Fundargerð aðalfundar 28. apríl 2012

Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu

28. apríl 2012

Aðalfundur

Fundargerð

Formaður setur fundinn

Hannes Sigurðsson formaður félagsins býður fundarmenn velkomna og setur fundinn.

Kosning fundarstjóra og ritara

Hann bar upp tillögu um Stefán Ólafsson sem fundarstjóra. Samþykkt samhljóða. Nú var borin upp tillaga um Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur sem fundarritara. Samþykkt samhljóða.

Inntaka nýrra félaga

Nýir félagar eru Guðmundur Ingi Kristinsson og Sigrún Jóna Sigurðardóttir. Samþykkt með lófataki.

Minnst látinna félaga.

Engir látnir félagar.

Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðastliðnu starfsári lesin.

Formaður flytur skýrslu stjórnar (sjá fylgiskjal 1). Sigurjón Einarsson bendir á ósamræmi í skýrslunni. Það var verið að klappa fyrir störfum tveggja starfsmanna skrifstofunnar en í ársreikningum kemur fram að starfsmenn séu þrír. Útskýrt var að þriðji starfsmaðurinn væri Trausti Sigurlaugsson og hafði hann umsjón með þrifum.

Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins. (Fylgiskjal 2)

Benedikt Þór Jónsson fer í stuttu máli yfir helstu atriði úr reikningunum.

Rekstrartekjur ársins 2011 voru alls 25.516.621. Rekstrargjöld ársins 2011 eru alls 23. 675, 470 og er því hagnaður ársins 2011, 1.841.151.

Sigurjón Einarsson spyrst fyrir um land við Elliðavatn. Fannst eins og það kæmi fram í ársreikningunum að Sjálfsbjörg ætti það land. Endurskoðandi útskýrði að landið væri í afnotum til félagsins til 50 ára og hefði verið fært til eignar, en afskriftir af því eru 3%.

Guðbjörg Kristín tekur til máls og segir að sér fyndist skrítið að það væri hagnaður af félagsstarfi félagsins.

Guðríður Ólafsdóttir segist gleðjast yfir því að félagið sé á réttri braut. Eigum ekki alltaf að vera á núlli og ekki margir sem kvarta undan því að borga eitthvað. Það þarf að athuga fyrir næsta aðalfund að reikningar verði ljósritaðir með undirskrift fyrir fundarmenn.

Ársreikningar eru nú samþykktir samhljóða.

Nefndir

Kristín R. Magnúsdóttir flutti skýrslu um Krika. (sjá fylgiskjal 3). Einnig flutti hún skýrslu um spilakvöld.

Guðbjörg Halla Björnsdóttir flutti munnlega skýrslu um félagsvistina.

Fundarstjóri tilkynnti að mál tengdu starfstilhögun stjórnar yrðu rædd undir liðnum Önnur mál en Sigurjón hafði komið með athugasemd að þetta hefði ekki verið tilkynnt þegar skýrsla stjórnar var rædd.

Ákvörðun um félagsgjald

Samþykkt með handauppréttingu að félagsgjaldið verði óbreytt.

Kosning samkvæmt 7. grein laga

Formaður er Hannes Sigurðsson. Hannes gefur ekki kost á sér en núverandi varaformaður gefur kost á sér sem formaður og leggur kjörnefnd það til. Kjörnefnd leggur til að Hannes Sigurðsson verði varaformaður. Þau voru samþykkt með lófaklappi.

Hanna Margrét Kristleifsdóttir gefur ekki kost á sér sem ritari en Jón Eiríksson gefur kost á sér. Jón Eiríksson er því réttkjörinn nýr ritari með lófataki.

Gjaldkeri er Jóna Marvinsdóttir og hún gefur áfram kost á sér. Samþykkt með lófataki.

Nú er gengið til kosninga um varastjórn.

Þau sem gefa kost á sér eru:

Hilmar Guðmundsson hlaut 30 atkvæði

Anna Sigríður Antonsdóttir hlaut 26

Linda Sólrún Jóhannsdóttir hlaut 17

Sigurjón Einarsson 9

Einar Andrésson hlaut 21

Kristín R. Magnúsdóttir hlaut 29

44 seðlar berast.

Hilmar, Anna Sigríður og Kristín voru því réttkjörin sem varamenn til tveggja ára.

Þær sem telja atkvæði eru Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir og Ásta Dís Guðjónsdóttir og Ása Hildur Guðjónsdóttir.

Önnur mál

Ásta Dís þakkar fyrir traustið að vera kosin formaður.

