Fundargerð aðalfundur 27. maí 2020

Aðalfundur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu 2020. Haldinn í félagsheimili félagsins Hátúni 12, inngangur númer 7

miðvikudaginn 27. maí 2020 klukkan 19:30.

Fundargerð

  1. Fundur settur.

Grétar Pétur Geirsson setti fundinn.

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Grétar stakk uppá Sævari Guðjónssyni sem fundarstjóra og Birgittu Rós Nikulásdóttir sem ritara fundarins.

Samþykkt

Sævar þakkaði fyrir traustið – líkt og Grétar Pétur sagði var fundinum streymt á Youtube.

Samkvæmt 8.gr laga skal boða fundi með 5 vikna fyrirvara og hann skal fara fram fyrir lok í mars. Fundurinn var boðaður með réttum fyrirvara , gögnum var einnig skilað á réttum tíma. Einnig skal vera búið að senda út framboð tveimur vikum fyrir aðalfund og lagabreytingar áður en fundi var aflýst var öllum þessum tímafrestum lokið. Það er hvergi í lögunum hvað skyldi gera ef fresta þyrfti aðalfundi.

Auglýsingar fundarins 27.05.2020 voru settar á facebooksíðu félagsins 27. apríl 2020 og tölvupóstur sendur út 30. apríl 2020.

Sævar lýsti fundinn lögmætan miðað við atstæður þar sem engar athugasemdir komu vegna boðunar fundarins.

Sævar  fór yfir dagskrá fundarins.

  • Fundargerði síðasta félagsfundar lesin upp til samþykktar.

Fundargerð samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  1. Inntaka nýrra félaga.

Sara Sigurðardóttir , Suðurlandsbraut 70 B , 104 Reykjavík

Alberto A. Larrea , Berjavellir 1, 220 Hafnarfirðir

Samþykkt í félagið.

                        Fundarstjóri bauð þau velkomin í félagið.

  1. Minnst látinna félaga.

Björn Viðar Sigurjónsson

  • Skýrsla stjórnar á störfum félagsins á síðastliðnu starfsári og kynning á starfstilhögun komandi starfsárs.

Grétar sagðist hafa geta brugðist öðruvísi við spurningum sem Guðríður Ólafs Ólafíudóttir spurði að á félagsfundi 26.02.2020.

Í stjórn og varastjórn sátu á starfsárinu:

Formaður:                   Grétar Pétur Geirsson

Varaformaður:            Hannes Sigurðsson

Gjaldkeri:                    Arndís Baldursdóttir

Ritari:                          Kristín Friðrika Svavarsdóttir

Meðstjórnandi:           Sigvaldi Búi Þórarinsson


Varamenn: Björk Sigurðardóttir, Guðmundur Haraldsson, Sævar Guðjónsson,

Hanna Margrét Kristleifsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir

Launaðir starfsmenn félagsins á tímabilinu voru tveir
Anna Kristín Sigvaldadóttir skrifstofa og bókhald.
Trausti Jóhannesson – umsjón félagsheimilis.

Félagsmenn voru 596 þann 1. janúar 2020.
12 hættu í félaginu (ógreidd félagsgjöld í þrjú ár eða sögðu sig úr félaginu) árið 2019.

Skýrsla stjórnar:

Á aðalfundi félagsins þann 13. mars 2019 þá voru eftirfarandi vekefni á dagskrá fyrir starfsárið 2019-2020:
Uppfæra heimasíðu félagsins – sem hann taldi eins og flestir sem fara þar inná að vel hafi tekist til, núna er hún bara góð að okkur finnst. Það má einnig geta þess að við erum einnig á facebook.
Fræðslufundir. – það var nú rætt um hugmyndina um að vera með fræðslufundi.. Það var könnun á facebook síðu félagsins og varágætis þáttaka í henni  en það var aðallega þrennt sem stóð uppúr það var í fyrsta lagi aukin félagsleg virkni (33%), fyrirlestur um CP (23%), fyrirlestur um sjálfsstyrkingu (23%). Markmiðið er að verða með í það minnsta þrjá fundi á starfstímabilinu.

