Aðalfundur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu,
haldinn í félagsheimili félagsins að Hátúni 12, þann 26. apríl 2008
1.Fundur settur.
Grétar Pétur Geirsson, formaður, setur fundinn. Stungið upp á Jóni Eiríkssyni sem fundarstjóra og Þorberu Fjölnisdóttur sem ritara. Samþykkt.
2. Inntaka nýrra félaga.
Enginn hefur óskað eftir inngöngu í félagið frá síðasta félagsfundi, þ. 1. apríl sl.
4. Skýrsla stjórnar.
Grétar Pétur Geirsson les.
5. Ársreikingar.
Benedikt Þór Jónsson, viðskiptafræðingur, gerir grein fyrir ársrekningi félagsins fyrir 2007.
Orðið gefið laust. Guðríður Ólafsdóttir kveðst sjá í reikningum að aðsókn að félagsstarfi hafi minnkað lítllega og spyr um ástæður þess. Spyr hvort Kriki sé talinn með. Minna hefur komið inn af félagsgjöldum. Spurning um hækkun. Arnór Pétursson minnist á 50 ára afmæli félagsins, þurfum enn í dag að standa í baráttu fyrir eðlilegu lífi. Hann lýsir yfir ánægju með rekstur félagsins og ræðir líka um lækkun tekna vegna félagsgjalda. Tekur undir spurninguna um hækkun. Spyr um vaxtgjöld í reikningum. Há upphæð, spurning um að greiða lánið hraðar niður. Spurt um stefgjöld. Arnór kveður reikningara lýsa aðhaldi í útgjöldum og dugnaði í fjáröflun. Benedikt útsýrir vaxtaliðinn. Stef hefur greitt félaginu stefgjöld vegna Bjarkar Guðmundsdóttur. Guðríður og Arnór kveða Björk hafa gefið landsambandinu stefgjöldin.
Grétar Pétur kveður málið vera í skoðun. Hann ræðir einnig félagsstarfið og segir að aukning hafi orðið í bingóinu. Aðsókn að bridge og félagsvist hafi dottið niður en er aðeins á uppleið aftur. Kveður hann rétt hjá Guðríði að telja eigi Krika með, þar sem Krki sé stór hluti af félagsstarfinu. Varðandi félagsgjöldin, þá greiddu margir seint, þ.e. eftir áramótin. Segir hann að e.t.v. þyrfti að gera átak í að fjölga félagsmönnum, sem eru nú u.þ.b. 1.000. Arnór singur upp á að samnýta handrukkun með Neytendasamtökunum tl að ná inn félagsgjöldum. Guðríður bendir á að gott væri að geta látið taka greiðsluna af greiðsukorti. Grétar Pétur segir að það þurfi að skoða.
Skýrsla stjórnar og ársreikningar samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
6. Ákvörðun um félagsgjald
Grétar Pétur kveður stjórnina ekki telja þörf á að hækka félagsgjöldin. Bæta megi innheimtu og afla nýrra félaga. Óbreytt félagsgjald samþykkt.
Kaffihlé.
7. Kosningar Skv. 7. grein laga félagsins. Aðalstjórn: Grétar Pétur formaður, Leifur Leifsson varaformaður, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir ritari, Jóna Marvinsdóttir gjaldkeri og Sigurður Pálsson meðstjórnandi. Varastjórn: Benedikt Þorbjörnsson, Einar Þ..Andrésson, Gylfi Baldursson, Jón Eiríksson og Þorbera Fjölnisdóttir. Samþykkt samhljóða.
8. Afmæli félagsins.
Grétar Pétur ræðir um 50 ára afmæli félagsins. Stefnt er að því að halda upp á afmælið þann 27. júní í Krika og vígja nýja aðstöðu þar í leiðinni. Einnig er fyrihugað afmæliskaffi í félagsheimilinu í september.
9. Heiðursfélagar.
Grétar Pétur segir að árið 2006 fékk Ólöf Ríkharðsdóttir merki „Heiðursfélagi nr. 1“.. Sigurður Ólafsson var gerður heiðursfélagi en fékk ekki merki. Grétar tilkynnir að ákveðið hafi verið að gera Guðríði Ólafsdóttur að heiðursfélaga og er henni afhent merki og þakkað mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins í áratugi, en hún er búin að vera félagi síðan í Tjarnarkaffi 1963.
10. Önnur mál.
A) Guðbjörg (Gugga) segir að fækkað hafi í félagsvistinni og tilkynnir að nefndin ætli að hætta eftir 21. maí, en það verður síðasta kvöldið. Hún þakkar fyrir sig og þakkar Kristínu Magnúsdóttur.
B) Arnór segir að í skákklúbbnum hafi verið 13-15 manna kjarni síðustu ár. Erfitt hefur verið að fá nýja í taflið og býður hann alla velkomna. Þakkar Jóhönnu fyrir aðstoð. Voru að kaupa tölvu, prentara og skjávarpa sem Björgúlfur Björgúlfsson gaf. Óskar Arnór nýrri stjórn til hamingju og stingur upp á einföldu baráttuþema í tengslum við afmælið
C) Kristín Magnúsdóttir segir að 830 manns komu í fyrra. Minnir hún á stórbætta aðstöðu og óskar eftir sjálfboðaliðum til starfa. Bátadagur, Haladagur, pylsudagur á föstudögum og vöffludagar á sunnudögum voru topparnir í starfinu í Krika. Vill hún fjölga toppdögunum. Kristín segir frá fyrirhuguðum Kolaports-markaðsdegi félagsins 10. maí og að þar verða seldar veitingar.
D) Ólöf Ríkharðsdóttir spyr um skipan í nefndir. Grétar kveður þau mál vera í góðum höndum, fólk var oft að gefa kost á sér en gerði ekkert.
E) Ebba spyr hvort hægt sé að varpa tölum í bingói upp á vegg.
Að lokum nefnir Grétar Pétur að stjórn, skrifstofa og sjálfboðaliðar hafi unnið gott starf, það sjáist í ársreikningnum.
Fundi slitið
Þorbera Fjölnisdóttir
fundarritari