Fundargerð aðalfundar 8. mars 2023

Fundargerð

Fundur settur klukkan 19:31

Formaður Grétar Pétur Geirsson setti fundinn og bauð fólk velkomið.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður, Grétar Pétur Geirsson stakk uppá Sævari Guðjónssyni sem fundarstjóra og Birgittu Rós Nikulásdóttir í embætti fundarritara.

Samþykkt samhljóða

Sævar greinir frá lögmæti fundsins.

Inntaka nýrra félaga.

Enginn nýr félagi frá síðasta fundi.

Minnst látinna félaga.

Enginn látinn frá síðasta fundi.

Skýrsla stjórnar á störfum félagsins á síðastliðnu starfsári og kynning á starfstilhögun komandi starfsárs.

Í stjórn og varastjórn sátu á starfsárinu:

Formaður:                   Grétar Pétur Geirsson

Varaformaður:            Hannes Sigurðsson

Gjaldkeri:                    Linda Sólrún Jóhannsdóttir

Ritari:                          Brandur Bryndísarson Karlsson

Meðstjórnandi:            Guðmundur Haraldsson


Varamenn: Sigvaldi Búi Þórarinsson, Ólafur Bjarni Tómasson, Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir,

Pála Kristín Bergsveinsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir.

Launaðir starfsmenn félagsins á tímabilinu voru tveir
Anna Kristín Sigvaldadóttir skrifstofa og bókhald.
Trausti Jóhannesson umsjón félagsheimilis.

Félagsmenn voru 1126 þann 1. janúar 2023.
1 hætti í félaginu (sagði sig úr félaginu) árið 2022.

Skýrsla stjórnar: 

Það var á stefnuskrá stjórnarinnar að virkja félagsmenn til starfa fyrir félagið og sú stefna mun vera áfram á komandi starfsári.

Fyrri hluti ársins 2022 voru töluverðar takmarkanir í samfélaginu og var því engin starfsemi í félagsheimili okkar fyrr en í byrjun september 2022. Þá fór allt í gang hjá okkur aftur. Það er gaman að segja frá því að bingó fer vel af stað hjá okkur og hefur fjöldi þeirra sem koma stóraukist. Við héldum áfram að viðhalda félagsheimili og var einnig skrifstofan tekin í gegn máluð og skipt út húsgögnum vorið 2022 sem voru orðin mjög lúin. Stjórnarfundir voru haldnir fyrsta mánudag í hverjum mánuði yfir veturinn.

Framgangur verkefna á starfsárinu var svohljóðandi:

21. mars 2022 fóru stjórnarmenn á fund með Guðmundi Inga Guðbrandssyni ráðherra. Þar ræddu þau m.a. stöðuna á löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sagði hann að það væru um tvö ár þar til hann tæki gildi . Töluðu um að fá fulltrúa inná fundi til að semja um kjör öryrkja og að þeir hefðu málfrelsi á þeim fundum. Þau töluðu um stöðu fólks sem er vistað á elliheimilum vegna úrræðaleysis, hann sagði það vera í ferli.

27. mars 2022 var haldin fyrirlestur um virkni og núvitun.

23. ágúst 2022 kom Valur Snær frumkvöðull til okkar og sýndi okkur tæki sem hann var að hanna. Þetta er fjölnotatæki til að styrkja hendur og fætur og hentar vel þeim sem eru í hjólastól eða hafa skerta hreyfigetu.

30. ágúst 2022 fóru þrír frá okkur á kynningarfund hjá Reykjavíkurborg og kynntu sér IMPULSE verkefnið. Verkefnið er í samstarfi við evrópska aðila og munu prófanir fara fram í Reykjavík haustið 2023 samhliða prófunum í 5 öðrum borgum Evrópu.

Grétar Pétur fór á morgunverðafund hjá Samtökum atvinnulífsins sem haldinn var í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) og Þroskahjálp um atvinnumál öryrkja. Samtök atvinnulífsins ( SA) lýsti áhuga á að þeim málum og vekja þyrfti athygli fyrirtækja innan þeirra raða.

Linda Sólrún Jóhannsdóttir og fleiri hjá Ungt Cp hafa fengið salinn að láni hjá Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu einu sinni í mánuði síðustu misseri en þeim fannst aldurinn í Ungt CP farið að hækka, þannig að hún og tvær vinkonur úr hópnum ákváðu að bjóða ungmennum á aldrinum 13-15 ára að koma og hitta þau. Fyrst um sinn ætla þau að hitta þau í 4 eða 5 skipti og bæta þeim svo við ungmenni frá 16 til 19 ára, sem verður nýtt Ungt CP. Þessi nýi hópur samanstendur af 4 ungmennum 13 til 15 ára og vonast þau til að bæta við fleiri ungmennum á þessum aldri í þennan hóp í framtíðinni.Í þessum mánaðarlegu hittingum er hist og spjallað saman, farið í leiki og í síðasti hittingi fengu þau líka einn gest sem spjallaði um sig sem einstakling með CP hreyfihömlun. Þau vona að þessir hittingar verði fleiri og hlakka til komandi tíma. 

