Neðangreindar upplýsingar eru fengnar úr leiðbeiningablaði 6.4.11 Mannvirkjastofnunar um Skábrautir og hæðarmun
- Skábrautir ættu ekki að vera brattari en 1:20 (5%) á leið sem er styttri en 3 m. Sé ekki hægt að koma því við að hallinn sé 1:20 má hafa hallann að mesta lagi 1:12 (8,3%).
- Sé hæðarmunur meiri en 0,5 m þar sem nota á skábraut skulu vera hvíldarpallar að minnsta kosti við hverja 0,60 m hækkun. Hvíldarpallurinn á að vera jafn breiður skábrautinni og að lágmarki 1,8 m að lengd.
- Við sinn hvorn enda skábrautar skal vera sléttur láréttur flötur sem er 1,5 m x 1,5 m að stærð.
- Yfirborð skábrautar skal vera nægjanlega hrjúft til að það verði ekki hált í bleytu.
- Hæðarmun við skábrautir skal auðkenna fyrir sjónskerta og blinda.
Skábrautir, slyskjur og/eða hjólastólarampa er m.a. hægt að kaupa hjá Byko, Eirberg og Öryggismiðstöðinni , Öryggismiðstöðin hefur selt bílrampa.