Félagsfundur 23. október 2007

Fundarefni: Staða og stefna Sjálfsbjargar lsf

Formaður félagsins Grétar Pétur Geirsson setti fundinn og bauð fólk velkomið.

Dagskrá

1.-2. Kosning fundarstjóra og ritara

Grétar kom með uppástungu um Tryggva Friðjónsson sem fundarstjóra samþykkt með lófaklappi, Grétar kom því næst með uppástungu um ritara, Önnu G. Sigurðardóttur, samþykkt með lófaklappi.

3. Inntaka nýrra félaga

Elín Anna Eyvindsdóttir
Einar Matti Sigurðsson
Bergljót Kristjánsdótir
Margrét Jóhanna Aðalsteinsdóttir
Brynhildur Fjölnisdóttir

Ofangreindir samþykktir í félagið með lófaklappi.

4. Minnst látinna félaga

Látinna félaga minnst með stuttri þögn.
12 félagsmenn hafa látist frá síðasta félagsfundi.

5. Framsöguræða

Ragnar Gunnar Þórhallsson formaður Sjálfsbjargar lsf flutti framsöguræðu.

RGÞ þakkaði fyrir að fá að koma á fundinn og ræða málefni landssambandsins, hlutverk og markmið.

Hann sagði að Sjálfsbjörg hafi að undanförnu verið að verið að ræða hvert eigi að stefna, og hefur það m.a. verið rætt á síðustu tveimur þingum og síðast núna í október á sambandsstjórnarfundi.

Hvert er hlutverk landssambansins samkvæmt lögum ?  Hluverk Sjálfsbjargar er m.a. að stuðla að þátttöku fatlaðra í samfélaginu, meðal annars með því að hafa áhrif á stefnu ríkisvalds ofl. (sjá glærur RGÞ)

Hvert gæti hlutverkið verið í framtíðinni ? Viljum móta viðhorf fólks, opinberra aðila, félaga og löggjafavaldsins.  Viljum gera kröfur, viljum ekki staðna og viljum stuðla að breytingum í framtíðinni.

Viljum þjónusta hreyfihamlaða gagnvart ytri áhrifum.  Viljum veita aðhald og ráðgjöf, m.a. til ríkis og sveitarfélaga.  Viljum stuðla að nýjungum, höfum gert það m.a. með því að stofna Hjálpartækjabankann á árum áður og með stofnun Ferðaþjónustu fatlaðra.

Hvert er markmið okkar?  Markiðið er m.a. að tryggja tilvist Sjálfsbjargar sem frjálst félag og að það reki ekki félagslegar íbuðir heldur starfi að félagsstörfum o.þ.h. fyrir sína félagsins og reki til þess skrifstofu. Markmiðið er líka að stuðla að því að búsetulausnir og tengd þjónusta verði hjá SBH.

RGÞ minntist á nýlegan samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðra og sagði að landssambandið hafi að undanförnu horft mikið til þess hvað systurfélög Sjálfsbjargar á Norðurlöndum hafa verið að gera sem og önnur öflug félög hér á landi.

Erlendis hefur einkum verið horft til Noregs þar sem sambandið þar hefur verið að einbeita sér meira að fötlunarpólitikinni og félagsstarfi frekar en rekstri.

Við þurfum að hafa þekkingu á málefnum fatlaðra sem við getum miðlað áfram og til þess þarf starfslið.  Þurfm að vera óháð rekstraraðilum í þjónustu og óháð stjórnvöldum.  Þurfum tryggan fjárhag.

Ímyndin þarf að vera sterk og þess vegna þarf Sjálfsbjörg að taka þátt í þróun málefna fatlaðra.

Hlutverk og starf landssambandsins nú og undanfarin árer þannig að síðan landssambandið missti leigu vegna SBH  hófst ferli sem stendur enn yfir sem snýst um sífelldan hallarekstur.  Stundum hefur tekist ágætlega til en samt sem áður er halli.  Halli er á húsinu. Einnig býr landssambandið við vaxand byrðir vegna lífeyrisskuldbindinga.  Nokkrar milljónir á ári.

Höfum verið að selja happdrætti og safnað hollvinum en mikil minnkun er í sölu á happdrættinu sem skýrist m.a. af  samkeppni frá öðrum félögum o.fl.

