Félagsfundur 27. mars 2007

Félagsfundur 27. mars 2007
DAGSKRÁ

1. Frambjóðendur til alþingiskosninga 2007 – fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræða um málefni öryrkja og stefnu flokkanna í komandi kosningum.

Grétar Pétur Geirsson, formaður félagsins bauð fundarmenn velkomna og bar upp tillögu um fundarstjóra, Jón Eiríksson og var það samþykkt með lófaklappi. Fram kom síðan tillaga um ritara fundarins, Önnu G. Sigurðardóttur og var það samþykkt með lófaklappi.

Jón Eiríksson, þakkaði traustið að vera kosinn fundarstjóri og kynnti dagskrá fundarins og bauð fulltrúa flokkana velkomna en það voru Ásta Möller, Sjálfstæðisflokki, Helgi Hjörvar, Samfylkingu, Jón Magnússon og Valdimar L. Friðriksson, Frjálslynda flokknum, Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum og Guðjón Ó. Jónsson, Framsóknarflokki.

a) Ásta Möller – Sjálfstæðisflokki

Ásta Möller þakkaði fyrir boðið á fundinn.

Ásta hóf mál sitt með því að fara yfir nokkur atriði sem hún taldi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert til hagsbóta fyrir öryrkja á síðustu árum.

Áunnist hefur m.a. samkomulagið um hækkun tekjutryggingarinnar og tekjutryggingaauka.

Þær breytingar sem komu í gagnið um síðustu áramót hafa þá bætt um betur við það sem hafa verið gerðar áður.

Samkomulag var gert í júní 2006 við eldri borgara um breytingar á lífeyriskerfinu og þjónustu við aldraða. Þessar breytingar voru yfirfærðar á örorkubætur.

Sú leið að hafa samband og samstarf við samtök öryrkja sagði Ásta vera mikilvægt.

Eitt af því atriði sem öryrkjasamtök hafa bent á eru skerðingar á tekjum öryrkja vegna tekna maka. Við næstu áramót munu lífeyrissjóðstekjur maka ekki hafa áhrif á bætur öryrkja. 50% tekjur maka eru nú reiknaðar inn í bætur öryrkja. Stefnt er að því að helmingslækkun verði um næstu áramót .

Niðurstaða nefndar um breytingar á örorkumati – hefur það að markmiði að auka atvinnumöguleika öryrkja. Haldin var ráðstefna 22. mars s.l. þar sem skýrsla vegna starfa nefndarinnar var kynnt. Meira verður horft til starfsgetu en áður hefur verið gert.

27% öryrkja er á vinnumarkaði en um 60% í Noregi samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu á ráðstefnunni.

b) Guðjón Ó. Jónsson – Framsókn

Þakkaði fyrir að fá að koma á fundinn.

Byrjaði Guðjón sitt erindi á að benda á að breytingar á húsnæði ÍFR hafi komist inn á fjárlög og er það vel.

Á kjörtímabilinu hefur lögum um almannatryggingar breyst 8 sinnum og þá til hagsbóta fyrir notendur þeirra.

Framsóknarflokkurinn vill hafa tryggt öryggisnet fyrir þá sem ekki af einhverjum ástæðum geta ekki framfleytt sér að einhverju eða öllu leyti.

Guðjón tók fram sérstaklega tvö mál sem hann taldi að hefðu verið til mikilla hagsbóta fyrir öryrkja, annarsvegar það að komið var á aldurstengdri örorkuuppbót sem þeir græða mest á sem hafa yngstir orðið öryrkjar.

Tekjutengingar eru til þess að þeir sem geti nýtt sér atvinnulífið að þeir geri það og þá minnki greiðslur ríkisins til þeirra en aðrir fengju greitt frá ríkinu.

Málefni geðfatlaðra – unnið hefur verið mikið og þarft verk í málefnum þess hóps, sérstaklega varðandi búsetu og endurhæfingu þessa hóps.

Samþykktar voru nokkrar ályktanir á flokksþingi Framsóknarflokksins, m.a. að flytja málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Fötluð börn – Guðjón minntist á þá breytingu að fötluð börn væru nú að mestu leyti í blönduðum bekkjum í almennum skólum í stað sérstakra skóla og sagði hann það ánægjulega þróun.

Guðjón sag flokkinn vilja stuðla að aukinni atvinnuþátttöku fatlaðra og sagðist hann vilja að komið væri á fót stöðu umboðsmanns öryrkja/hreyfihamlaðra og aldraðra. Einnig sagði hann flokkinn vilja endurskoða lögin um almannatryggingar og lífeyriskerfið.

