Félagsfundur 27. mars 2007

Félagsfundur 27. mars 2007
DAGSKRÁ

1. Frambjóðendur til alþingiskosninga 2007 – fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræða um málefni öryrkja og stefnu flokkanna í komandi kosningum.

Grétar Pétur Geirsson, formaður félagsins bauð fundarmenn velkomna og bar upp tillögu um fundarstjóra, Jón Eiríksson og var það samþykkt með lófaklappi. Fram kom síðan tillaga um ritara fundarins, Önnu G. Sigurðardóttur og var það samþykkt með lófaklappi.

Jón Eiríksson, þakkaði traustið að vera kosinn fundarstjóri og kynnti dagskrá fundarins og bauð fulltrúa flokkana velkomna en það voru Ásta Möller, Sjálfstæðisflokki, Helgi Hjörvar, Samfylkingu, Jón Magnússon og Valdimar L. Friðriksson, Frjálslynda flokknum, Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum og Guðjón Ó. Jónsson, Framsóknarflokki.

a) Ásta Möller – Sjálfstæðisflokki

Ásta Möller þakkaði fyrir boðið á fundinn.

Ásta hóf mál sitt með því að fara yfir nokkur atriði sem hún taldi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert til hagsbóta fyrir öryrkja á síðustu árum.

Áunnist hefur m.a. samkomulagið um hækkun tekjutryggingarinnar og tekjutryggingaauka.

Þær breytingar sem komu í gagnið um síðustu áramót hafa þá bætt um betur við það sem hafa verið gerðar áður.

Samkomulag var gert í júní 2006 við eldri borgara um breytingar á lífeyriskerfinu og þjónustu við aldraða. Þessar breytingar voru yfirfærðar á örorkubætur.

Sú leið að hafa samband og samstarf við samtök öryrkja sagði Ásta vera mikilvægt.

Eitt af því atriði sem öryrkjasamtök hafa bent á eru skerðingar á tekjum öryrkja vegna tekna maka. Við næstu áramót munu lífeyrissjóðstekjur maka ekki hafa áhrif á bætur öryrkja. 50% tekjur maka eru nú reiknaðar inn í bætur öryrkja. Stefnt er að því að helmingslækkun verði um næstu áramót .

Niðurstaða nefndar um breytingar á örorkumati – hefur það að markmiði að auka atvinnumöguleika öryrkja. Haldin var ráðstefna 22. mars s.l. þar sem skýrsla vegna starfa nefndarinnar var kynnt. Meira verður horft til starfsgetu en áður hefur verið gert.

27% öryrkja er á vinnumarkaði en um 60% í Noregi samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu á ráðstefnunni.

b) Guðjón Ó. Jónsson – Framsókn

Þakkaði fyrir að fá að koma á fundinn.

Byrjaði Guðjón sitt erindi á að benda á að breytingar á húsnæði ÍFR hafi komist inn á fjárlög og er það vel.

Á kjörtímabilinu hefur lögum um almannatryggingar breyst 8 sinnum og þá til hagsbóta fyrir notendur þeirra.

Framsóknarflokkurinn vill hafa tryggt öryggisnet fyrir þá sem ekki af einhverjum ástæðum geta ekki framfleytt sér að einhverju eða öllu leyti.

Guðjón tók fram sérstaklega tvö mál sem hann taldi að hefðu verið til mikilla hagsbóta fyrir öryrkja, annarsvegar það að komið var á aldurstengdri örorkuuppbót sem þeir græða mest á sem hafa yngstir orðið öryrkjar.

Tekjutengingar eru til þess að þeir sem geti nýtt sér atvinnulífið að þeir geri það og þá minnki greiðslur ríkisins til þeirra en aðrir fengju greitt frá ríkinu.

Málefni geðfatlaðra – unnið hefur verið mikið og þarft verk í málefnum þess hóps, sérstaklega varðandi búsetu og endurhæfingu þessa hóps.

Samþykktar voru nokkrar ályktanir á flokksþingi Framsóknarflokksins, m.a. að flytja málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Fötluð börn – Guðjón minntist á þá breytingu að fötluð börn væru nú að mestu leyti í blönduðum bekkjum í almennum skólum í stað sérstakra skóla og sagði hann það ánægjulega þróun.

Guðjón sag flokkinn vilja stuðla að aukinni atvinnuþátttöku fatlaðra og sagðist hann vilja að komið væri á fót stöðu umboðsmanns öryrkja/hreyfihamlaðra og aldraðra. Einnig sagði hann flokkinn vilja endurskoða lögin um almannatryggingar og lífeyriskerfið.

