmenn:

Félagsmenn voru 1032 þann 1. janúar 2025.

  • 5 hættu í félaginu á árinu 2024.
  • 6 voru teknir út vegna skuldar í 4 ár.
  • 15 félagar létust á árinu.

Niðurlag:

Stjórnin þakkað  öllum sem hafa lagt sitt af mörkum til starfsins. Félagið horfir bjartsýnum augum til framtíðar og metur mikils það traust og þann stuðning sem það hefur notið.

Fyrir hönd stjórnar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu:

Logi Þröstur Linnet, formaður 2025

Lagt til að spurningar varðandi þennan lið verði teknar með endurskoðuðum reikningum.

Samþykkt

  • Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.

Benedikt Jónsson kynntir ársreikning félagsins

Benedikt greindi  frá því að reikningurinn í ár sé betri en reikningurinn fyrir árið 2023. Anna Kristín Sigvaldadóttir starfsmaður félagsins ætti mikið hrós fyrir

Elín Guðjónsdóttir spurði  hvernig framkvæmdir á þaki og lofti verði fjármagnaðar?

Anna Kristín svarar að félagið eigi pening fyrir þeim framkvæmdum.

Reikningur samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

  • Ákvörðun um félagsgjald.

Félagsgjaldi var 3100 krónur 2024 en stjórn lagði til að hækka það um 100 krónur og fer þá í 3200 krónur.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

  • Lagabreytingar.

Engar lagabreytingar.

  • Kosning í stjórn og varastjórn.

Ólafur Bjarni Tómasson gefur kost á sér sem meðstjórnandi

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Brandur Bryndísarson Karlsson gaf kost á sér sem ritari.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Bergur Þorri Benjamínsson bauð  sig fram sem varaformaður

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Varamenn.

Kristinn Guðjónsson

Súsanna Finnbogadóttir

Kristinn Guðjónsson og Súsanna Finnbogadóttir gáfu gef kost á sér í varastjórn félagsins.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Stjórn og varastjórn voru skipuð eftirfarandi félögum eftir aðalfundinn.

Formaður: Logi Þröstur Linnet

Varaformaður: Bergur Þorri Benjamínsson

Gjaldkeri: Linda Sólrún Jóhannsdóttir

Ritari: Brandur Bryndísarson Karlsson

Meðstjórnandi: Ólafur Bjarni Tómasson

Varastjórn:

Guðrún Elísabet Bentsdóttir

Kristinn Guðjónsson

Súsanna Finnbogadóttir

Sigvaldi Búi Þórarinsson

Elísabet Karen Magnúsdóttir

Kjósa þrjá skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs.

Benedikt Jónsson endurskoðandi

Kristín R. Magnúsdóttir

Grétar Pétur Geirsson

Varamaður: Viðar Jóhannsson

Samþykkt samhljóða

  1. Kosning kjörnefndar.

Stjórn var falið að finna þrjá fulltrúa í kjörnefnd

Samþykkt samhljóða

  1. Önnur mál.

Fundargerð var lesin og borin upp til samþykktar.

Fundargerð samþykkt

Fundi slitið. kl. 20:02

Félagsfundur 12. febrúar 2025

Fundargerð félagsfundar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Haldinn í félagsheimili félagsins Hátúni 12, inngangur 7

miðvikudaginn 12. febrúar 2025 klukkan 19:30.

  1. Fundur settur.

Formaður Logi Þröstur Linnet setti fundinn klukkan 19:30 og bauð fólk velkomið.

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður Logi Þröstur Linnet stakk upp á Sævari Guðjónssyni sem fundarstjóra og Birgittu Rós Nikulásdóttir í embætti fundarritara.

Samþykkt samhljóða

Sævar greindi frá lögmæti fundarins. Fundurinn var löglegur samkvæmt fimmtu grein laga félagsins.

  •  Inntaka nýrra félaga.

