Fundargerðar aðalfundur 26. mars 2024

Fundur settur klukkan 19:33

Formaður Grétar Pétur Geirsson setti fundinn og bauð fólk velkomið.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður, Grétar Pétur Geirsson stakk upp á Sævari Guðjónssyni sem fundarstjóra og Birgittu Rós Nikulásdóttir í embætti fundarritara.

Samþykkt samhljóða

Sævar greindi frá lögmæti fundarins. 

Samkvæmt 8.gr á aðalfundur að fara fram í mars. Fundarboð á að fara út fimm vikum fyrir fund. Fundarboð var sent út þann 3.1.2024. Fundaboðið barst í pósti 9.1.2024.

Inntaka nýrra félaga.

Þórdís Bjarnleifsdóttir

Þuríður Harpa Sigurðardóttir

Elísabet Karen Magnúsdóttir

Samþykkt samhljóða

Minnst látinna félaga.

Kristján Ásgeir Möller

Andartaks þögn

Kveðja frá formanni

Ágætu félagar. Nú er komið að því tíma að  ég er að ljúka mínum störfum sem formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég lít til baka sem að telja yfir 20 ár frá því ég kom fyrst til starfa fyrir félagið. Þá má segja að margt hafi breyst á þessu tíma margt gott og annað ekki. Ætla að minnast á nokkur atriði sem standa upp úr. Breyting á lögum um grunnlífeyri sem gerðar voru fyrir 25 árum síðan. Á þeim tíma var starfræktur hjá Sjálfsbjörg hópur sem bar nafnið átakshópur öryrkja. Átakshópur öryrkja var mjög virkur á þessum tíma og var hópurinn í kringum 20 manns. Þarna voru menn eins og Garðar Sverrisson, Arnór Pétursson heitinn og fleira gott fólk. Þessi tvöföldun á grunnlífeyri var vegna vinnu Átakshópsins og tillagan kom þaðan. Á þessum tíma var Jón Kristjánsson ráðherra og á hann mikinn þátt í því að þessi breyting náði fram að ganga. Á fyrstu árum  krika var aðstaðan lítið hús sem er um 20 fm  sem var notaður sem veiðikofi við Langá  við fengum hann gefins. Hann þjónaði sínum tilgangi ágætlega en fljótlega var hann orðinn allt of lítill. En þegar Kópavogsbær kaupir landið af Þorsteini á Vatnsenda á sínum tíma og byrjar að byggja íbúðir þar þá  rak ég augun í auglýsingu frá Kópavogsbæ  þar sem bærinn var að auglýsa sumarbústað gefins gegn því viðkomandi þurfti að sjá um kostnaðinn við að flytja hann af svæðinu. Ég hafði strax samband við Hannes Sigurðsson sem var þá varaformaður  með þá hugmynd að fara á fund og eiga samtal við bæjarstjórann í Kópavogi, um bústaðinn. Bæjarstjórinn tók vel í erindi okkar og úr varð að við fengum bústaðinn og var hann fluttur af Kópavogsbæ inn á okkar lóð okkur að kostnaðarlausu Kópavogsbær hefur alltaf sýnt okkur mikla velvild alveg frá fyrstu tíð. Það er búið að leggja til margar milljónir í að gera aðstöðuna sem besta í Krika og má segja að það hafi tekist mjög vel til það sýnir aðsóknin undanfarin ár. Félagið réðst í að gera mynd um félagið sem að Páll sá um að gera. Að mínu mati tókst mjög vel til og var hún sýnd á RÚV og endursýnd að minnsta kosti tvisvar. Það komu margir sjálfsbjargarfélagar fram í myndinni bæði eldri og yngri félagar. Sumir hafa talað um myndina sem heimildarmynd hún er það að sumu leit en rauði þráðurinn í myndinni eru baráttumál félagsins  sem eru tau sömu enn þá í dag og voru fyrir 60 árum sem eru aðgengismál . Það eru að sjálfsögðu hægt að tala um fjölmargt annað sem hefur gerst hjá félaginu. Að reka félag eins og Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu kostar töluverða peninga og það verður að halda vel á hverri krónu. Ég man mjög vel eftir því Þegar Þórir Karl var formaður og undirritaður varaformaður 2002 þá var félagið innsiglað vegna valgotinna skatta og lífeyrisskuldbindinga og 12 milljón króna lán sem var í vanskilum. Skuldirnar voru samtals vel á þriðja tug miljóna 2002. Það er alveg hægt að segja það hér að það kom til tals að sigla félaginu í strand, enda enginn peningur til. En það var ákveðið að fara og reyna að semja við þessa aðila sem var erfitt en tókst á endanum. Síðan þá hefur félagið verið mjög vel rekið og skila rekstrarafgangi mörg undanfarin ár. Það er ekki sjálfgefið að skila rekstrarafgangi á bak við góðan rekstur félagsins undanfarinn ár liggur mikil vinna sem að hefur meira og minna hvílt á Önnu Kristínu Sigvaldadóttur okkar frábæra starfsmanni sem hefur staðið sig hreint út sagt stórkostlega.  Ég vil nota tækifærið og þakka henni fyrir samstarfið sem að mínu mati hefur gengið mjög vel. Einnig þakka ég Trausta fyrir samstarfið sem hefur verið gott. Að loku vill ég þakka öllu því góða fólki sem hefur starfað með einum eða öðrum hætti fyrir félagið allt í sjálfboðavinnu, án þeirra væri ekki hægt að reka þetta öfluga félagsstarf. Ég óska félaginu góðs gengis í framtíðinni