Grétar sagði að Sævar sé að segja skilið við stjórnina
Yfirfara gamlar ljósmyndir – Grétar og Sævar hafa undanfarið verið að fara yfir gamlar ljósmyndir, Sævar hefur samþykkt að fara yfir þessar myndir þó að hann yfirgefi okkur sem stjórnarmaður
Vinna í ársverkefni Sjálfsbjargarlandssambands hreyfihamlaðra. –
 leikskólar teknir fyrir að þessu sinni, Grétar og Sóley Axelsdóttir fóru í sjö leikskóla, reyndu að taka gamla og nýja og reyndu að taka jafnt gamla og nýja, sem dæmi um virkni félagana, að auglýst var eftir einstaklingum til að taka þátt í þessu en engin bauð sig fram. Það var aðeins eitt fatlað barn í þessum leikskólum það var með CP. Það er búið að laga töluvert, nýju leikskólarnir voru til fyrirmyndar en það er einn galli á þessu að það vantar fötluð börn, fóstrum er eitt og því er það ekki skrítið að það vanti fötluð börn á leikskóla. Aðeins eitt barn fatlað og tvö börn með einhverfu. Leikskólastjórarnir voru glaðir að fá þau [Grétar og Sóleyju]og að sjálfsbjörg væri að veita þessu eftirtekt. Þetta er í höndum Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra í dag þar sem þetta er á þeirra ábyrgð
Kynning á félaginu – 
Engin ein aðferð til við það og eins og þjóðfélagið er að þróast í dag þá virðist vera minni þörf fyrir svona félagsskap. Þetta er erfitt en við erum búin að láta gera kynningabækling, sem er tilbúinn samkvæmt Önnu Kristínu Sigvaldadóttir.


Auk þess að klára gerð heimildarmyndar um Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu í 60 ár sem fyrirhugað var í apríl/maí 2019 –
 Ekki víst hvenær hún verður sýnd, myndin er 35-40 mínútna löng

Klára skráningu á sögu félagsins – Enn og aftur kemur Sævar sterkur inn, hann hefur verið að fara yfir gamlar fundargerðir
Klára kynningarbækling um félagið.

Framgangur verkefnanna á starfsárinu var svohljóðandi:

Uppfærsla á heimasíðu félagsins var lokið á starfsárinu.
Umræða var um fræðslufundi en engir haldnir og stjórnin kallar eftir hugmyndum um málefni til kynningar.
Lítið var unnið í yfirferð á myndum félagsins en þörf er á að eldri félagar hjálpi til við þá vinnu.

Félagið vann í ársverkefni Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra á starfssvæði félagsins. Í ár var það Leikskólar okkar allra og tókum við út 7 leikskóla á höfuðborgarsvæðinu.
Öllum félagsmönnum sem gengu í félagið 2017-2019 var sent bréf þar sem starfsemi félagsins var kynnt og mun það vera gert framvegis að senda nýjum félögum bréf til kynningar á félaginu.
Gerð heimildarmyndarinnar um félagið er á lokametrunum og búast má við að hún verði sýnd í Ríkissjónvarpinu í apríl/maí 2020.
16 kaflar af sögu Sjálfsbjargar félags hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu voru settir inn á heimasíðu félagsins (hbs.sjalfsbjorg.is) og fór síðasti kaflinn á heimasíðu félagsins þann 29.11.2019 en verkefnið hófst formlega 30.11.2017.
Einnig voru sendar leiðréttingar á sögu félagsins sem var á söguvef Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra þann 11.11.2019 og upplýsingarnar voru uppfærðar.
Vinna við gerð kynningarbæklings er á lokametrunum.

Þá voru miklar framkvæmdir í sumarhúsinu í Krika við Elliðavatn og lagfæring var gerð á ljósum í félagsheimilinu.