Víxlverkun lífeyrissjóða og greiðslna úr tryggingakerfinu – vill einfalda og lagfæra kerfið og skoða hvort sveitarfélög ættu að sjá um almannatryggingarnar frekar en ríkið.

b) Jón Magnússon/Valdimar L. Friðriksson – Frjálslynda flokknum

Vilja minnka skerðingu við tekjur maka – lækka þarf húsnæðiskostnað fatlaðra – tryggja þarf fötluðum þjónustu, menntun og atvinnu. Margt hefur eflaust verið gert gott en yfirleitt er farið of hægt. Kynnti lagafrumvarp, varðandi bifreiðastæði fatlaðra – samþykkt 17. mars s.l. – nú er orðið heimilt að sekta fólk sem leggur í P-stæði, sem ekki er með P-merki.

Margt hægt að gera og margt er gert en spurning hvort það sé nægjanlegt.

Telja að þeir sem lökust hafa kjörin, hafi setið eftir.

Frjálslyndir gera kröfur um að skattleysismörk verði hækkuð í kr. 150.000. á mánuði. Telja þetta nýtast best tekjulægstu hópunum.

Fólk fái að vinna sér inn kr 1 milljón á ári áður en bætur þeirra skerðist.

c) Helgi Hjörvar – Samfylkingu

Telja árangur ekki eins góðan í málefnum öryrkja eins og stjórnarflokkarnir hafa sagt og telur að Ísland sé í auknu mæli að stéttaskiptast.

Hafa lækkað verulega styrki til fatlaðra til kaupa á bifreiðum og m.a. nú á síðustu dögum sérstaklega.

Fólk á berstrípuðum bótum er farið að greiða mun hærri skatta en áður

Frítekjumark – enginn að græða á því.

Vilja að frítekjumarkið verði 100.000 á mánuði.

Allt of fá okkar er á vinnumarkaðnum og ekki er nægjanleg endurhæfing til aukinna atvinnu tekna. Vilja afnema skerðingu bóta vegna tekna maka.

Vilja hækka aldurstengdu örorkubæturnar um helming.

e) Ögmundur Jónasson – Vinstri grænum

Mikilvægt að aðgreina þá hópa sem hafa tekjur sínar úr almannatryggingakerfinu. Þegar samstarfið við ÖBÍ var gert að þá var verið að aðgreina hópa.

Vinstri grænir vilja stíga í átt að afnema tekjutengingu örorkubóta við tekjur maka, að fullu hjá öryrkjum – finnst horfa öðruvísi við hjá eldri borgurum.

Vilja að allir hafi jafnan og fullan aðgang að allri þeirri þjónustu sem þjóðfélagið hefur upp á að bjóða.

Sameina grunnlífeyri, tekjutryggingu en svo komi afkomutrygging sem verði skert m.v. aðrar tekjur. Vilja hækka grunninn.

Kaffihlé

2. Fyrirspurnir

Nú var opnað fyrir fyrirspurnir og fyrstu var Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður landssambandsins.

Sagði að fundurinn gæfi fyrirheit að okkar mál verði a.m.k rædd í kosningabaráttunni og á þinginu á næsta kjörtímabili en svo er spurning hvar okkar mál verði á forgangsröðun.

Finnst vanta að stjórnvöld hafi samráð við samtök fatlaðra þegar verið er að ræða málefni fatlaðra. Búum ekki við sama borð og t.d. verkalýðsfélögin sem geta farið í gegnum kjarasamninga.

Nú beindi Ragnar nokkrum spurningum til frambjóðendanna,

Viljið þið beita fyrir því að komið verði á fót formlegur samráðsvettvangur milli flokka/þings og samtaka fatlaðra ?
Erum með niðurgreidda leigu, sem er niðurgreidd m.a. með happdrætti, hollvinum ásamt smá upphæð úr ríkissjóð. Getur verið að það sé verið að nýta sér samtök s.s. öryrkja til að sinna grunnþjónustu, s.s. framboð leiguhúsnæðis, frekar en að það sé unnið og veitt af ríkinu.
Eru þetta jöfn tækifæri ?
Veita stéttarfélög jafna þjónustu til allra félagsmanna (allir á atvinnumarkaðnum greiða til stéttarfélaga), s.s. aðgengileg húsnæði, hann segir nei, meirihluti orlofshúsa eru óaðgengileg – er þetta sanngjarnt ?
Flutningur málefna frá ríki til sveitarfélaga. Ragnari finnst margt í kerfinu vera óskipulagt og í ósamræmi, s.s. sumir greiða fyrir þjónustu, aðrir ekki, sumir fá þjónustu, aðrir ekki o.s.frv. “Það eimir enn eftir af hreppsómagakerfinu”

Verið of mikið rætt í kvöld um að “komast af”, “tóra” – þetta er ekki nútíminn – ekki nútíminn að rétt tryggja lágmarkstekjur, tryggja sérhúsnæði fyrir fatlaða. Eruð þið tilbúin til þess að vinna virkilega að því að fólk geti nýtt sér alla þjónustu – t.d. hvað varðar fullt aðgengi að öllum mannvirkjum.

