Fundargerð aðalfundar 24. janúar 2018

Aðalfundur 2018 haldinn í félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12 miðvikudaginn 24. janúar 2018, klukkan 19:30.
Fundargerð

1. Formaður setur fund, Ásta Dís Guðjónsdóttir formaður setti fundinn kl 19.36
2. Fundarstjóri og fundarritari kynntir. Ásta kynnti Svövu Arnardóttur fundarstjóra og Örnu Björk Gunnarsdóttur fundarritara. Svava tók við fundinum og greindi frá því að þær Arna eru ekki félagsmenn í félaginu og hafa engra hagsmuna að gæta um niðurstöðu fundarins. Þær eru hér einungis til að sjá til þess að fundurinn fari fram samkvæmt lögum félagsins og almennum reglum um fundarsköp. Þá tilkynnti fundarstjóri um að eitt sæti í varastjórn væri laust og óskaði eftir að framboð í varastjórn yrðu sett skrifleg á borð fundarstjóra. Þá bar Svava upp erindi frá Jónu Marvinsdóttur um að lesa fyrir fundinn bréf hennar til fundarins. Ekki fékkst samþykki fundarins fyrir þessu erindi og bréfið því ekki lesið.
3. Kynning á fyrirkomulagi kosningar á landsfund lsh.
Anna Kristín Sigvaldadóttir kynnti fyrirkomulag kosninga fyrir landsfundinn.

4. Inntaka nýrra félaga
Formaður kynnti 23 nýja félagsmenn.

Haraldur Brynjar Sigurðsson
Guðlaugur Hilmarsson
Vilhelmína Ægisdóttir
Björgvin Sverri Loftsson
Guðrún Elísabet Bentsdóttir
Auður Jónsdóttir
Guðlaug Ívarsdóttir
Kristín Svavarsdóttir
Katrín Sól Högnadóttir
Einar Hrafn Björnsson
Árný Lára Hauksdóttir
Ásdís J Ástráðsdóttir
Steinar Björgvinsdóttir
Margrét Sigríður Guðmundsdóttir
Ólafur Ólafsson
Ragnheiður Gróa Hafsteinsdóttir
Sigrún Jóna Sigurðdóttir
Stefán Haukur Kjartansson
Þorsteinn Sturla Gunnarsson
Kolbrún D. Pálmadóttir
Guðjón Guðmundsson
Marteinn Huntingdon – Williams

Nýjum félögum var fagnað og samþykktir einróma með lófaklappi.

5. Minnst látinna félaga Formaður minntist 15 félagsmanna sem létust á árinu

Ólöf Ríkarðsdóttir
Emanúel Morthens
Ingibjörg Jóhannsdóttir
Jón Viðar Njálsson
Jónas Bjarnason
María Eyþórsdóttir
Pálína Guðlaugsdóttir
Sigmar Sigurðsson
Valgerður Hjörleifsdóttir
Þóra Sigurjónsdóttir
Þórður G. Sigurjónsson
Hulda Magnúsdóttir
Lára sæmundsdóttir elsti félagi látin 104 ára
Sigríður Stefánsdóttir
Grétar Róbert Haraldsson

Fjöldi félag 1.1.2018 eru 597

6. Skýrsla stjórnar á störfum félagsins á síðastliðnu starfsári og kynning á starfstilhögun komandi starfsárs. Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður, flutti skýrslu stjórnar og stiklaði yfir það helsta sem fram fór á starfsárinu. Skýrslunni var dreift til fundarmanna í upphafi fundar, sjá fylgiskjal 6.1. Fundarstjóri opnaði fyrir umræður engar athugasemdir eða umræður voru gerðar við skýrsluna.

7. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins Ársreikningar félagsins voru unnir hjá Bókhalds- og skattaþjónustunni í samráði við stjórn og var þeim dreift til fundarmanna í upphafi fundar, sjá fylgiskjal 7.1. Benedikt Þór Jónsson viðskiptafræðingur fór yfir ársreikninginn og svaraði fyrirspurnum. Niðurstaða rekstrar ársins var jákvæð sem nam kr. 812.990,- og eigið fé í árslok var jákvætt að upphæð kr. 68.268.561,-.Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.

8. Veiting Lárviðarsveigs félagsins. Ásta Dís Guðjónsdóttir kynnti handhafa Lárviðarsveigs félagsins Sigfús Brynjólfsson. Sigfús var því miður ekki viðstaddur en stjórn mun sjá til þess að hann fái heiðursmerkið við fyrsta tækifæri. Sigfús er sá þriðji í sögu félagsins sem fær þessa viðurkenningu.

9. Ákvörðun um félagsgjald. Stjórn Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu lagði til óbreytt félagsgjald, eða 2.600 kr. Kristin Svavarsdóttir lagði fram breytingatillögu sem hljóðaði uppá hækkun félagsgjalds í kr 3000 á ári. Hálfdán Jensen var stuðningsmaður tillögunnar. Breytingartillagan var samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða.