Það var á stefnuskrá stjórnarinnar að virkja félagsmenn til starfa fyrir félagið og sú stefna mun vera áfram á komandi starfsári. Fyrir utan verkefnin sem er ólokið hér að ofan þá veltur það á félagsmönnum hvað þeir vilja að stjórnin standi fyrir því félagsmenn geta verið með hugmyndir að verkefnum sem stjórnarmenn huga ekki að og starfsemi félagsins veltur á því að félagið bjóði upp á viðburði sem félagsmenn hafa áhuga á. Þann 31.01.2020 var sett könnun á Facebooksíðu félagsins um hvað félagsmenn vildu að félagið stæði að og eru félagsmenn hvattir til að svara henni.

Starfsemi á skrifstofu og rekstur á félagsheimilinu hefur gengið vel eins og undanfarin ár. Starfsmenn skrifstofu Anna Kristín Sigvaldadóttir og Trausti Jóhannesson eiga þakkir skyldar fyrir góð störf fyrir félagið.

Einnig hefur formaður Sjálfbjargar á höfuðborgarsvæðinu átt góða fundi með Þorsteini F. Sigurðssyni fyrrverandi framkvæmdarstjóra Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra (lsh.) á starfsárinu.

Þá hafa föstu punktarnir í starfi félagsins verið eins og áður og sjá má hér að neðan.

Bingó

Að jafnaði voru haldin tvö bingókvöld á vegum félagsins í hverjum mánuði á starfsárinu yfir vetrartímann en þær Sigrún Pétursdóttir og Björk Sigurðardóttir hafa skipt bingókvöldunum á milli sín.

Uno

Uno spilakvöld hættu hjá félaginu á haustmánuðum 2019 þar sem engin fékkst til að halda utan um það.

Samvera og súpa

Er fastur punktur í tilverunni fyrir marga af okkar góðu félögum sem auk fjölda annarra sækja þangað grænmeti, ódýra máltíð, lestur blaða og góðan félagsskap í umsjón okkar frábæru matráðskvenna þeirra Ólínu Ólafsdóttur, Guðrúnu Elísabetu Bentsdóttur og Auðar Svövu Iðunnardóttir.

Krikaskýrsla

Kriki, Paradísin okkar, er mikilvægur þáttur í okkar starfi þar sem hefðbundið félagsstarf í félagsheimili okkar liggur niðri yfir sumarið en þess í stað gefst tækifæri til útivistar við Elliðavatn að ógleymdri sumarbústaðastemningunni sem myndast þegar ekki viðrar til útivistar þá er gott að gleyma sér í góðum félagsskap við góðar veitingar.

Þann 1. apríl 2020 þá eru liðin 25 ár frá því félagið skrifaði undir leigusamning um útivistarsvæðið „Krika“ við Elliðavatn til 50 ára við Magnús Hjaltested á Vatnsenda við Elliðavatn.



Flest í okkar félagi byggir á öflugu starfi sjálfboðaliða og því viljum við þakka eftirtöldum einstaklingum sérstaklega fyrir störf sín fyrir félagið:
Ása Hildur Guðjónsdóttir, Björk Sigurðardóttir, Guðrún Elísabet Bentsdóttir, Hannes Sigurðsson, Kristín R. Magnúsdóttir, Ólína Ólafsdóttir, Auður Jónsdóttir, Anna Sigríður Guðmundsdóttir , Áslaug Þórarinsdóttir , Priscela Ycot Sigurðsson og Sigrún Pétursdóttir. Að öðrum ólöstuðum hafa þau lagt heilmikið af mörkum þetta starfsárið.

Fyrir hönd stjórnar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu

__________________________________________________
Grétar Pétur Geirsson formaður 2018-2020

Sævar lagði til að farið verði yfir skýrslu stjórnar eftir yfirferð endurskoðaðrair reikninga félagsins og það var samþykkt.

  • Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins

Benedikt Þór Jónsson viðskiptafræðingur fóer yfir ársreikning félagsins fyrir árið 2019

Opnað fyrir umræðu um skýrslu stjórnar og endurskoðaða reikninga.