RGÞ sagði að nú þyrfti landssambandið að greiða fasteignaskatta af öllu húsinu og ekki hefur tekist að fá styrki á móti því hjá Reykjavíkurborg.

Hvað varðar félagsmálin þá sagði RGÞ að enginn félagsmálafulltrúi væri eins og er í starfi hjá landssambandinu og væri það miður og þjónusta við félagsmenn á öllu landinu er lítil sem engin.

Aðgerðir sem gripið hefur verið til, var m.a. sala Hjálpartækjabankans fyrir um 13 árum síðan sem fór í að greiða hallarekstur.  Árið 2006 var tekin sú ákvörðun að hækka tekjurnar á öllum sviðum og minnka kostnað á öllum sviðum.

RGÞ sagði að landssambandinu hafi tekist að forðast að taka lán en að  hækka hafi þurft leigu hjá öllum aðilum sem leigja í Sjálfsbjargar húsinu, s.s. leigu íbúða í C-álmu, skrifstofu Heilaheilla, Stjá sjúkraþjálfun, Tónstofa Valgerðar o.fl.

Ekki gengið að fá meiri styrk af fjárlögum

RGÞ sagði að landssambandið hafi í endurskipulagninu sagt upp starfsfólki en ráðið einnig nýtt starfsfólk í staðinn.  Allir fyrrum starfsmenn nú hættir en tveir komið í staðinn.

Nú er verið að gera upp 4 íbúðir sem er nauðsynlegt.

Endurskoðun hefur verið á öllum fjármálum og viðsnúningur verður á þessu ári og sérstaklega á næsta ári.

Starfsemin snýst fyrst og fremst núna um húsið, að það verði ekki til frekari skuldasafnanna.

Næsta stóra verkefnið er þingið 2008 – verðum að fjármagna hallann með lántökum ef ekki næst að snúa blaðinu við – höfum náð að gera þetta með erfðafé og sölu fasteigna. RGÞ sagði það mjög miður að það hafi þurft að nota erfðafé í hallareksturinn.

RGÞ tilkynnti að fjárhagsleg staða væri ágæt eins og er, þ.e. ekki hefur þurft að taka lán og starfið stapílla en áður.

Vilji landssmbandsins er að auka félagsstarfið en þing Sjálfsbjargar árið 2006 heimilaði að dregið yrði úr rekstri til þess síðan að geta eflt félagsstarfið.

RGÞ ræddi þessu næst hugmyndir sem komið hafa fram um sölu Sjálfsbjargarhússins.

Sambandsstjórnarfundur 13. október s.l. heimiliði framkvæmdastjórn að setja húsið á sölu en að uppfylltum ákveðnum og ströngum skilyrðum.

Þegar öll skilyrðin hafa verið uppfyllt þá þarf kauptilboð sem þarf að leggja fyrir þing landssambandsins.

Sjálfsbjargarheimilið lýsir yfir stuðningi við tillögur landssambandsins og lagði fram ályktun vegna þess á sambandsstjórnarfundi 13. október s.l. en með því skilyrði að þeim verði ekki úthýst.

Starfsemi í húsinu er háð ýmsum aðilum s.s. þarf að hafa samstarf við heilbrigðisráðuneytið vegna starfsemi SBH, félagsmálaráðuneytið – þurfum að upplýsa svæðisráð um málefni fatlaðra um söluferlið, Reykjavikurborg ásamt fleiri aðilum.  Bréf verður sent til þessara aðila þar sem málið verður kynnt, þegar og ef þar að kemur.

RGÞ kynnti núna þá starfsemi sem nú er í Sjálfsbjargarhúsinu.

Aðrir eigendur í húsinu þurfa að koma að söluferlinu en þeim er þó ekki skylt að selja sína starfsemi þótt lsf muni gera það.

Ekki hægt að stjórnvöld komast upp með að láta samtök fatlaðra sinni því hlutverki sem m.a. ríkið á að sinna en gerir ekki.

Hvað á að gera við andvirði hússins ef það verður selt ?  Hugsanlegt er að hluti af því fari til landssambandsins og hluti til SBH en það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun varðandi þá hluti.