Víxlverkun lífeyrissjóða og greiðslna úr tryggingakerfinu – vill einfalda og lagfæra kerfið og skoða hvort sveitarfélög ættu að sjá um almannatryggingarnar frekar en ríkið.

b) Jón Magnússon/Valdimar L. Friðriksson – Frjálslynda flokknum

Vilja minnka skerðingu við tekjur maka – lækka þarf húsnæðiskostnað fatlaðra – tryggja þarf fötluðum þjónustu, menntun og atvinnu. Margt hefur eflaust verið gert gott en yfirleitt er farið of hægt. Kynnti lagafrumvarp, varðandi bifreiðastæði fatlaðra – samþykkt 17. mars s.l. – nú er orðið heimilt að sekta fólk sem leggur í P-stæði, sem ekki er með P-merki.

Margt hægt að gera og margt er gert en spurning hvort það sé nægjanlegt.

Telja að þeir sem lökust hafa kjörin, hafi setið eftir.

Frjálslyndir gera kröfur um að skattleysismörk verði hækkuð í kr. 150.000. á mánuði. Telja þetta nýtast best tekjulægstu hópunum.

Fólk fái að vinna sér inn kr 1 milljón á ári áður en bætur þeirra skerðist.

c) Helgi Hjörvar – Samfylkingu

Telja árangur ekki eins góðan í málefnum öryrkja eins og stjórnarflokkarnir hafa sagt og telur að Ísland sé í auknu mæli að stéttaskiptast.

Hafa lækkað verulega styrki til fatlaðra til kaupa á bifreiðum og m.a. nú á síðustu dögum sérstaklega.

Fólk á berstrípuðum bótum er farið að greiða mun hærri skatta en áður

Frítekjumark – enginn að græða á því.

Vilja að frítekjumarkið verði 100.000 á mánuði.

Allt of fá okkar er á vinnumarkaðnum og ekki er nægjanleg endurhæfing til aukinna atvinnu tekna. Vilja afnema skerðingu bóta vegna tekna maka.

Vilja hækka aldurstengdu örorkubæturnar um helming.

e) Ögmundur Jónasson – Vinstri grænum

Mikilvægt að aðgreina þá hópa sem hafa tekjur sínar úr almannatryggingakerfinu. Þegar samstarfið við ÖBÍ var gert að þá var verið að aðgreina hópa.

Vinstri grænir vilja stíga í átt að afnema tekjutengingu örorkubóta við tekjur maka, að fullu hjá öryrkjum – finnst horfa öðruvísi við hjá eldri borgurum.

Vilja að allir hafi jafnan og fullan aðgang að allri þeirri þjónustu sem þjóðfélagið hefur upp á að bjóða.

Sameina grunnlífeyri, tekjutryggingu en svo komi afkomutrygging sem verði skert m.v. aðrar tekjur. Vilja hækka grunninn.

Kaffihlé

2. Fyrirspurnir

Nú var opnað fyrir fyrirspurnir og fyrstu var Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður landssambandsins.

Sagði að fundurinn gæfi fyrirheit að okkar mál verði a.m.k rædd í kosningabaráttunni og á þinginu á næsta kjörtímabili en svo er spurning hvar okkar mál verði á forgangsröðun.

Finnst vanta að stjórnvöld hafi samráð við samtök fatlaðra þegar verið er að ræða málefni fatlaðra. Búum ekki við sama borð og t.d. verkalýðsfélögin sem geta farið í gegnum kjarasamninga.

Nú beindi Ragnar nokkrum spurningum til frambjóðendanna,

Viljið þið beita fyrir því að komið verði á fót formlegur samráðsvettvangur milli flokka/þings og samtaka fatlaðra ?
Erum með niðurgreidda leigu, sem er niðurgreidd m.a. með happdrætti, hollvinum ásamt smá upphæð úr ríkissjóð. Getur verið að það sé verið að nýta sér samtök s.s. öryrkja til að sinna grunnþjónustu, s.s. framboð leiguhúsnæðis, frekar en að það sé unnið og veitt af ríkinu.
Eru þetta jöfn tækifæri ?
Veita stéttarfélög jafna þjónustu til allra félagsmanna (allir á atvinnumarkaðnum greiða til stéttarfélaga), s.s. aðgengileg húsnæði, hann segir nei, meirihluti orlofshúsa eru óaðgengileg – er þetta sanngjarnt ?
Flutningur málefna frá ríki til sveitarfélaga. Ragnari finnst margt í kerfinu vera óskipulagt og í ósamræmi, s.s. sumir greiða fyrir þjónustu, aðrir ekki, sumir fá þjónustu, aðrir ekki o.s.frv. “Það eimir enn eftir af hreppsómagakerfinu”