Grétar Pétur fór með Arnari Helga Lárussyni formanni Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM) á fund með Guðbrandi Sigurðssyni framkvæmdastjóra Brynju hússjóðs. Þar sem erindið var hugmynd sem kom upp eftir Kastljós þátt í Ríkissjónvarpinu. Þar sem einstaklingur í hjólastól þurfti að búa hjá öldruðum föður sínum þar sem baðaðstaða var ekki gerð fyrir fatlaða í eigin húsnæði. Þeir fóru með þá hugmynd um að Brynja hússjóður beitti sér fyrir því að setja fólk í forgang sem t.d. er að koma út af Grensás eftir slys og býr í óaðgengilegu húsnæði um íbúð hjá Brynju. Við höfum mörg dæmi þess að fólk sem lent hafa í slysum eiga erfitt með að fóta sig heima fyrir vegna óaðgengilegs húsnæðis sem það hafði búið í áður. Framkvæmdarstjóri Brynju hússjóðs tók mjög vel í þessa hugmynd þeirra og ætlaði að fara yfir málið.

Í enda nóvember 2022 fór Guðrún Elísabet Bentsdóttir á vegum European Anti-Poverty Network (EAPN) til Brussel. Hún tók þátt í hópavinnu um hvað mætti betur fara og benti hún á að samræma ætti leiguverð í Evrópu og var sú tillaga efst í þessari hópavinnu. Við getum verið stolt af okkar konu.

28. febrúar 2023 fór Grétar Pétur Geirsson á málþing um ryðjum menntabrautina sem haldinn var á vegum ÖBÍ. Málþingið fjallaði um mikilvægi stuðningsúrræða í námi og fókusinn var á nemendur í efri bekkjum framhaldsskóla og háskólanema með ósýnilegar fatlanir sem þurfa á stuðningsúrræðum að halda, þ.e hvaða úrræði eru í boði og hvernig gangi fyrir nemendur að sækja þessa þjónustu og halda henni út námstímann.

Félagið hélt haustfagnað í byrjun október 2022 í samvinnu við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) og var hann vel sóttur.

Áætlað er að halda fyrirlestur um “ HUGARFRELSI„ miðvikudaginn 10. maí 2023 þá kemur til okkar Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi ehf.

Hvað er átt við með hugarfrelsi?

Með hugarfrelsi er átt við það frelsi sem hverjum manni er unnt að öðlast þegar hugurinn hefur ekki lengur neikvæð áhrif á daglegt líf. Frelsi frá áhyggjum, kvíða og ótta. Hugarfrelsi til þess að blómstra, frelsi til að nýta hæfileika sína sem best, frelsi til að velja hugsanir sínar sér og öðrum til gagns.

Mikið var leitað til skrifstofu félagsins til að fá hjálp við fjármál og hefur sá fjöldi aldrei verið meiri alls 46 manns og komu sumir einu sinni í mánuði og fengu aðstoð við að greiða reikninga. Svo er töluverður fjöldi sem kemur og fær aðstoð við skattframtalsgerð.

Starfsemi á skrifstofu og rekstur á félagsheimilinu hefur gengið vel eins og undanfarin ár og er Önnu Kristínu Sigvaldadóttir og Trausta Jóhannessyni þökkuð góð störf fyrir félagið.

Bingó

Bingó var annan hvern miðvikudag frá september 2022 til mars 2023, og var gaman að byrja aftur eftir heimsfaraldur. Það er gaman að segja frá því að þátttaka í bingó hefur stóraukist. Það voru þær Sigrún Pétursdóttir og Björk Sigurðardóttir sem héldu utan um bingóið.

Samvera og súpa

Samvera og súpa er á þriðjudögum í allan vetur. Það mætti samt alveg fleiri láta sjá sig. Það voru Ólína Ólafsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir sem framreiddu súpuna og meðlæti.

Krikaskýrsla

Kriki “ Paradísin okkar „ var opin alla dag frá maí 2022 til ágúst 2022 og svo miðvikudaga ,fimmtudaga , föstudaga og sunnudaga út september 2022.

Kriki á dýrmæta sjálfboðaliða sem halda honum opnum og hugsa vel um “ paradísina okkar „ þeirra framlag er ómetanlegt og vill stjórnin þakka þeim fyrir þeirra vinnu.