Verður til Sjálfsbjargarhús í framtiðinni ?
Líklega mun SBH flytja í annað húsnæði.

Landssambandið þarf aðstöðu undir sínar skrifstofur og líka sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu.  Verður landssambandið og Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðið í sama húsnæði ?  RGÞ taldi það mögleika en þó þyrfti svo ekki að vera.

Mjög undir ákvörðun stjornvalda komið hvað verður gert og hvað hægt verður að gera varðandi þessi mál í framtíðinni en ræða þarf núna við stjórnvöld.

RGÞ sagðist vilja að Sjálfsbjörg yrði í framtíðinni sterk hagsmuna og baráttusamtök, sérstaklega fyrir hreyfihamlaða.

Nú var opnað fyrir umræður og fyrirspurnir úr sal.

Einar Bjarnason sagðist hafa búið í Sjálfsbjargarhúsinu í 7 ár, búinn að búa vera þar af í 4 ár sem aðstoðarhúsvörður.

Óánægður með margt sem honum finnst hafa farið aftur varðandi húsið.  Ekki sáttur við að sagt sé að fjármálin sé í slæmum málum og sagðist ósáttur við að skipt hafi verið um starfsfólk.

Ræddi m.a. hans sýn á að það hafi verið núverandi framkvæmdastjóri sem hafi hækkað leiguna í húsinu.

EB sagðist alfarið á móti því að húsið verði selt  – vill að húsið verði fyrir öryrkja, segir að íbúar séu allir öryrkjar og húsið á að vera fyrir öryrkja, ekki aðra.  Félagsstarfið segir hann ekki neitt og hann vill að það verði eflt.

Virðist sem það sé stefna sambandsstjórnar að selja húsið, en ekki annarra.

Guðmundur Magnússon

Þakkaði greinargott yfirlit RGÞ og sagði það hafa verið mjög þarft –  langt síðan að það var farið að ræða um að Sjálfsbjörg ætti ekki að standa í rekstri heldur einbeita sér að félagsstarfi eingöngu.

Mikilvægt að SBH verði sjálfseignarstofnun en að landssambandið eigi fulltrúa í stjórn SBH.

GM sagði mikilvægt að við ráðum ferðinni, ekki að við verðum þvinguð til að selja.

Grétar Pétur Geirsson formaður Sjálfsbjargar á hofuðborgarsvæðinu þakkaði RGÞ fyrir greinargott yfirlit og sagði að mjög mikið af starfi RGÞ sem formaður hafi farið í að greina hvernig staðan og starfsemin væri og hafi verið og hvernig hún ætti að vera.

GPG sagði að ekki mætti færa umræðuna um stöðu Sjálfsbjargar og hvort ætti að selja húsið, yfir á tilfinningaplan.  Ef fólk hafi hlustað að þá verði ekki selt nema að íbúar hafi fengið varanlega aðra búsetu.

GPG tilkynnti að félagið á höfuðborgarsvæðinu hafi greitt atkvæði gegn því að húsið verði selt en ákvörðun um það hafi verið tekin af stjórn félagsins áður en RGÞ hafi kynnt stöðuna eins og hann væri að gera á þessum fundi.

Þóri Karli Jónasyni finnst að SBH eigi að vera sjálfseignarstofnun en er á móti því að Sjálfsbjargarhúsið verði selt. Þórir sagði að sér fyndist forysta ÖBÍ og Sjálfsbjargar landssambands ekki nógu sterk, m.a. kæmi það í ljós með því að ekki hafi tekist að fá styrki frá Reykjavíkurborg á móti hækkandi fasteignasköttum.

ÞKJ sagði nú að það hafi verið rætt á síðasta félagsfundi að þeir aðilar úr framkvæmdastjórn sem byggju á höfuðborgarsvæðinu myndi mæta á þennan fund en honum virtist sem framkvæmdastjórn hafi virt það af vettugi.  Þórir sagðist hann vilja að umræða um málefni landssambandsins,s.s. fyrirhugaða sölu hússins, verði að fara fram hjá öllum aðildarfélögunum.

