Fundargerð aðalfundar 5. mars 2025

Aðalfundur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Haldinn í félagsheimili félagsins Hátúni 12, inngangur númer 7

miðvikudaginn 5. mars 2025 klukkan 19:30.

Fundargerð

Fundur settur kl. 19:30

  1. Fundur settur.

Formaður Logi Þröstur Linnet setti fundinn og bauð fólk velkomið.

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður Logi Þröstur Linnet stakk upp á Sævari Guðjónssyni sem fundarstjóra og Birgittu Rós Nikulásdóttir í embætti fundarritara.

         Samþykkt samhljóða

Sævar greindi frá lögmæti fundarins samkvæmt áttundu grein félagsins.

  • Inntaka nýrra félaga.

Jóhann Gröndal

Guðrún Vilborg Sigmundsdóttir

Samþykkt samhljóða.

  • Minnst látinna félaga.

Engin látinn frá félagsfundi 12.02.2025.

  • Skýrsla stjórnar á störfum félagsins á síðastliðnu starfsári

og kynning á starfstilhögun komandi starfsárs.

Skýrsla stjórnar: var flutt af Loga Þresti Linnet formanni.

Inngangur

Skýrslan var samin af stjórn Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og fjallaði fjallar um starfsemi og frammistöðu félagsins á starfsárinu 2024-2025. Hlutverk stjórnar er að tryggja árangursríka stefnumótun og rekstur, sem styður við markmið og framtíðarsýn félagsins.

Það var á stefnuskrá stjórnarinnar að virkja félagsmenn til starfa fyrir félagið og sú stefna mun vera áfram á komandi starfsári.

Framgangur verkefna á starfsárinu.

Stjórnarfundir voru haldnir einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina.

Félagsmenn tóku virkan þátt í málefnahópum, nefndum og stjórnum hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ). Meðal þeirra sem störfuðu hjá ÖBÍ á starfsárinu voru Þorbera Fjölnisdóttir, Sunna Elvira Þorkelsdóttir og Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem jafnframt var formaður ÖBÍ. Þeir sem voru í málefnahópum voru Pála Kristín Bergsveinsdóttir og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir,

Formaður Logi Þröstur Linnet fór á námskeið á vegum ÖBÍ um hvernig er að starfa í félagasamtökum.

Mikið var leitað til skrifstofu félagsins til að fá aðstoð við fjármál, réttindamál og umsóknir, þeir sem leituðu til skrifstofu vegna fjármála hefur aukist milli ára sem sýnir að margir félagsmenn eiga erfitt með að ná endum saman.

  • 68 manns fengu aðstoð við fjármál, réttindamál og umsóknir á árinu 2024.

Starfsemi og viðburðir:

Rekstur félagsheimilisins hefur gengið vel og er Önnu Kristínu Sigvaldadóttur og Trausta Jóhannessyni þökkuð góð störf fyrir félagið.

Félagið hélt haustfagnað 5. október 2024 í samvinnu við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík (ÍFR), og var aðsókn í viðburðinn meiri en nokkru sinni fyrr.

Á starfsárinu voru eftirtaldir viðburðir fastir liðir í félagslífinu:

  • Bingó: Haldið annan hvern miðvikudag frá september 2024 til mars 2025. Þátttaka hefur aukist verulega. Sigrún Pétursdóttir og Linda Sólrún Jóhannesdóttir sáu um skipulagningu.
  • Samvera og súpa: Haldið á þriðjudögum yfir vetrarmánuðina. Aðsókn hefur verið góð. Guðrún Elísabet Bentsdóttir og Súsanna Finnbogadóttir sáu um matseldina.
  • Kriki – „Paradísin okkar“: Opið var alla daga nema mánudaga og laugardaga frá maí til ágúst 2024 og síðan á miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum út september 2024. Stjórnin þakkar sjálfboðaliðum sem héldu Krika opnum.

Þakviðgerðir

Í vetur kom upp leki á þaki félagsheimilisins, og við skoðun kom í ljós að þakið er steypt og án pappa. Í kjölfarið var aflað tilboða í nauðsynlegar lagfæringar, og hefur verkið þegar hafist. Framkvæmdirnar eru unnar af Nýtt þak ehf., og nemur kostnaður við okkar hluta verkefnisins 4.123.155 kr.

Sjálfsbjörg landsamband hreyfihamlaðra (lsh) mun standa straum af kostnaði við lagfæringar á sundlaugarþakinu.

Niðurrif og endurnýjun lofts í sal

Vegna leka í lofti salarins og til að koma í veg fyrir myglu er nauðsynlegt að fjarlægja núverandi loft. Verið er að afla tilboða í niðurrif og uppsetningu nýs kerfislofts. Loftið verður tekið niður í eina hæð.

