Skýrsla stjórnar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu starfsárið 2020 til 2021

Í stjórn og varastjórn sátu á starfsárinu:

Formaður:                   Grétar Pétur Geirsson

Varaformaður:            Hannes Sigurðsson

Gjaldkeri:                    Arndís Baldursdóttir

Ritari:                          Kristín Friðrika Svavarsdóttir

Meðstjórnandi:             Guðmundur Haraldsson


Varamenn: Sigvaldi Búi Þórarinsson, Ólafur Bjarni Tómasson, Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir,

Hanna Margrét Kristleifsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir

Launaðir starfsmenn félagsins á tímabilinu voru tveir
Anna Kristín Sigvaldadóttir skrifstofa og bókhald.
Trausti Jóhannesson umsjón félagsheimilis.

Félagsmenn voru  1152 þann 1. janúar 2021.
58 hættu í félaginu (ógreidd félagsgjöld í þrjú ár eða sögðu sig úr félaginu) árið 2020.

Skýrsla stjórnar:

Árið 2020 var ár sem lítil sem engin félagstarfsemi var vegna heimsfaralds Covid – 19. Þar sem sóttvarnir voru miklar og flest okkar fólks með undirliggjandi sjúkdóma var öllu félagstarfi frestað frá byrjun mars 2020.

Í stað var farið í viðhald á félagheimili það málað og skipt um skápa í sal.

Framgangur verkefnanna á starfsárinu var svohljóðandi:

Lokið var við gerð heimildarmyndar og hefur hún verið afhent RÚV sem mun sína hana.

Það var á stefnuskrá stjórnarinnar að virkja félagsmenn til starfa fyrir félagið og sú stefna mun vera áfram á komandi starfsári.

Stjórn félagsins fór í átaka að afla nýrra félaga og gekk það mjög vel, það komu 611 nýir félagar.

Starfsemi á skrifstofu og rekstur á félagsheimilinu hefur gengið vel eins og undanfarin ár. Starfsmenn félagsins eru Anna Kristín Sigvaldadóttir og Trausti Jóhannesson eiga þakkir skyldar fyrir góð störf fyrir félagið.

Bingó

Bingó var tvö kvöld í mánuði  til byrjun mars 2020 þegar við þurftum að hætt með félagstarf vegna Covid- 19. Og voru þær Sigrún Pétursdóttir og Björk Sigurðardóttir sem héldu utan um Bingó.

Samvera og súpa

Samvera og súpa var á þriðjudögum til byrjun mars og sáu Ólína Ólafsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir um hana.

Krikaskýrsla

Kriki “ Paradísin okkar „ var opin með breyttu sniði í sumar. Var opið tvo daga í viku og máttu bara vera 15 manns í einu. Það er von okkar að sumarið 2021 verið hægt að hafa venjulega opnun og engar takmarkannir. En það á eftir að koma í ljós. Kriki á dýrmæta sjálfboðaliða sem halda opnum og hugsa vel um “ paradísin okkar „ þeirra framlag er ómetanlegt og vill stjórnin þakka þeim fyrir þeirra vinnu.

Flest í okkar félagi byggir á öflugu starfi sjálfboðaliða og því viljum við þakka eftirtöldum einstaklingum sérstaklega fyrir störf sín fyrir félagið:
Ása Hildur Guðjónsdóttir, Björk Sigurðardóttir, Guðrún Elísabet Bentsdóttir, Hannes Sigurðsson, Kristín Magnúsdóttir, Ólína Ólafsdóttir, Priscela Ycot Sigurðsson og Sigrún Pétursdóttir. Að öðrum ólöstuðum hafa þau lagt heilmikið af mörkum þetta starfsárið.

Fyrir hönd stjórnar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu

__________________________________________________
Grétar Pétur Geirsson formaður 2018-2021