Þórður Ólafsson

Davíð Sigurður Sigurðsson

Róbert R. Ólafsson

Ólafur Ásgrímsson

Helgi Hrafn Pálsson

Styrmir Hallsson

Karen Linda Einarsdóttir

Hlín Íris Arnþórsdóttir

Súsanna Finnbogadóttir

Þau voru samþykkt sem nýir félagar í félaginu.

  • Minnst látinna félaga.

Brynhildur Fjölnisdóttir

Sigurjón Ingvarsson

Marteinn Jónsson

Jens Einar Þorsteinsson

Ásta María Eggertsdóttir

Hugrún Stefnisdóttir

Ólafur Ólafsson

Sigríður Jakobsdóttir

Sigurður Gunnar Þorsteinsson

Steinn Sævar Guðmundsson

Þóra Erlendsdóttir

Örn Bjarnason

Þeirra var minnst með andartaks þögn.

  • Kynning á tillögu að deiliskipulagi Hátúnslóðanna 10, 12, 14.

Sigríður Agnes Sigurðardóttir (Sirrý) framkvæmdstjóri Sjálfsbjargar landsambands hreyfihamlaðra kynnti nýtt deiliskipulag fyrir fundarmönnum.

Spurt um tímaramma framkvæmda.

Sirrý svaraði því að Brynja leigufélag vilji byrja framkvæmdir um leið og leyfi fæst til.

Anna Kristín Sigvaldadóttir spurði hvort að Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu hefði ekki þurft að vera með í þessu samtali.

Sirrý sagði að það hafi ekki þurft þar sem landssambandi eigi meirihlutann af lóðunum og það sé móðurfélag Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

Guðrún Elísabet Bentsdóttir spurði hvort að fatlaðir hafi forkaupsrétt af íbúðum á þessu svæði.

Sirrý segir að allar íbúðir sem Brynja eigi séu með forgang fyrir fatlaða eða öryrkja. Engar kvaðir hafa verið settar á aðra byggingaraðila á svæðinu.

Lagt til bóka að það verði lögð áhersla á að fatlaðir hafi forgang að leiguhúsnæði eða forkaupsrétt af eignum á þessu svæði.

Sirrý sagði  að Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu þyrfti að ákveða hvort þau vilji fá aðra eign á svæðinu sem henti betur eða halda í núverandi húsnæði.

Sævar Guðjónsson spurði hvort að uppkaup á eignarhlut Mæðrastyrksnefndar í nýbyggingu við austur enda Hátúns 12 sé hafið Sirrý sagði það ekki hafið en til þess að eiga fyrir þeim kaupum þyrftu landssamtökin að byrja á því að selja eignir [byggingarétt].

Spurt var hvort það sé inni á planinu að Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu fái húsnæði á þessu svæði. Sirrý svaraði að það væri ekki hluti af þessu plani en það þurfi að skoða komi til þess að Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu ákveði að selja.

Kristín R. Magnúsdóttir spurði hvað verði um sundlaugina. Sirrý sagði að landssamtökin vilji halda í sundlaugina.

Spurt var um hvort það verði breytingar tengt íþróttafélaginu. Sirrý svaraði að íþróttafélagið eigi það lítið byggingarland að það eru litlar breytingar þar. Íþróttafélagið getur bætt við hæðir ofan á sitt hús en annað ekki.

Kristín spurði  varðandi reglugerð um að það séu 90 cm dyr í nýbyggingum sé haldið til haga í nýbyggingum.

Sirrý þekkir ekki til þess beint en sagði að það yrði passað upp á aðgengi á þessu byggingarlandi.

Spurningar varðandi bílastæðin. Sirrý greindi frá því það séu ekki bílastæði við öll húsin en bílastæðahús yrðu á svæðinu.

  • Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra haldinn 25 og 26.apríl 2025.

Kjósa átti 12 fulltrúa.