Grétar Pétur Geirsson

Skýrsla stjórnar: 

Það var á stefnuskrá stjórnarinnar að virkja félagsmenn til starfa fyrir félagið og sú stefna mun vera áfram á komandi starfsári.

Framgangur verkefna á starfsárinu var svohljóðandi:

Stjórnarfundir voru einu sinni í mánuði yfir vetramánuði.

13. júní var opið hús þar sem The healing hands centar kom og kynnti sig. ( Brandur Bryndísarson Karlsson)

27 júní fóru Grétar Pétur  Geirsson og Sævar Guðjónsson á samráðsfund vegum Félagsmálaráðuneytis um málefni fatlaðs fólks.

Grétar Pétur Geirsson fór á málþing á vegum Félags – og vinnumarkaðsráðuneyti um stöðu tekjuminni hópa á húsnæðismarkaði. Sem hét því skemmtilega nafni “ Tjaldað til einnar nætur„.


Grétar Pétur Geirsson og Linda Sólrún Jóhannsdóttir fóru á samráðsfund með Sjónstöð Blindrafélagsins, Reykjalundi og Grenás sem haldinn var í Hamarhlíð 17.

Grétar Pétur Geirsson “ Ertu ekki að fara að vinna„ Málþing ÖBÍ um verðleikasamfélag.

Eins og undanfarin ár þá hafa félagsmenn setið í málefnahópum, nefndum og stjórnum hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ). Þá voru eftirtaldir félagsmenn meðal starfsfólks ÖBÍ á starfsárinu Þorbera Fjölnisdóttir, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir og Alma Ýr Ingólfsdóttir. Þá var Alma Ýr kosinn formaður ÖBÍ á aðalfundi bandalagsins dagana 06.10.2023 og 07.10.2023. Á aðalfundinum var Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra og félagsmaður í félaginu kosin í stjórn bandalagsins.

Mikið var leitað til skrifstofu félagsins til að fá hjálp við fjármál og sýnir það að okkar hópur hefur það mjög slæmt og eiga margir mjög erfitt með að ná endum saman. Svo er töluverður fjöldi sem kemur og fær aðstoð við skattframtalsgerð.

Starfsemi á skrifstofu og rekstur á félagsheimilinu hefur gengið vel eins og undanfarin ár og er Önnu Kristínu Sigvaldadóttir og Trausta Jóhannessyni þökkuð góð störf fyrir félagið.

Flest í okkar félagi byggir á öflugu starfi sjálfboðaliða og viljum við þakka þeim fyrir óeigingjarnt starf þeirra.

Félagið hélt haustfagnað 30. september 2023. í samvinnu við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) og var hann vel sóttur.

Á starfsárinu eins og undanfarin ár voru eftirtaldir viðburðir fastir liðir í félagslífi félagsins.

Bingó

Bingó var annan hvern miðvikudag frá september 2023 til mars 2024. Það er gaman að segja frá því að þátttaka í bingó hefur stóraukist. Það voru þær Sigrún Pétursdóttir og Björk Sigurðardóttir sem héldu utan um bingóið.

Samvera og súpa

Samvera og súpa var á þriðjudögum í allan vetur. Samvera og súpa var vel sótt eftir að hún byrjaði aftur í byrjun september 2023. Það voru Ólína Ólafsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir sem framreiddu súpuna og meðlæti.

Krikaskýrsla

Kriki “ Paradísin okkar „ var opin alla dag nema mánudaga og laugardaga dag frá maí 2023 til ágúst 2023 og svo miðvikudaga ,fimmtudaga , föstudaga og sunnudaga út september 2023.

Kriki á dýrmæta sjálfboðaliða sem halda honum opnum og hugsa vel um “paradísina okkar„ þeirra framlag er ómetanlegt og vill stjórnin þakka þeim fyrir þeirra vinnu.

Flest í okkar félagi byggir á öflugu starfi sjálfboðaliða og því viljum við þakka eftirtöldum einstaklingum sérstaklega fyrir störf sín fyrir félagið:
Ása Hildur Guðjónsdóttir, Björk Sigurðardóttir, Guðrún Elísabet Bentsdóttir, Ólína Ólafsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Sævar Guðjónsson ,Ólafur Bjarni Tómasson og Birgitta Rós Nikulásdóttir.