10. Kosning talingarmanna v/ kosningar. Linda Sólrún Jóhannsdóttir, Anna Kristín Sigvaldadóttir og Helgi Borgfjörð Kárason buðu sig fram sem talningamenn og hlutu þau kosningu með lófataki

11. Kosning í stjórn og varastjórn (samkvæmt 7. grein laga)

Formaður Ásta Þórdís Guðjónsdóttir (er búin með 6 ár í skv.i 7. gr. laga)
Varaformaður Grétar Pétur Geirsson (á eftir 1 ár skv. 7. gr. laga)
Gjaldkeri Hannes Sigurðsson (á að kjósa í samræmi við 7. gr. laga)
Ritari Sigvaldi Búi Þórarinsson (á eftir eitt ár skv. 7. gr. laga)
Meðstjórnandi: Ingi Bjarnar Guðmundsson (á eftir eitt ár skv. 7. gr. laga)

Kjósa á um formann, gjaldkera, og 3 varamenn
Þessi gefa kost á sér í aðalstjórn

Til formanns: Grétar Pétur Geirsson kosin til tveggja ára
Til varaformans: Hannes Sigurðsson kosin til eins árs
Til Gjaldkera: Arndís Baldursdóttir kosin til tveggja ára

Þessir gefa kost á sé í varstjórn

Sævar Guðjónsson kosin til tveggja ára
Guðmundur Haraldsson kosin til tveggja ára
Björk Sigurðardóttir kosin til tveggja ára

Stjórn var kosin samhljóða.

12. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara,( samkv. 7.grein laga)
Kristín R. Magnúsdóttir og Ólína Ólafsdóttir gefa áfram kost á sér. Jón Eiríksson gaf kost á sér sem varamaður.
Hlutu þau samhljóða kosningu.

13. Kaffi hlé

14. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfsbjargar lsh vorið 2018

Ásta Dís Guðjónsdóttir
Grétar Pétur Geirsson
Hannes Sigurðsson
Kristín Svavarsdóttir
Bergur Þorri Benjamínsson
Kristín Jónsdóttir
Jón Eiríksson
Frímann Sigurnýarsson
Sævar Guðjónsson
Ólína Ólafsdóttir
Elísabet Bjarnason
Ingi Bjarnar Guðmundsson
Ása Hildur Guðjónsdóttir
Guðmundur Ingi Kristinsson
Þorbera Fjölnisdóttir.

Varamenn voru kosnir samhljóða.

Arndís Baldursdóttir
Guðbjörg Halla Björnsdóttir

15. Önnur mál

a) Guðríður ÓlafsÓlafíudóttir sagði fundarmönnum frá Hala leikhópnum og sýningu hans á Maður í mislitum sokkum og hvatti menn til að sækja þá sýningu. Þá las hún 3.grein laga félagsins og í framhaldi af því lýsti hún því að henni finnst vanta að Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu sé sýnilegri og láti til sín taka þegar kemur að réttindum og kjörum félaganna.

b) Grétar Pétur Geirsson tók undir orð Guðríðar Ólafs Ólafíudóttir og lýsti þeirri skoðun sinni að félagið eigi að láta meira til sín taka. Hann sagðist jafnframt hlakka til að starfa með nýkjörinni stjórn.

c) Kristín Magnúsdóttir óskaði eftir skýringum á fyrirkomulagi um kosningu fulltrúa á landsfund Sjálfsbjargar. Málið var útskýrt af stjórn.

d) Bergur Þorri Benjamínsson óskaði stjórn til hamingju með kjörið, þá greindi hann frá því að vinna við að setja upp heimasíðu félagsins aftur upp eftir hrun Vefhýsingar fyrirtækis 1984 er vel á veg komin. Svo minnti hann á að margir stjórnarmenn ÖBÍ eru félagar í Sjálfsbjörg.

e) Frimann Sigurnýasson greindi frá því að sjálfsbjargarmeðlimir hafa verið mjög virkir innan Öryrkjabandalags Íslands. Hann taldi að Sjálfsbjargar meðlimi mega vera stolta af félaginu sínu.

f) Helgi Kárason óskaði nýrri stjórn til hamingju og hvatti til þess að félagið léti til sín taka nú í aðdraganda kosninga.

g) Ingi Bjarnar Guðmundsson Óskaði nýrri stjórn og nýjum formanni til hamingju með kjörið og þakkaði fráfarandi formanni fyrir hans störf.

h) Ásta Dís Guðjónsdóttir óskaði eftir því að stjórn tæki bréf það sem borið var upp í upphafi fundar til skoðunar og tæki afstöðu til málsmeðferðar.

i) Jón Eiríksson Minnti á gestabókina. Þá rifjaði hann upp að nokkur ár eru síðan hann benti á að ekki er neins staðar í lögum ákvæði um brottvikningu félaga.

j) Nýkjörinn formaður, Grétar Pétur Geirsson, sagði að stjórn myndi að sjálfsögðu lesa umrætt bréf og taka það til efnislegrar umræðu.

k) Frímann Sigurnýjasson benti á að það eina í lögum félagsins sem tekur á framgangi félagsmanna er að sá sem ekki greiðir félagsgjöld hefur ekki atkvæðarétt á aðalfundi.

16. Fundargerð borin upp til samþykktar.
Fundargerðin var lesin og samþykkt með áorðnum breytingum 17. Fundi slitið kl 21.43

Svava Arnardóttir Fundarstjóri

Arna Björk Gunnarsdóttir Fundarritari.