Áætlaður kostnaður verkefnisins er um 5 milljónir króna. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í maí/júní 2025.

Félagið byggir á öflugu starfi sjálfboðaliða, og vill stjórnin sérstaklega þakka eftirtöldum sem einstaklingum fyrir framlag þeirra: Ásua Hildiur Guðjónsdóttir, Sigríði Ingólfsdóttir , Lindu Sólrúnu Jóhannsdóttir , Guðrúnu Elísabetu Bentsdóttir, Ólínu Ólafsdóttir, Súsönnu Finnbogadóttir, Sigrúnar Pétursdóttir, Sævars Guðjónssonar, Ólafs Bjarna Tómassonar og Birgittu Rósar Nikulásdóttir.

Stjórn og stjórnendur:

Í stjórn og varastjórn sátu á starfsárinu:

  • Formaður: Logi Þröstur Linnet
  • Varaformaður: Björk Sigurðarsdóttir
  • Gjaldkeri: Linda Sólrún Jóhannsdóttir
  • Ritari: Brandur Bryndísarson Karlsson
  • Meðstjórnandi: Guðmundur Haraldsson

Varamenn: Sigvaldi Búi Þórarinsson, Ólafur Bjarni Tómasson, Elísabet Magnúsdóttir, Pála Kristín Bergsveinsdóttir og Guðrún Elísabet Bentsdóttir.

Launaðir starfsmenn:

  • Anna Kristín Sigvaldadóttir (skrifstofa og bókhald)
  • Trausti Jóhannesson (umsjón félagsheimilis)

Félagsmenn:

Félagsmenn voru 1032 þann 1. janúar 2025.

  • 5 hættu í félaginu á árinu 2024.
  • 6 voru teknir út vegna skuldar í 4 ár.
  • 15 félagar létust á árinu.

Niðurlag:

Stjórnin þakkað  öllum sem hafa lagt sitt af mörkum til starfsins. Félagið horfir bjartsýnum augum til framtíðar og metur mikils það traust og þann stuðning sem það hefur notið.

Fyrir hönd stjórnar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu:

Logi Þröstur Linnet, formaður 2025

Lagt til að spurningar varðandi þennan lið verði teknar með endurskoðuðum reikningum.

Samþykkt

  • Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.

Benedikt Jónsson kynntir ársreikning félagsins

Benedikt greindi  frá því að reikningurinn í ár sé betri en reikningurinn fyrir árið 2023. Anna Kristín Sigvaldadóttir starfsmaður félagsins ætti mikið hrós fyrir

Elín Guðjónsdóttir spurði  hvernig framkvæmdir á þaki og lofti verði fjármagnaðar?

Anna Kristín svarar að félagið eigi pening fyrir þeim framkvæmdum.

Reikningur samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

  • Ákvörðun um félagsgjald.

Félagsgjaldi var 3100 krónur 2024 en stjórn lagði til að hækka það um 100 krónur og fer þá í 3200 krónur.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

  • Lagabreytingar.

Engar lagabreytingar.

  • Kosning í stjórn og varastjórn.

Ólafur Bjarni Tómasson gefur kost á sér sem meðstjórnandi

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Brandur Bryndísarson Karlsson gaf kost á sér sem ritari.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Bergur Þorri Benjamínsson bauð  sig fram sem varaformaður

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Varamenn.

Kristinn Guðjónsson

Súsanna Finnbogadóttir

Kristinn Guðjónsson og Súsanna Finnbogadóttir gáfu gef kost á sér í varastjórn félagsins.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Stjórn og varastjórn voru skipuð eftirfarandi félögum eftir aðalfundinn.

Formaður: Logi Þröstur Linnet

Varaformaður: Bergur Þorri Benjamínsson

Gjaldkeri: Linda Sólrún Jóhannsdóttir

Ritari: Brandur Bryndísarson Karlsson

Meðstjórnandi: Ólafur Bjarni Tómasson

Varastjórn:

Guðrún Elísabet Bentsdóttir

Kristinn Guðjónsson

Súsanna Finnbogadóttir

Sigvaldi Búi Þórarinsson

Elísabet Karen Magnúsdóttir

Kjósa þrjá skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs.

Benedikt Jónsson endurskoðandi

Kristín R. Magnúsdóttir

Grétar Pétur Geirsson

Varamaður: Viðar Jóhannsson

Samþykkt samhljóða

  1. Kosning kjörnefndar.

Stjórn var falið að finna þrjá fulltrúa í kjörnefnd

Samþykkt samhljóða

  1. Önnur mál.

Fundargerð var lesin og borin upp til samþykktar.

Fundargerð samþykkt

Fundi slitið. kl. 20:02