Fundargerð aðalfundar 18. apríl 2009

Fundargerð aðalfundar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, haldinn þann 18. apríl 2009 í Hátúni 12, kl. 14.00

Fundur settur af Grétari Pétri Geirssyni, formanni. Lagði hann fram tillögu um þau Jón Eiríksson sem fundarstjóra og Guðbjörgu Kristínu Eiríksdóttur sem fundarritara.Voru þau samþykkt. Rúmlega 30 félagar voru mættir á fundinn.

Áður en hinn formlegi fundur hófst , færði Birgit Raschhofer, landsforseti Junior Chamber 2008, félaginu að gjöf ræðupúlt sem var hannað fyrir sitjandi ræðumenn. Varð formanninum að orði að mjög gott væri að fá svona púlt og að það væri svolítið skondið að utanaðkomandi hafi séð þörfina fyrir svona púlt á undan okkur. Birgit og félagar hennar höfðu haldið ræðunámskeið fyrir Sjálfsbjargar-félaga 2008.

Inntaka nýrra félaga og látinna félaga minnst. Á þessum stutta tíma sem liðinn var frá síðasta félagsfundi (28. febrúar 2009), höfðu engir nýir félagar skráð sig í félagið. Sjö félagar höfðu látist frá síðasta fundi og var þeirra minnst með stundarþögn.

Skýrsla stjórnar frá síðasta starfsári lesinn af formanni, Grétari Pétri Geirssyni.

Afgreiddir endurskoðaðið reikningar félagsins. Benedikt Þór Jónsson, endurskoðandi félagins gerði grein fyrir reikningum félagsins.

Jón opnaði síðan fyrir umræðu um skýrslu stjórnar ásamt reikningum félagsins. Grétar Pétur tók til máls og fræddi um breytingar á tekjum félagins; tekjur vegna sundkorta höfðu dregist saman ásamt tekjum vegna pennasölu og leigu á sal. Benti hann á að þetta væri þær tekjur sem félagar gætu haft bein áhrif á sjálfir. Reynt yrði að auka þessar tekjur þar sem það væri einsýnt að styrkir kæmu til að minnka verulega vegna kreppunnar. Dæmi um það er að styrkur frá Reykjavíkurborg sem rétt nægði fyrir fasteignagjöldunum 2009; hafði hann dregist saman um helming frá 2008.

Hildur Jónsdóttir spurðist fyrir um tekjur af bridginu. Grétar Pétur svaraði því til að bridgið hefði ekki verið tekið með í ársreikningum í nokkur ár. En rétt væri að athuga slíkt og kynna á næsta félagsfundi sem ætti einmitt að fjalla um félagsmálin og nefndastörf.

Reikningar félagsins voru síðan samþykktir einhliða af fundarmönnum.

Aðrar skýrslur úr félagsstarfinu ritaðar af þeim sem höfðu sinnt hinu föstu félagsstarfi. Jón las upp skýrslu um Krika sem Kristín R. Magnúsdóttir hafði sett saman. Skýrsla um skákina var lesin af Grétari Pétri og um félagsvistina fræddi Guðbjörg H. Björnsdóttir. Spurt var á ný um fjárhag bridgedeildar og ítrekað að rætt yrði um nefndarstörf á næsta félagsfundi.

Ákvörðun um félagsgjald. Lagt til óbreytt félagsgjald sem var samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kosning samkvæmt 7. grein laga. Samkvæmt lögum félagsins þurfti að kjósa á þessum aðalfundi um varaformann, ritara og meðstjórnanda í stjórn til næstu 2ja ára. Voru þau Leifur Leifsson, varaformaður, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, ritari og Sigurður Pálsson, meðstjórnandi samþykkt til áframhaldandi starfa með lófataki. Í varastjórn til næstu 2ja ára voru einnig sjálfkjörnir þeir Einar Andrésson og Benedikt Þorbjörnsson.

Önnur mál

Guðríður Ólafsdóttir tók til máls um fjárhag félagsins. Innheimt félagsgjöld höfðu lækkað á milli ára vegna fækkunar félaga. Lagði hún til að settur yrði saman bæklingur um félagið til að afla nýrra félaga.

Á árinu átti að breyta almannatryggingalögunum og lífeyrisgreiðslum; lagði hún til að Stefán Ólafsson yrði fenginn til að fræða félaga um þessi mál.

Grétar Pétur, formaður tók undir orð Guðríðar um bækling til að fjölga félagsmönnum sem hefði fækkað á árum á undan. Svo þakkaði hann henni fyrir ábendinguna um Stefán Ólafsson. Auðvelt væri að kalla saman fund hér í félagsheimilinu með stuttum fyrirvara um slík málefni sem og önnur.

Eygló Ebba Hreinsdóttir lagði til að bæta við vorskemmtun í félagsheimilinu.

Kristín R. Magnúsdóttir kom með hugmynd fyrir skemmtanir. Að hafa uppboð þar sem konur gætu boðið í bláa pakka og karlar í bleika.

Grétar Pétur Geirsson lauk fundinum með því að þakka stjórnarmönnum og starfsfólki fyrir vel unnin störf og sleit fundi.

Fundi slitið kl. 15:15

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, ritari