Rétt að á undanförnum árum hefur verið að hækka frítekjumörk – gallinn er sá að tekjumöguleikar eru ekki bara undir því komnir að fólk hafi rétt í sig og á heldur þarf fólk að fá í einhverjum tilfellum heimilishjálp/hjúkrun, lyf, þjálfun o.s.frv o.s.frv. – sumir greiða fyrir það, aðrir ekki

Ögmundur Jónasson

Afdráttarlaust já við samráðsvettvangi.

Já – það er að gerast að samtök fatlaðra eru farin að vinna meira þau verk sem ríki og sveitarfélög eiga að sinna.

Varðandi stéttarfélögin – nei, það er ekki jafn aðgangur eins og staðan er í dag, s.s. vegna aðgengis en verið er að vinna úrbætur úr því, a.m.k. hjá einhverjum stéttarfélögum.

Eigum ekki að hafa patent lausn á því hvort eigi að flytja málefni eigi til sveitarafélaga. Það á að fara eftir þvi fjámagni sem muni fylgja málefninu.

Er algjörlega sammála um að tal um að tóra/skrimpta eigi að víkja til hliðar og er grundvallarhugsun í endurskoðun örorkumats

Tekjuumhverfið – Vinstri grænir hafa verið varkárir í að tala um skattalækkanir.

Helgi Hjörvar

Vill ekki fá fleiri nefndir a.m.k. en vill styðja það að verði haft verði samráð við samtök fatlaðra. Eru jákvæð fyrir því að samtök fatlaðra vinni að málunum – getum ekki hallað okkur eingöngu til ríkisins hvað þetta varðar – en samtök fatlaðra gætu séð um ákveðna hluti, sérstaklega þegar t.d. er verið að prófa nýja þjónustu, tækni o.s.frv. en ekki almennt.

Leigumálin eiga ekki að vera hjá samtökum fatlaðra.

Stéttarfélögin – huga þarf að starfsfólki verndaðra vinnustaða – en margt er ekki í nógu góðu lagi og segir því nei við því að öryrkjar fái jöfn tækifæri hjá stéttarfélögum og bendir á aðgengið í orlofshúsum stéttarfélaga.

Sveitarfélögin – grundvallaratriði er fjármagn og grípa þarf til sérstakra lausna s.s. ef þjónustu og fjárfrekur einstaklingur er – Samfylkingin er fylgjandi því að flytja málefni fatlaðra til sveitarfélaga.

Almenn þáttaka er lykilatriði en ekki að tala um gömlu umræðuna (s.s. að skrimta).

Meðan að það eru 6500 öryrkjar eru á strípuðum bótum að þá verðum við í gömlu umræðunni.

Jón Magnússon

Tekur undir með Ögmundi nema í fyrsta lagi að hvort eigi að hafa samráð við fatlaða – Sammála um að það eigi að vera samráð á frumstigum mála.

Flutning um málefni – Frjálslyndir eru ekki fylgjandi því að flytja málefni fatlaðra til sveitarfélaga frá ríki.

Guðjón Ó. Jónsson

Það á að hafa samráð við samtök fatlaðra á frumstigi mála.

Sjálfsbjörg/SBH – Að Sjálfsbjargarhúsið hafi verið byggt og SBH hafi verði komið á fót hefur upphaflega eflaust verið stuðningur landssamtakanna við sitt fólk. Ef samtök fatlaðra eiga t.d. að standa í leigu á húsnæði að þá verði að tryggja þeim samtökum nægilegt fjármagn til að þau geti einnig sinnt öðrum málefnum, s.s. baráttumálunum.

Tryggja þarf að allir hafi aðgang að öllu leyti í sumarhúsum stéttarfélaga.

Það á að gera kröfur um aðgengi fyrir alla alls staðar.

Ásta Möller

Sannfærð um að samráð við samtök fatlaðra verði öllum til hagsbóta.

SBH og Sjálfsbjargarhúsið – samtök fatlaðra hafa puttann á púlsinum og vill því að samtök sinni að einhverju leyti þjónustu við “sitt fólk” – en það má alls ekki gerast að ábyrgðinni og þjónustustiginu verði létt af ríkinu og samtök fatlaðra taki við því.