Hanna Margrét Kristleifsdóttir

Grétar Pétur Geirsson

Logi Þröstur Linnet

Ólafur Bjarni Tómasson

Linda Sólrún Jóhannsdóttir

Guðrún Elísabet Bentsdóttir

Hannes Sigurðsson

Rúna Baldvinsdóttir

Sóley Björk Axelsdóttir

Elísabet Magnúsdóttir

Áðurtaldir samþykktir til að sitja landsfund fyrir félagið.

Stjórn var falið að finna að minnsta kosti tvo fulltrúa og varamenn fyrir landsfundinn.

Samþykkt samhljóða

  • Önnur mál.

Kristin greindi frá því að hún gæfi ekki kost á sér til setu á landsfundi vegna þess að ekki hafi verið tekið tillit til þeirra sem heyri illa á fundunum til þessa. Þetta sé aðgengismál en engin breyting hafi orðið á og treysti hún sér því ekki til að mæta.

Fundargerð lesin upp til samþykktar

Fundargerð var samþykkt samhljóða.

Fundi slitið klukkan20:13.

Fundargerðar aðalfundur 26. mars 2024

Fundur settur klukkan 19:33

Formaður Grétar Pétur Geirsson setti fundinn og bauð fólk velkomið.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður, Grétar Pétur Geirsson stakk upp á Sævari Guðjónssyni sem fundarstjóra og Birgittu Rós Nikulásdóttir í embætti fundarritara.

Samþykkt samhljóða

Sævar greindi frá lögmæti fundarins. 

Samkvæmt 8.gr á aðalfundur að fara fram í mars. Fundarboð á að fara út fimm vikum fyrir fund. Fundarboð var sent út þann 3.1.2024. Fundaboðið barst í pósti 9.1.2024.

Inntaka nýrra félaga.

Þórdís Bjarnleifsdóttir

Þuríður Harpa Sigurðardóttir

Elísabet Karen Magnúsdóttir

Samþykkt samhljóða

Minnst látinna félaga.