Að lokum vildi ÞKJ að umræða færi fram hjá félaginu á höfuðborgarsvæðinu um hvort félagið ætti að vera áfram innan landssambandsins, því honum fyndist landssambandið ekki sinna sínum skyldum, s.s. að svara erindum félagsmanna og beindi orðum sínum sérstaklega til formanns landssambandsins.

Ólöf Ríkharðsdóttir þakkaði góðar umræður sem fram höfðu farið.

Vill spyrja hvers vegna ætlar landssambandið að eiga í SBH ?  Hvernig getur þá passað að landssambandið vilji eiga í SBH.   Er það ekki ríkis og sveitarfélaga að sjá um heimili s.s. SBH.  ÓR spurði að lokum hversu mörg félög hefðu greitt atkvæðið við kosninguna á sambandsstjórnarfundinum.

Sigfús Bjarnason ræddi muninn á aðstæðum þegar Sjálfsbjargarhúsið var byggt og núverandi aðstæðum.  Hvatti hann samtökin til að láta meira í sér heyra til að ríkið taki meiri þátt í starfinu en það hefur gert.

Kristín Magnúsdóttir spurði hvort íbúar geti í framtíðinni búið í sama húsi, ef Sjálfsbjargarhúsið verður selt.

GPG, leiðrétti það að það hafi ekki verið nuverandi framkvæmdastjóri landssambandsins sem hafi tekið þá ákvörðun að hækka leigu heldur hafi það verið hann ásamt þáverandi framkvæmdastjórn sem lagði það til á framkvæmdastjórnarfundi og þá í samræmi við leigu hjá hússjóði ÖBÍ.

Guðrún Sigurðardóttir hefur áhyggjur af að félagið leggist af ef húsið verður selt.

RGÞ skýrði frá því að þegar kom til hækkunar leigu að þá hafi verið leitað aðstoðar lögfræðings og ef það hafi einhver vafamál verið að þá var íbúum leyft að njóta vafans.  RGÞ ítrekaði vilja hans og framkvæmdastjórnar að standa eins vel að öllum málum, sérstaklega gagnvart íbúum.

RGÞ ræddi hvort það væri æskilegt eða réttlátt að þeir sem vinni og búa í húsinu njóti meiri réttinda en aðrir Sjálfsbjargarfélagar, heyrst hafa gagnrýnisraddir um það að þjónusta Sjálfsbjargar sé eingöngu fyrir þá sem búa í húsinu.

 RGÞ sagðist skilja það mjög vel að íbúar væru kvíðnir framtíðinni m.v. framkomnar hugmyndir en áréttaði að ekki yrði farið að neinu með ógát og sérstaklega ekki hvað varðar íbúa.

Sveitarfélögin leigja félagsleg húsnæði sem fólk getur fengið leigt ef fólk hefur lágar tekjur.  Einnig ræddi RGÞ um óaðgengileg húsnæði í sveitarfélögunum sem skýla sig á bak við það þegar þau benda hreyfihömluðum á íbúðalausnir hjá t.d. samtökum fatlaðra, eins og Sjálfsbjörg.

Erum að þessum aðgerðum til þess að komast hjá því að vera þvinguð til að taka enn erfiðari ákvörðun um að selja strax ef fjárhagurinn versnar enn.   Segir rétt hja GM að landssambandið eigi að vera gagnrýnið á störf félaga fatlaðra.

Rætt var um breyttar starfsreglur húsnefndar en þær voru samþykktar af sambandsstjórn og leiðrétti RGÞ þann misskilning að sambandsstjórn hafi ekki rétt til að fjalla um þau mál, heldur er hún æðsta vald milli þinga.

RGÞ benti á að allir félagsmenn sem og fleiri gætu haft samband við sig ef vilji væri fyrir því.

RGÞ ítrekaði að tæki mikinn tíma að koma þeirri framkvæmd af stað að selja húsið, jafnvel allt að 5 ár sem tæki að afhenda húsið eftir að kauptilboði hefði verið tekið.  Sammála ÓR að ríki og sveitarfélög ættu að bjóða upp á húsnæði fyrir alla, ekki bara fyrir ófatlaða.

RGÞ tilkynnti að það hafi verið 9 aðildarfélög landssambandsins auk framkvæmdastjórnar sem hafi greitt atkvæði á sambandsstjórnarfundinum og að allir hafi greitt með því að veita framkvæmdastjórn heimild til að setja húsið á sölu, nema Sjálfsbjörg á höfiuðborgarsvæðinu sem greiddi atkvæði á móti.