Varðandi orlofshús – verður að tryggja þjónustu og aðgengi í orlofshúsum.

Ásta sagðist vilja sjá að t.d. málefni fatlaðra séu á einu stað, s.s. ráðuneyti en sé ekki skipt á milli margra staða. Ef málefni fatlaðra eiga að flytjast til sveitarfélaga að þá á fjármagnið að fylgja einstaklingnum, þannig hafi hann meira frelsi í því að velja t.d. þjónustu s.s. heimaþjónustu.

Varðandi “að rétt komast af” – sú stefna sem hefur veði mörkuð með nýju skýrslunni um örorkumat að það verði að lokum til þess að ekki verði rætt um “að rétt komast af”.

Til að auka virkni öryrkja á vinnumarkaði hefur m.a. verið rætt um það að hjálpartæki sem viðkomandi þarf á að halda eigi að vera veitt viðkomandi fyrirtæki af heilbrigðiskerfinu en ekki að fyrirtækið eða starfsmaðurinn þurfi að greiða fyrir það.

Næsti fyrirspyrjandi var Baldur Karlsson

„Að lifa með reisn með 100.000 kr er erfitt – hræðilega erfitt „– sagði það gott ef einhverjum flokknum tækist að fá frítekjumörkin hækkuð og leyfa þeim að vinna sem geta það en að allir greiði skatt. Að lifa með reisn er að gera það sem við getum – á hvaða hátt sem það er.

Sesselja

Benti frambjóðendum á eins og Baldur að það sé erfitt að lifa af bótunum, sérstaklega þegar fólk væri á strípuðum bótum. Einnig sagðist hún vilja að húsaleiga fylgdi bótum.

Guðmundur Magnússon

Nýja örorkumatið – alveg á eftir að kynna skýrsluna hjá félögum ÖBÍ – varar við því að það er hvergi meiri tekjutenging en sú sem talað er um í skýrslunni.

Nýju lögin um skipulag og mannvirkjagerð

Fékk að fylgjast með gerð laganna á vegum ÖBÍ. Óskuðum eftir þvi að inn í markmiðsgreinina að kæmi inn varðandi aðgengi og það komst inn. Nú er það komið inn í skipulagslögin.

Guðmundur minntist einnig á að það hefði verið sannað að með því að minnka t.d.stigana í lyftum í 70 cm en lyftu væri komið fyrir í miðjuna að þá borgaði sú breyting sig þar sem fólkið flytti seinna úr húsinu en ella.

Aðgengi fyrir alla, fyrst og fremst er verið að ræða um opinbert húsnæði, ekki bara í eigu eða notkun ríkisins eða sveitarfélga, heldur öll almenn húsnæði s.s. vinnustaðir, verslanir, skrifstofur o.fl.

Að lokum sagðist hann vona að frumvarp um að táknmál verði móðurmál heyrnarlausra, verði samþykkt á nýju þingi.

Ólöf Ríkharðsdóttir

Svona fundur vekur athygli í þjóðfélaginu og sagðist vona að frambjóðendur taki mark á þeim sem lýsa hér slæmum aðstæðum.

Varðandi það að það sé dýrara að byggja ef aðgengi er sérstaklega gott – það á ekki að vera, sérstaklega þar sem í byggingalögum er gert grein fyrir því að lágmarksaðgengi skuli vera.

Að loknum fyrirspurnum fundarmanna gafst frummælendum tími til lokaorða og fengu þeir 2 mínútur hver. Þegar þeir höfðu lokið sér af í loforðaflaumnum gaf fundarstjóri orðið laust undir næsta lið önnur mál.

3. Önnur mál

Tilkynning var nú lesin frá Kvennahreyfingu ÖBÍ,fundur hreyfingarinnar verður haldinn 31. mars n.k.í Hátúni 10 – Sæmundur Pálsson, sálfræðingur heldur erindi.

4. Fundi slitið

Grétar Pétur tók nú til máls og minntist á að nefndin sem gerði skýrsluna varðandi endurskoðun á örorkumat hefði verið komið á laggirnar vegna kalla frá verkaðlýðshreyfingunni en ekki að frumkvæði ríkisins.

Eldri borgurum mun fjölga um 60% til ársins 2025 – þarf að tryggja þeim líka fullkomna þjónustu s.s. vegna heimilishjálpar og hjúkrunar sem og fyrir fatlaða.

Grétar Pétur þakkaði frummælendum fyrir góð innlegg og góð svör og sleit fundi kl. 22:50.

Fundarritari; AGS