Kristján Ásgeir Möller

Andartaks þögn

Kveðja frá formanni

Ágætu félagar. Nú er komið að því tíma að  ég er að ljúka mínum störfum sem formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég lít til baka sem að telja yfir 20 ár frá því ég kom fyrst til starfa fyrir félagið. Þá má segja að margt hafi breyst á þessu tíma margt gott og annað ekki. Ætla að minnast á nokkur atriði sem standa upp úr. Breyting á lögum um grunnlífeyri sem gerðar voru fyrir 25 árum síðan. Á þeim tíma var starfræktur hjá Sjálfsbjörg hópur sem bar nafnið átakshópur öryrkja. Átakshópur öryrkja var mjög virkur á þessum tíma og var hópurinn í kringum 20 manns. Þarna voru menn eins og Garðar Sverrisson, Arnór Pétursson heitinn og fleira gott fólk. Þessi tvöföldun á grunnlífeyri var vegna vinnu Átakshópsins og tillagan kom þaðan. Á þessum tíma var Jón Kristjánsson ráðherra og á hann mikinn þátt í því að þessi breyting náði fram að ganga. Á fyrstu árum  krika var aðstaðan lítið hús sem er um 20 fm  sem var notaður sem veiðikofi við Langá  við fengum hann gefins. Hann þjónaði sínum tilgangi ágætlega en fljótlega var hann orðinn allt of lítill. En þegar Kópavogsbær kaupir landið af Þorsteini á Vatnsenda á sínum tíma og byrjar að byggja íbúðir þar þá  rak ég augun í auglýsingu frá Kópavogsbæ  þar sem bærinn var að auglýsa sumarbústað gefins gegn því viðkomandi þurfti að sjá um kostnaðinn við að flytja hann af svæðinu. Ég hafði strax samband við Hannes Sigurðsson sem var þá varaformaður  með þá hugmynd að fara á fund og eiga samtal við bæjarstjórann í Kópavogi, um bústaðinn. Bæjarstjórinn tók vel í erindi okkar og úr varð að við fengum bústaðinn og var hann fluttur af Kópavogsbæ inn á okkar lóð okkur að kostnaðarlausu Kópavogsbær hefur alltaf sýnt okkur mikla velvild alveg frá fyrstu tíð. Það er búið að leggja til margar milljónir í að gera aðstöðuna sem besta í Krika og má segja að það hafi tekist mjög vel til það sýnir aðsóknin undanfarin ár. Félagið réðst í að gera mynd um félagið sem að Páll sá um að gera. Að mínu mati tókst mjög vel til og var hún sýnd á RÚV og endursýnd að minnsta kosti tvisvar. Það komu margir sjálfsbjargarfélagar fram í myndinni bæði eldri og yngri félagar. Sumir hafa talað um myndina sem heimildarmynd hún er það að sumu leit en rauði þráðurinn í myndinni eru baráttumál félagsins  sem eru tau sömu enn þá í dag og voru fyrir 60 árum sem eru aðgengismál . Það eru að sjálfsögðu hægt að tala um fjölmargt annað sem hefur gerst hjá félaginu. Að reka félag eins og Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu kostar töluverða peninga og það verður að halda vel á hverri krónu. Ég man mjög vel eftir því Þegar Þórir Karl var formaður og undirritaður varaformaður 2002 þá var félagið innsiglað vegna valgotinna skatta og lífeyrisskuldbindinga og 12 milljón króna lán sem var í vanskilum. Skuldirnar voru samtals vel á þriðja tug miljóna 2002. Það er alveg hægt að segja það hér að það kom til tals að sigla félaginu í strand, enda enginn peningur til. En það var ákveðið að fara og reyna að semja við þessa aðila sem var erfitt en tókst á endanum. Síðan þá hefur félagið verið mjög vel rekið og skila rekstrarafgangi mörg undanfarin ár. Það er ekki sjálfgefið að skila rekstrarafgangi á bak við góðan rekstur félagsins undanfarinn ár liggur mikil vinna sem að hefur meira og minna hvílt á Önnu Kristínu Sigvaldadóttur okkar frábæra starfsmanni sem hefur staðið sig hreint út sagt stórkostlega.  Ég vil nota tækifærið og þakka henni fyrir samstarfið sem að mínu mati hefur gengið mjög vel. Einnig þakka ég Trausta fyrir samstarfið sem hefur verið gott. Að loku vill ég þakka öllu því góða fólki sem hefur starfað með einum eða öðrum hætti fyrir félagið allt í sjálfboðavinnu, án þeirra væri ekki hægt að reka þetta öfluga félagsstarf. Ég óska félaginu góðs gengis í framtíðinni

Grétar Pétur Geirsson

Skýrsla stjórnar: 

Það var á stefnuskrá stjórnarinnar að virkja félagsmenn til starfa fyrir félagið og sú stefna mun vera áfram á komandi starfsári.

Framgangur verkefna á starfsárinu var svohljóðandi:

Stjórnarfundir voru einu sinni í mánuði yfir vetramánuði.

13. júní var opið hús þar sem The healing hands centar kom og kynnti sig. ( Brandur Bryndísarson Karlsson)

27 júní fóru Grétar Pétur  Geirsson og Sævar Guðjónsson á samráðsfund vegum Félagsmálaráðuneytis um málefni fatlaðs fólks.

Grétar Pétur Geirsson fór á málþing á vegum Félags – og vinnumarkaðsráðuneyti um stöðu tekjuminni hópa á húsnæðismarkaði. Sem hét því skemmtilega nafni “ Tjaldað til einnar nætur„.


Grétar Pétur Geirsson og Linda Sólrún Jóhannsdóttir fóru á samráðsfund með Sjónstöð Blindrafélagsins, Reykjalundi og Grenás sem haldinn var í Hamarhlíð 17.

Grétar Pétur Geirsson “ Ertu ekki að fara að vinna„ Málþing ÖBÍ um verðleikasamfélag.