RGÞ þakkaði KM fyrir þá spurningu hvort íbúar sem nú leigja gætu í framtíðinni leigt í sama húsi, ef Sjálfsbjargarhúsið yrði selt.

RGÞ ræddi um orðið „öryrki“, finnst það ekki passa  um Sjálfsbjargarfélaga, bara einn þriðji eru fatlaðir af þeim 13000 manns sem eru öryrkjar á Íslandi.

Rætt var um starfsemi Heilaheilla, breyttu viðhorfi innan sinna eigin raða með því að einblína á hvað fólk getur gert þrátt fyrir að hafa orðið fyrir heilablóðfallsskaða.

EB taldi einn af stóru ástæðunum fyrir því hvernig fjárhagsstaðan er, verða þá að það séu nokkrar lausar íbúðir í húsinu og hafi þeim ekki verið komið aftur í leigu fyrr en nú.

ÓR, ánægð með að hægt hafi verið vinda ofan af illa stöddum rekstri.  Allt verður að vera gert til að efla félagsstarfið sem allra allra fyrst, og benti á að  hugsanlegt væri að félagsstarfið gæti aukið tekjur landssambandsins.  Sammála RGÞ um orðin „öryrki“ og „fatlaðir“.

Rætt hefur verið um að breyta nafni samtakanna, t.d. í félag hreyfihamlaðra.

GPG sagði það rétt að óskað hafi verið eftir því að sem flesti úr framkvæmdastjórinni sem búa á höfuðborgarsvæðinu gætu mætt á fundinn.

Sagði GPG einnig að hann sem og aðrir formenn landssambandsins hafi ekki staðið sína plikt, segir félögin ekki hafastaðið nógu vel við bakið á landssambandinu.

RGÞ sagði þær góðar og gagnlegar umræðururnar sem höfðu verið á fundinum og sagði að lokum að ef hægt yrði að losa um fjármagn þá væri hægt að ráða fleira starfsfólk, efla félagsstarfið o.s.frv.  Benti á að ÖBÍ væri eingöngu að sinna félagsstörfum

Að lokum þakkaði RGÞ fyrir góðan fund.

6. Önnur mál

Valerie Harris.

Segist stolt að vera í Sjálfsbjörg þótt hún sé ófötluð.  VH ræddi að fólki væri mismunað vegna búsetu hvað varðar ferðaþjónustu fatlaðra.  Þjónustan best í Reykjavík en alls ekki nógðu góð í nágranna sveitarfélögunum.

Finnst að það eigi ekki að skipta málið hvar fólk býr til að fá góða ferðaþjónustu.

GM Tók undir með Valerie varðandi ferðaþjónustuna.  Stóð til að ferðaþjónusta fatlaðra í nágranna sveitarfélögunum yrði hjá Stætó bs, en nágrannasveitarfélög vildu það ekki og því er það eingöngu Reykjavík sem sinnir ferðaþjónustu fatlaðra innan Strætó bs.

GM tilkynnti að lokum að framkvæmdasvið félagsbústaða væri að vinna að gerð 50 íbúða blokkar þar sem verður aðgengi fyrir alla.  Einnig verður gengið að því að aðgengi verði fyrir alla í Þjóðleikhúsinu.

ÞKJ tók undir með Valerie.  Vill ekki færa ferðaþjónusta fatlaðra yfir til sveitarfélaga, þar sem sum sveitarfélög munu ekki eiga eftir að geta staðið undir rekstri ferðaþjónustu fatlaðra.

Guðríður Ólafsdóttir tilkynnti að fyrir tilstuðlan Sjálfsbjargar landssambands hafi verið sent bréf til Reykjavíkurborgar til að endurskoða ferðaþjónustu fatlaðra og hafði Reykjavíkurborg forystu í því að ræða þessi mál við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

Tryggvi Friðjónsson þakkaði fyrir góðan fund, GPG kom nú í pontu og ítrekaði þakkir fyrir góðan fund og sleit fundi kl. 22:10

Fundarritari; Anna Guðrún Sigurðardóttir