Grétar gerði grein fyrir því að lítið tekjustreymi sé að koma inn í félagið núna en fjárhagsleg staða er  mjög góð eins og staðan er í dag [27.05.2020] en þetta er glæsilegt.

Guðbjörg Kristín Eiríkisdóttir kom með hugmynd fyrir skýrslu á næsta ári: Það eru margir félagar sem starfa í mögum nefndum hjá Öryrkjabandalagi Íslands, félagsmenn félagsins eru þekktir fyrir þátttöku sína og gaman væri að gera grein fyrir því á næsta ári

Grétar sagði þetta alveg rétt og sagði að félagarnir séu svo sannarlega að sinna sínu og bendir á þá staðreynd að stjórnin í félaginu sé í sjálfboðavinnu.

Kristín R. Magnúsdóttir gerði athugasemd að hún væri  hætt með Unoið, hún var með hjálparmann. Marteinn Jónsson en hann gifti sig og hún gerði ráð fyrir því að sjá hann ekki meira. Hún reyndi að vera í tvö skipti með opið að degi til en fólk vildi koma að spila eitthvað annað en ekki Uno.

Marteinn sagði sig úr félaginu.

Kosning um endurskoðaða reikninga.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  • Ákvörðun um félagsgjald.

Stjórn lagði til sama félagsgjald og síðasta ár kr. 3000.-

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og félagsgjöldin verða því 3000 kr fyrir árið 2020.-

  • Kosning í stjórn og varastjórn.

Kjósa á um formann og gjaldkera í aðalstjórn og 3 varamenn.

Aðalstjórn:

Grétar Pétur Geirsson var kosinn til formanns til tveggja ára.

Arndís Baldursdóttir var kosin til gjaldkera til tveggja ára..

Guðmundur Haraldsson var kosinn til meðstjórnanda til eins árs.

Varastjórn:

Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, Sigvaldi Búi Þórarinsson og Ólafur Bjarni Tómasson voru kosin í varastjórn til tveggja ára.

Stjórn og varastjórn eru skipuð eftirfarandi félögum eftir aðalfundinn.

Formaður: Grétar Pétur Geirsson

Varaformaður: Hannes Sigurðsson

Gjaldkeri: Arndís Baldursdóttir

Ritari: Kristín Friðrika Svavarsdóttir

Meðstjórnandi: Guðmundur Haraldsson

Varastjórn:

Hanna Margrét Kristleifsdóttir

Guðrún Elísabet Bentsdóttir

Sigvaldi Búi Þórarinsson

Ólafur Bjarni Tómasson

Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir

  1. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Þær Kristín R. Magnúsdóttir og Ólína Ólafsdóttir voru kosnar skoðunarmenn. Enginn varaskoðunarmaður var kosinn.

  1. Kosning kjörnefndar.

Í kjörnefnd voru kosnar, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, Kristín R. Magnúsdóttir og Anna Sigríður Guðmundsdóttir.

  1. Önnur mál.

Anna Kristín Sigvaldadóttir þakkaði Sævari fyrir að vinna að sögu félagsins og færði honum blómvönd.

Grétar Pétur bentir á viðburð á facebook sem heitir við hjólum í gang.

Anna sagði að þetta sé í Hjálpartækjamiðstöð Sjálfsbjargar og að allir upplýsingar um það séu á netinu. Grétar hvatti félagsmenn til að skoða þetta.

  1. Fundargerð lesin og borin upp til samþykktar

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Grétar Pétur sagði að hann væri  búinn að vera félagsmaður í félaginu í 20 ára og kynjaskipting sé fremur jöfn í stjórn félagsins í dag en hér áður fyrr hafi staðan verið önnur.

Grétar segir að félagið standi vel og vera mjög öflugt og segist hann vera stoltur Sjálfsbjargar félagi.

  1. Fundi slitið.

Grétar Pétur sleit fundi klukkan  20:47.