Eins og undanfarin ár þá hafa félagsmenn setið í málefnahópum, nefndum og stjórnum hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ). Þá voru eftirtaldir félagsmenn meðal starfsfólks ÖBÍ á starfsárinu Þorbera Fjölnisdóttir, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir og Alma Ýr Ingólfsdóttir. Þá var Alma Ýr kosinn formaður ÖBÍ á aðalfundi bandalagsins dagana 06.10.2023 og 07.10.2023. Á aðalfundinum var Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra og félagsmaður í félaginu kosin í stjórn bandalagsins.

Mikið var leitað til skrifstofu félagsins til að fá hjálp við fjármál og sýnir það að okkar hópur hefur það mjög slæmt og eiga margir mjög erfitt með að ná endum saman. Svo er töluverður fjöldi sem kemur og fær aðstoð við skattframtalsgerð.

Starfsemi á skrifstofu og rekstur á félagsheimilinu hefur gengið vel eins og undanfarin ár og er Önnu Kristínu Sigvaldadóttir og Trausta Jóhannessyni þökkuð góð störf fyrir félagið.

Flest í okkar félagi byggir á öflugu starfi sjálfboðaliða og viljum við þakka þeim fyrir óeigingjarnt starf þeirra.

Félagið hélt haustfagnað 30. september 2023. í samvinnu við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) og var hann vel sóttur.

Á starfsárinu eins og undanfarin ár voru eftirtaldir viðburðir fastir liðir í félagslífi félagsins.

Bingó

Bingó var annan hvern miðvikudag frá september 2023 til mars 2024. Það er gaman að segja frá því að þátttaka í bingó hefur stóraukist. Það voru þær Sigrún Pétursdóttir og Björk Sigurðardóttir sem héldu utan um bingóið.

Samvera og súpa

Samvera og súpa var á þriðjudögum í allan vetur. Samvera og súpa var vel sótt eftir að hún byrjaði aftur í byrjun september 2023. Það voru Ólína Ólafsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir sem framreiddu súpuna og meðlæti.

Krikaskýrsla

Kriki “ Paradísin okkar „ var opin alla dag nema mánudaga og laugardaga dag frá maí 2023 til ágúst 2023 og svo miðvikudaga ,fimmtudaga , föstudaga og sunnudaga út september 2023.

Kriki á dýrmæta sjálfboðaliða sem halda honum opnum og hugsa vel um “paradísina okkar„ þeirra framlag er ómetanlegt og vill stjórnin þakka þeim fyrir þeirra vinnu.

Flest í okkar félagi byggir á öflugu starfi sjálfboðaliða og því viljum við þakka eftirtöldum einstaklingum sérstaklega fyrir störf sín fyrir félagið:
Ása Hildur Guðjónsdóttir, Björk Sigurðardóttir, Guðrún Elísabet Bentsdóttir, Ólína Ólafsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Sævar Guðjónsson ,Ólafur Bjarni Tómasson og Birgitta Rós Nikulásdóttir.

Í stjórn og varastjórn sátu á starfsárinu:

Formaður:                   Grétar Pétur Geirsson

Varaformaður:                       Björk Sigurðarsdóttir

Gjaldkeri:                    Linda Sólrún Jóhannsdóttir

Ritari:                          Brandur Bryndísarson Karlsson

Meðstjórnandi:           Guðmundur Haraldsson


Varamenn: Sigvaldi Búi Þórarinsson, Ólafur Bjarni Tómasson, Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir,

Pála Kristín Bergsveinsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir.
 

Launaðir starfsmenn félagsins á tímabilinu voru tveir
Anna Kristín Sigvaldadóttir skrifstofa og bókhald.
Trausti Jóhannesson umsjón félagsheimilis.

Félagsmenn voru 1047 þann 1. janúar 2024.
7 hættu félaginu (sögðu sig úr félaginu) árið 2023.