Þakkar Hannesi fyrir að vilja starfa með henni. Varðandi starfið áfram er að stefna að áframhaldandi gott starf. Fleiri opna fundi/hús og skemmtanir. Höfum verið að huga að breytingum á dagskrá félagsins. T.d. hefur súpa verið á þriðjudögum en að hún verði líka á fimmtudögum og í framhaldi verði opið hús. Vantar tíma fyrir fólk að geta mætt að degi til.

Ferðirnar hafa verið vinsælar og stefnt er að halda áfram að hafa tvær ferðir að vetri.

Búið að gera við pallinn í Krika, stefnt að því að hafa Krika opinn í sumar.

Bætti við skýrslu um Krika að hún og Jóna hafi verið með smurt brauð og það verði áfram á þriðjudögum. Stefnt er að því að grænmeti verði áfram til sölu í Krika á vægu verði. Tveir dagar eru eftir í súpunni þetta vorið en heldur áfram næsta haust. Bingóið heldur áfram að vera tvisvar í mánuði. Tvö bingó eftir þetta vorið. Fyrir hönd Sjálfsbjargar landssambands þá hefur hún verið tengiliður við EAPN sem eru samtök um baráttu gegn fátækt og sótt fundi á þeirra vegum og mun hún á næstunni fara á fund EAPN í Brussel. Samtökin eru ekki hluti af ESB en eru undir verndarvæng ESB.

Ásta er einnig tengiliður við Medical Alert. Stefnt er að því að fara í stórt kynningarátak varðandi Medical Alert.

Einnig þarf að fylgja áfram málum varðandi yfirfærsluna og einnig varðandi eldri fatlaða. Kjarabaráttan heldur áfram og er hún tengiliður hjá ÖBÍ í því. Minnti á kröfugöngu ÖBÍ 1. maí nk. Einnig sagði hún að hún vildi að farið yrði í að endurgera kynningarefni fyrir Sjálfsbjörg.

Einnig hvatti hún nýtt fólk til að koma í félagið. Hún þakkaði Trausta Sigurlaugssyni fyrir hans störf sem umsjónarmanns þrifa.

Ásta kynnti minningartónleika sem haldnir verða 6. júlí kl. 20:00 um Jón Björn Marteinsson. Æskuvinir Jóns Björns standa fyrir tónleikunum en það á að safna fyrir rúmum fyrir 11E sem er krabbameinsdeild Landspítalans.

Sigurjón Einarsson óskar nýkjörinni stjórn til hamingju. Þakkar formanni fyrir hennar framsögu. Hann minnti á að samkvæmt lögum félagsins ætti að kjósa tvo skoðunarmenn reikninga á hverju ári en það hefur ekki verið gert enn á þessum fundi. Einnig sagði hann að endurskoða þurfi lög félagsins.

Hilmar Guðmundsson þakkar stuðninginn í varastjórn.

Hann skýrir frá því að hann hafi sótt fund Samfylkingarinnar daginn áður, um kjaramál.

Fundarstjóri tekur til máls og segist einnig hafa verið á fundinum enda einn af þeim sem undirbjó hann. Þar kom fram að ÖBÍ hefði sagt sig frá starfinu varðandi endurskoðun almannatryggingalaga og var hann ósáttur við það.

Sigfús Brynjólfsson og Sigmar Maríusson gefa kost á sér sem skoðunarmenn reikninga og eru þeir samþykktir samhljóða.

Ásta Dís útskýrði að hún sæti í bakhóp ÖBÍ varðandi endurskoðun almannatryggingalaga. Varðandi úrsögn ÖBÍ úr nefnd ráðuneytisins varðandi endurskoðun almannatrygginga sagði hún að endalaust væri verið að tína í hópinn allskyns tölur en ekki verið farið lagagreinarnar sjálfar Hún telur að hópurinn hafi verið alfarið á móti því að bandalagið segði sig úr starfshópi ráðuneytisins en hluti ástæðunnar á því vera sú að ÖBÍ hafi ekki fengið skráðar bókanir sínar í fundargerðir starfshópsins.

Hannes Sigurðsson tók til máls og þakkaði fyrir kosningu sem varaformaður. Varðandi endurskoðun laga félagsins að þá hafa þau verið rædd og hefur stjórn félagsins skipað eftirtalda að endurskoða lögin: Jón Eiríksson, Þorbera Fjölnisdóttir og Hilmar Guðmundsson og Sævar Guðjónsson og Linda Sólrún Jóhannsdóttir.

Nýkjörinn formaður tók til máls og kynnti að hún myndi á næstunni hafa viðveru hjá félaginu. Þakkaði fyrir góðan fund og sleit honum kl. 16:10. Þakkaði fundarstjóra og ritara fundarins.

Fundi slitið kl. 15:40.

Fundarritari: Anna Guðrún Sigurðardóttir