Fundargerð aðalfundar 10. mars 2021

 1. Fundur settur klukkan 19:34.

Grétar Pétur Geirsson formaður setur fundinn

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður, Grétar Pétur Geirsson býður sig sjálfur fram í embætti fundarstjóra til þess að minnka umgang auk þess kynnir hann Birgittu Rós Nikulásdóttir í embætti fundaritara.

Samþykkt án athugasemda

 1. Inntaka nýrra félaga.

Grétar greinir frá því að í félagið hafi gengið 611 nýir félagar og eru félagsmenn því orðnir tæplega 1200. Listinn yfir nýja félagsmenn mun liggja frammi ef eitthver hefur áhuga á að skoða hann.

Engar athugasemdir og því samþykkt, fundarstjóri biður nýja félagsmenn velkomna.

 1. Minnst látinna félaga.

Benedikt Geir Eggertsson

Friðgeir E. Kristjánsson

Guðbjörg Ósk Harðardóttir

Anna Guðrún Sigurðardóttir

Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson

 1. Skýrsla stjórnar á störfum félagsins á síðastliðnu starfsári

og kynning á starfstilhögun komandi starfsárs.

Í stjórn og varastjórn sátu á starfsárinu:

Formaður:                   Grétar Pétur Geirsson

Varaformaður:            Hannes Sigurðsson

Gjaldkeri:                    Arndís Baldursdóttir

Ritari:                          Kristín Friðrika Svavarsdóttir

Meðstjórnandi:            Guðmundur Haraldsson


Varamenn:, Sigvaldi Búi Þórarinsson , Ólafur Bjarni Tómasson, Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir,

Hanna Margrét Kristleifsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir

Launaðir starfsmenn félagsins á tímabilinu voru tveir
Anna Kristín Sigvaldadóttir skrifstofa og bókhald.
Trausti Jóhannesson umsjón félagsheimilis.

Félagsmenn voru 1152 þann 1. janúar 2021.
58 hættu í félaginu (ógreidd félagsgjöld í þrjú ár eða sögðu sig úr félaginu) árið 2020.

Skýrsla stjórnar:

Grétar Pétur fer yfir skýrslu stjórnar

Árið 2020 var ár sem lítil sem engin félagstarfsemi var vegna heimsfaralds Covid – 19. Þar sem sóttvarnir voru miklar og flest okkar fólks með undirliggjandi sjúkdóma var öllu félagstarfi frestað frá byrjun mars 2020.

Í stað var farið í viðhald á félagheimili það málað og skipt um skápa í sal.

Framgangur verkefnanna á starfsárinu var svohljóðandi:

Lokið var við gerð heimildarmyndar og hefur hún verið afhent RÚV sem mun sína hana.

Það var á stefnuskrá stjórnarinnar að virkja félagsmenn til starfa fyrir félagið og sú stefna mun vera áfram á komandi starfsári.

Stjórn félagsins fór í átaka að afla nýrra félaga og gekk það mjög vel, það komu 611 nýir félagar.

Starfsemi á skrifstofu og rekstur á félagsheimilinu hefur gengið vel eins og undanfarin ár. Starfsmenn félagsins eru Anna Kristín Sigvaldadóttir og Trausti Jóhannesson eiga þakkir skyldar fyrir góð störf fyrir félagið.

Bingó

Bingó var tvö kvöld í mánuði  til byrjun mars 2020 þegar við þurftum að hætt með félagstarf vegna Covid- 19. Og voru þær Sigrún Pétursdóttir og Björk Sigurðardóttir sem héldu utan um Bingó.

Samvera og súpa

Samvera og súpa var á þriðjudögum til byrjun mars og sáu Ólína Ólafsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir um hana.

Krikaskýrsla

Kriki “ Paradísin okkar „ var opin með breyttu sniði í sumar. Var opið tvo daga í viku og máttu bara vera 15 manns í einu. Það er von okkar að sumarið 2021 verið hægt að hafa venjulega opnun og engar takmarkannir. En það á eftir að koma í ljós. Kriki á dýrmæta sjálfboðaliða sem halda opnum og hugsa vel um “ paradísin okkar „ þeirra framlag er ómetanlegt og vill stjórnin þakka þeim fyrir þeirra vinnu.

Flest í okkar félagi byggir á öflugu starfi sjálfboðaliða og því viljum við þakka eftirtöldum einstaklingum sérstaklega fyrir störf sín fyrir félagið:
Ása Hildur Guðjónsdóttir, Björk Sigurðardóttir, Guðrún Elísabet Bentsdóttir, Hannes Sigurðsson, Kristín Magnúsdóttir, Ólína Ólafsdóttir, Priscela Ycot Sigurðsson og Sigrún Pétursdóttir. Að öðrum ólöstuðum hafa þau lagt heilmikið af mörkum þetta starfsárið.

Fyrir hönd stjórnar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu

__________________________________________________
Grétar Pétur Geirsson formaður 2018-2021

Athugasemdir varðandi skýrslu stjórnar frá Kristínu R Magnúsdóttir bingó var tvisvar í mánuði en ekki tvisvar í viku.