Flest í okkar félagi byggir á öflugu starfi sjálfboðaliða og því viljum við þakka eftirtöldum einstaklingum sérstaklega fyrir störf sín fyrir félagið:
Ása Hildur Guðjónsdóttir, Björk Sigurðardóttir, Guðrún Elísabet Bentsdóttir, Ólína Ólafsdóttir ,Sigrún Pétursdóttir og Ólafur Bjarni Tómasson.

Fyrir hönd stjórnar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

__________________________________________________
Grétar Pétur Geirsson formaður 2018-2023

Fundastjóri lagði til að farið yrði sameiginlega yfir skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.

Benedikt Þór Jónsson fóer yfir ársreikninginn fyrir árið 2022.

Engar athugasemdir við ársreikning félagsins.

Stjórn samþykkir ársreikning með undirritun sinni

Reikningar samþykkir með öllum greiddum atkvæðum.

Ákvörðun um félagsgjald.

Stjórn lagði til að félagsgjald verði hækkaðu um 100 krónur og verði þá 3100 krónur.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Kosning í stjórn og varastjórn.

Aðalstjórn:

Varaformaður Hannes Sigurðsson gaf ekki kost á sér áfram.

Í kjöri til varaformans var Björk Sigurðarsdóttir. Engin mótframboð svo hún var réttkjörin varaformaður félagsins til næstu tveggja ára.

Brandur Bryndísarson Karlsson gaf  áfram kost á sér til ritara. Engin mótframboð svo hann vaer réttkjörin til næstu tveggja ára.

Guðmundur Haraldsson gaf  áfram kost á sér til meðstjórnanda. Engin mótframboð svo hann var  réttkjörin til næstu tveggja ára.

Varamenn:

Guðrún Elísabet Bentsdóttir og Pála Kristín Bergsveinsdóttir gáfu kost á sér. Engin mótframboð svo þær voru  réttkjörnar til næstu tveggja ára.

Stjórn og varastjórn eru skipuð eftirfarandi félögum eftir aðalfundinn.

Formaður: Grétar Pétur Geirsson

Varaformaður: Björk Sigurðardóttir

Gjaldkeri: Linda Sólrún Jóhannsdóttir

Ritari: Brandur Bryndísarson Karlsson

Meðstjórnandi: Guðmundur Haraldsson

Varastjórn:

Guðrún Elísabet Bentsdóttir

Ólafur Bjarni Tómasson

Pála Kristín Bergsveinsdóttir

Margrét Lilja Arnheiðardóttir Aðalsteinsdóttir

Sigvaldi Búi Þórarinsson

Kosning á endurskoðunarfyrirtæki / endurskoðenda til eins ár. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Benedikt Jónsson endurskoðandi var kosin til eins árs.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Ólína Ólafsdóttir og Kristín R. Magnúsdóttir gáfu  kosta á sér áfram.

Réttkjörnar sem skoðunarmenn reikninga næsta árið.

Sævar Guðjónsson varaskoðunarmaður reikninga til eins árs.

Kosning kjörnefnda

Kjósa þarf 3 aðila í kjörnefnd og einn til vara.

Logi Þröstur Linnet

Rúna Baldvinsdóttir

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Fundarstjóri lagði  til að fela skrifstofu það hlutverk að finna einn félagsmann til viðbótar í kjörnefnd.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Önnur mál.

Þórhalla Guðmundsdóttir ef Hafnarfjörður heyrir undir höfuðborgarsvæði vill hún að félagið skoði aðgengismál hjá bæjarfélaginu. Stjórn ætlar að skoða málið

Kristín R. Magnúsdóttir Fer í sjúkraþjálfun á þriðju hæð í Kringlunni, þarf að fá hjálp við að komast upp rampinn. Lyftan er of brött, það þarf að lyfta um 10 cm. Stjórninni er falið að skoða þetta mál.

Frímann segir: nú var það alltaf þannig að Sjálfbjörg var leiðandi í umræðu um aðgengi og fylgdist vel með aðgengismálum. Mikilvægt að sinna því hlutverki vel þó að aðrir aðilar séu einnig að sinna þessu hlutverki.  Algengt í fjölbýli að fatlaður einstaklingur hrökklist í burtu þar sem húsfélag er ekki tilbúið að leggja í breytingar.

Grétar Pétur svaraði Frímanni á að þetta hafi færst mikið yfir til Öryrkjabandalag Íslands. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra hefur þetta hlutverk ásamt félaginu  en það hefur setið á hakanum hjá báðum aðilum. Ekkert verið gert í þessu síðan Þorsteinn F. Sigurðsson fyrrverandi framkvæmdastjóri landssambandsins  hætti störfum. Góð ábending sem stjórnin þarf að skoða.

Fundargerð lesin og borin upp til samþykktar.

Samþykkt með áorðnum breytingum með öllum greiddum atkvæðum.

Fundi slitið kl. 20:43.