58 voru teknir út vegna skuldar í 4 ár.

17 félagar létust á árinu

Fyrir hönd stjórnar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

__________________________________________________
Grétar Pétur Geirsson formaður 2018-2024

Fundastjóri lagði til að farið yrði sameiginlega yfir skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.

Benedikt Þór Jónsson fór yfir ársreikninginn fyrir árið 2023.

Rekstur félagsins til fyrirmyndar. Hagnaður var 1,926,842 krónur. Starfsmenn og stjórn eiga hrós skilið fyrir rekstur félagsins. Reksturinn tekur viðsnúning þegar Anna Kristín Sigvaldadóttir fór í sitt núverandi starf um mitt árið 2014.

Styrkur frá ráðuneyti voru nánast engir árið 2023 en það komu aðrar tekjur inn sem bættu upp fyrir það.

Stjórn samþykkti ársreikning með undirritun sinni.

Reikningar samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.

Stjórn samþykkir ársreikning með undirritun sinni.

Ákvörðun um félagsgjald.

Tillaga um óbreytt félagsgjald að upphæð 3100 krónur.

Samþykkt samhljóða

Lagabreytingar

6. grein.

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Reikningsleg endurskoðun skal framkvæmd af löggiltum endurskoðanda. Samþykkt ársreiknings fer fram á aðalfundi.

Endurskoðaðir ársreikningar skulu lagðir fyrir stjórn sem leggur þá fyrir aðalfund til fullnaðarafgreiðslu. Undirritaðir reikningar skulu liggja fyrir eigi síðar en sex mánuðum eftir lok reikningsárs. Reikningar skulu liggja frammi á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.

Rökstuðningur:

Texta bætt við sjöttu grein laga breytt eftir ábendingu frá Skattinum vegna þess að Sjálfsbjörg félag hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu er félag til almannaheilla.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

7. grein.

b) Þá skal á hverjum aðalfundi kjósa endurskoðunarfyrirtæki/endurskoðenda og tvo þrjá skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs.

Rökstuðningur:

B liður sjöundu greinar laga breytt eftir ábendingu frá Skattinum vegna þess að Sjálfsbjörg félag hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu er félag til almannaheilla.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Lögin samþykkt í heild sinni.

Kosning í stjórn og varastjórn.

Aðalstjórn:

Til formann: Logi Þröstur Linnet

Til gjaldkera: Linda Sólrún Jóhannsdóttir

Varamenn:

Ólafur Bjarni Tómasson

Sigvaldi Búi Þórarinsson

Elísabet Karen Magnúsdóttir

Stjórn og varastjórn eru skipuð eftirfarandi félögum eftir aðalfundinn.

Formaður: Logi Þröstur Linnet

Varaformaður: Björk Sigurðardóttir

Gjaldkeri: Linda Sólrún Jóhannsdóttir

Ritari: Brandur Bryndísarson Karlsson

Meðstjórnandi: Guðmundur Haraldsson

Varastjórn:

Guðrún Elísabet Bentsdóttir

Ólafur Bjarni Tómasson

Pála Kristín Bergsveinsdóttir

Sigvaldi Búi Þórarinsson

Elísabet Karen Magnúsdóttir

Kosning á endurskoðunarfyrirtæki / endurskoðenda til eins ár. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Benedikt Jónsson endurskoðandi var kosin til eins árs.

Kristín R Magnúsdóttir gaf kost á sér

Grétar Pétur Geirsson gaf kost á sér

Viðar Jóhannsson verður varaskoðunarmaður reikninga

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Réttkjörnar sem skoðunarmenn reikninga næsta árið.

Kosning kjörnefnda

Kjósa þarf 3 aðila í kjörnefnd og einn til vara.

Engin framboð og málinu vísað til  stjórnar.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Önnur mál.

Fundargerð lesin og borin upp til samþykktar.

Fundi slitið kl. 20:23 af nýjum formanni félagsins Loga Þröst Linnet.