Einnig athugasemd varðandi varamenn í stjórn en er tilgreindur Guðmundur Haraldsson en það á að vera Sigvaldi Búi.

 1. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.

Benedikt Þór Jónsson fer yfir ársreikninginn fyrir árið 2020

Það hefur verið sérlega gaman seinustu tvö skipti að koma að kynna rekstrarniðurstöður. Þessi ársreikningur er að hann heldur langbesta afkoma félagsins frá upphafi fyrir utan eina sérstaka undantekningu þegar félaginu áskotnaðist arfur.

Stjórn samþykkir ársreikning með undirritun sinni

Sævar Guðjónsson varpar fram spurningu varðandi annar rekstrarkostnað númer níu ekkert greitt til landssambands árið 2019 útaf hverju?

Anna Kristín Sigvaldadóttir greinir frá því að það hafi ekki komið reikningur árið 2019 en auk þess þá lækkaði gjaldið sem var greitt.

Grétar greinir frá því að þetta gerist ekki að sjálfum sér og að það séu fleiri félög í landinu sem séu að berjast í bökkunum. Við séum með öfluga sjálfboðaliða en þar liggi mikill auður. Einnig sé aðeins til bara ein Anna Kristín Sigvaldadóttir og að hún sé ótrúlegur starfsmaður.

Grétar þakkar Benedikt fyrir að koma og greina frá þessu.

Bergur Þorri óskar félaginu til hamingju með glæsilegan ársreikning. Ómeðvitað ýmislegt sem varð til þess að gjaldið til landssambandsins var ekki innheimt árið 2019. Bergur er með eina fyrirspurn sem honum langar að koma á framfæri sem kemur fram undir aðrar tekjur sem er stæðasti fjármögnunarliðurinn. Þessar styrktarlínur koma inn á heimabankann hjá fólki sem kröfur en ekki sem valkröfur. Þegar þetta kemur inn þá muni fólk ekki eftir því að hafa samþykkt þessar kröfur og að þetta sé óheppilegt. Hann hafi rætt þetta við markaðsmenn telur að þetta ætti að breytast. Að mikilvægt sé að breyta þessu í valgreiðslur.

Anna Kristín greinir frá því að þetta sé eitthvað sem búið sé að skoða og við erum komin á það að skoða valgreiðslur.

Ása Hildur biður um orðið ein spurning varðandi það að hætta að taka fólk útaf skránni. Hvort að það sé ekki í lögum að eftir þrjú ár án greiðslu falli félagmenn af skrá.

Vert að athuga með lög áður en gengið sé frá þessu máli.

Engar frekari athugasemdir

Reikningar og skýrsla samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 1. Ákvörðun um félagsgjald.

Óbreytt félagsgjald 3000 kr.-

Samþykkt án athugasemda

 • Kosning í stjórn og varastjórn .

kjósa á um varaformann, ritar og 2 varamenn.

Aðalstjórn:

Hannes Sigurðsson var kosin varaformaður til tveggja ára.

Brandur Bjarnason Karlsson var kosin til ritara til tveggja ára

Guðmundur Haraldsson var kosin meðstjórnandi til tveggja ára.

Samþykkt án athugasemda

Varastjórn:

Guðrún Elísabet Bentsdóttir og Pála Kristín Bergsveinsdóttir voru kosin til tveggja ára.

Samþykkt án athugasemda

Stjórn og varastjórn eru skipuð eftirfarandi félögum eftir aðalfundinn.

Formaður: Grétar Pétur Geirsson

Varaformaður: Hannes Sigurðsson

Gjaldkeri: Arndís Baldursdóttir

Ritari: Brandur Bjarnason Karlsson

Meðstjórnandi: Guðmundur Haraldsson.

Varastjórn:

Guðrún Elísabet Bentsdóttir

Sigvaldi Búi Þórarinsson

Ólafur Bjarni Tómasson

Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir

Pála Kristín Bergsveinsdóttir

 1. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Kristín R Magnúsdóttir og Ólína Ólafsdóttir gefa áfram kost á sér.

            Samþykkt án athugasemda

 1. Kosning kjörnefnda

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir ( Didda) , Anna Sigríður Guðmundsdóttir gefa kosta á sér áfram. Linda Sólrún Jóhannsdóttir gefur kost á sér í kjörnefnd.

            Samþykkt án athugasemda

 1. Önnur mál.

Bergur Þorri tekur til máls og greinir frá því hvað sé að döfinni hjá Landssambandinu. Biðlar til fundagesta að horfast í augu við vandamálin sem tengjast því að halda uppi litlu félögunum. Litlu félögin séu að trappast niður þar sem að fólk fari út og það komi ekki nýir inn. Nauðsynlegt sé að eiga samtal um þetta.

Bergur greinir frá málaferli gegn Brynju hússjóði sem sé á döfinni og að vonandi verði vendingar í því máli þegar tekur að vora. Málið verði tekið fyrir á ný 4.maí næstkomandi.

 1. Fundargerð lesin og borin upp til samþykktar.
 2.  Fundi slitið

 Grétar Pétur slítur fundinum kl. 20: 48