Útleiga á sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu að Hátúni 12
Salurinn tekur allt að 100 manns í sæti – leigutaki raðar borðum upp sjálfur og kemur með ruslapoka , nema um annað sé samið.
Útleigu fylgir allur venjulegur borðbúnaður nema dúkar.
Salurinn er einungis leigður út með aðstoðarmanneskju í eldhúsi.
Miðað er við að veisluhaldi ljúki í síðasta lagi kl. eitt að nóttu til vegna eðlis
annarra starfsemi hússins.
Leigutaki ber ábyrgð á að allir hafi yfirgefið húsnæðið/félagsheimilið klukkan 01:00.
Greiða þarf staðfestingargjald innan 10 daga frá pöntun á sal, staðfestingargjald er 10,000,- kr ( óafturkræft). Hafi staðfestingargjald ekki borist á tilsettum tíma fellur bókunin niður.
Og gera þarf upp eftirstöðvar í síðasta lagi við afhendingu lykils. Hægt er að leggja inn á reikning
0111-26-111195 Kt. 570269-1199. Setja þarf í tilvísun dagsetningu og senda
okkur staðfestingu á skrifstofa@sjalfsbjargar.is
Verðskrá:
Leiga á sal: Almennt verð er 48,000 ( dagsleiga) kr. en 24,000 kr. ( dagsleiga) til skuldlausra félagsmanna.
Fyrir veislur allt að 40 manns þarf 1 aðstoðarmanneskju – 4,000 kr á tímann
Í veislur fyrir 41 – 100 manns þarf 2 aðstoðarmanneskjur – 4,000 kr á tímann hvor.
Það er lámark að greiða 4. tíma fyrir aðstoðarmanneskju = 16,000,- kr. ( 32,000,- fyrir tvo).
Ef fjöldi fer yfir 41 manns og það var bara beðið um eina aðstoðarmanneskju þá skal greiða 20,000 krónur aukagjald til aðstoðarmanneskju sem er að vinna í sal.
Gera skal upp við aðstoðarfólk á staðnum við veislulok
Innifalið í salaleigu er þrif á sal en leigutaki verður að þurrka af borðum og sópa salinn. Athugið að skyndiskraut, Confetti, er ekki leyft í veislusal né utandyra við veislusal.
Hljóðkerfi , sjónvarp er leigt út sér og kostar það 5,000 krónur.
LEIGUTAKI BER ÁBYRGÐ Á SAL OG INNANSTOKKSMUNUM Á
MEÐAN SALURINN ER Í HANS UMSJÁ
Skrifstofa Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu sér um tímabókanir á sal og er
hún opin frá kl. 10:00 til 14:00, mánudag til fimmtudags og föstudaga frá kl 10:00 til 13:30.
Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu
skrifstofa@sjalfsbjargar.is
s:551 7868