Í stjórn og varastjórn sátu á starfsárinu:

Formaður:                   Grétar Pétur Geirsson

Varaformaður:                       Björk Sigurðarsdóttir

Gjaldkeri:                    Linda Sólrún Jóhannsdóttir

Ritari:                          Brandur Bryndísarson Karlsson

Meðstjórnandi:           Guðmundur Haraldsson


Varamenn: Sigvaldi Búi Þórarinsson, Ólafur Bjarni Tómasson, Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir,

Pála Kristín Bergsveinsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir.
 

Launaðir starfsmenn félagsins á tímabilinu voru tveir
Anna Kristín Sigvaldadóttir skrifstofa og bókhald.
Trausti Jóhannesson umsjón félagsheimilis.

Félagsmenn voru 1047 þann 1. janúar 2024.
7 hættu félaginu (sögðu sig úr félaginu) árið 2023.

58 voru teknir út vegna skuldar í 4 ár.

17 félagar létust á árinu

Fyrir hönd stjórnar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

__________________________________________________
Grétar Pétur Geirsson formaður 2018-2024

Fundastjóri lagði til að farið yrði sameiginlega yfir skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.

Benedikt Þór Jónsson fór yfir ársreikninginn fyrir árið 2023.

Rekstur félagsins til fyrirmyndar. Hagnaður var 1,926,842 krónur. Starfsmenn og stjórn eiga hrós skilið fyrir rekstur félagsins. Reksturinn tekur viðsnúning þegar Anna Kristín Sigvaldadóttir fór í sitt núverandi starf um mitt árið 2014.

Styrkur frá ráðuneyti voru nánast engir árið 2023 en það komu aðrar tekjur inn sem bættu upp fyrir það.

Stjórn samþykkti ársreikning með undirritun sinni.

Reikningar samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.

Stjórn samþykkir ársreikning með undirritun sinni.

Ákvörðun um félagsgjald.

Tillaga um óbreytt félagsgjald að upphæð 3100 krónur.

Samþykkt samhljóða

Lagabreytingar

6. grein.

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Reikningsleg endurskoðun skal framkvæmd af löggiltum endurskoðanda. Samþykkt ársreiknings fer fram á aðalfundi.

Endurskoðaðir ársreikningar skulu lagðir fyrir stjórn sem leggur þá fyrir aðalfund til fullnaðarafgreiðslu. Undirritaðir reikningar skulu liggja fyrir eigi síðar en sex mánuðum eftir lok reikningsárs. Reikningar skulu liggja frammi á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.

Rökstuðningur:

Texta bætt við sjöttu grein laga breytt eftir ábendingu frá Skattinum vegna þess að Sjálfsbjörg félag hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu er félag til almannaheilla.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

7. grein.

b) Þá skal á hverjum aðalfundi kjósa endurskoðunarfyrirtæki/endurskoðenda og tvo þrjá skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs.

Rökstuðningur:

B liður sjöundu greinar laga breytt eftir ábendingu frá Skattinum vegna þess að Sjálfsbjörg félag hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu er félag til almannaheilla.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Lögin samþykkt í heild sinni.

Kosning í stjórn og varastjórn.

Aðalstjórn:

Til formann: Logi Þröstur Linnet

Til gjaldkera: Linda Sólrún Jóhannsdóttir

Varamenn:

Ólafur Bjarni Tómasson

Sigvaldi Búi Þórarinsson

Elísabet Karen Magnúsdóttir

Stjórn og varastjórn eru skipuð eftirfarandi félögum eftir aðalfundinn.

Formaður: Logi Þröstur Linnet

Varaformaður: Björk Sigurðardóttir

Gjaldkeri: Linda Sólrún Jóhannsdóttir

Ritari: Brandur Bryndísarson Karlsson

Meðstjórnandi: Guðmundur Haraldsson

Varastjórn:

Guðrún Elísabet Bentsdóttir

Ólafur Bjarni Tómasson

Pála Kristín Bergsveinsdóttir

Sigvaldi Búi Þórarinsson

Elísabet Karen Magnúsdóttir

Kosning á endurskoðunarfyrirtæki / endurskoðenda til eins ár. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Benedikt Jónsson endurskoðandi var kosin til eins árs.

Kristín R Magnúsdóttir gaf kost á sér

Grétar Pétur Geirsson gaf kost á sér

Viðar Jóhannsson verður varaskoðunarmaður reikninga

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Réttkjörnar sem skoðunarmenn reikninga næsta árið.

Kosning kjörnefnda

Kjósa þarf 3 aðila í kjörnefnd og einn til vara.

Engin framboð og málinu vísað til  stjórnar.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Önnur mál.

Fundargerð lesin og borin upp til samþykktar.

Fundi slitið kl. 20:23 af nýjum formanni félagsins Loga Þröst Linnet.