Verið of mikið rætt í kvöld um að “komast af”, “tóra” – þetta er ekki nútíminn – ekki nútíminn að rétt tryggja lágmarkstekjur, tryggja sérhúsnæði fyrir fatlaða. Eruð þið tilbúin til þess að vinna virkilega að því að fólk geti nýtt sér alla þjónustu – t.d. hvað varðar fullt aðgengi að öllum mannvirkjum.

Rétt að á undanförnum árum hefur verið að hækka frítekjumörk – gallinn er sá að tekjumöguleikar eru ekki bara undir því komnir að fólk hafi rétt í sig og á heldur þarf fólk að fá í einhverjum tilfellum heimilishjálp/hjúkrun, lyf, þjálfun o.s.frv o.s.frv. – sumir greiða fyrir það, aðrir ekki

Ögmundur Jónasson

Afdráttarlaust já við samráðsvettvangi.

Já – það er að gerast að samtök fatlaðra eru farin að vinna meira þau verk sem ríki og sveitarfélög eiga að sinna.

Varðandi stéttarfélögin – nei, það er ekki jafn aðgangur eins og staðan er í dag, s.s. vegna aðgengis en verið er að vinna úrbætur úr því, a.m.k. hjá einhverjum stéttarfélögum.

Eigum ekki að hafa patent lausn á því hvort eigi að flytja málefni eigi til sveitarafélaga. Það á að fara eftir þvi fjámagni sem muni fylgja málefninu.

Er algjörlega sammála um að tal um að tóra/skrimpta eigi að víkja til hliðar og er grundvallarhugsun í endurskoðun örorkumats

Tekjuumhverfið – Vinstri grænir hafa verið varkárir í að tala um skattalækkanir.

Helgi Hjörvar

Vill ekki fá fleiri nefndir a.m.k. en vill styðja það að verði haft verði samráð við samtök fatlaðra. Eru jákvæð fyrir því að samtök fatlaðra vinni að málunum – getum ekki hallað okkur eingöngu til ríkisins hvað þetta varðar – en samtök fatlaðra gætu séð um ákveðna hluti, sérstaklega þegar t.d. er verið að prófa nýja þjónustu, tækni o.s.frv. en ekki almennt.

Leigumálin eiga ekki að vera hjá samtökum fatlaðra.

Stéttarfélögin – huga þarf að starfsfólki verndaðra vinnustaða – en margt er ekki í nógu góðu lagi og segir því nei við því að öryrkjar fái jöfn tækifæri hjá stéttarfélögum og bendir á aðgengið í orlofshúsum stéttarfélaga.

Sveitarfélögin – grundvallaratriði er fjármagn og grípa þarf til sérstakra lausna s.s. ef þjónustu og fjárfrekur einstaklingur er – Samfylkingin er fylgjandi því að flytja málefni fatlaðra til sveitarfélaga.

Almenn þáttaka er lykilatriði en ekki að tala um gömlu umræðuna (s.s. að skrimta).

Meðan að það eru 6500 öryrkjar eru á strípuðum bótum að þá verðum við í gömlu umræðunni.

Jón Magnússon

Tekur undir með Ögmundi nema í fyrsta lagi að hvort eigi að hafa samráð við fatlaða – Sammála um að það eigi að vera samráð á frumstigum mála.

Flutning um málefni – Frjálslyndir eru ekki fylgjandi því að flytja málefni fatlaðra til sveitarfélaga frá ríki.

Guðjón Ó. Jónsson

Það á að hafa samráð við samtök fatlaðra á frumstigi mála.

Sjálfsbjörg/SBH – Að Sjálfsbjargarhúsið hafi verið byggt og SBH hafi verði komið á fót hefur upphaflega eflaust verið stuðningur landssamtakanna við sitt fólk. Ef samtök fatlaðra eiga t.d. að standa í leigu á húsnæði að þá verði að tryggja þeim samtökum nægilegt fjármagn til að þau geti einnig sinnt öðrum málefnum, s.s. baráttumálunum.

Tryggja þarf að allir hafi aðgang að öllu leyti í sumarhúsum stéttarfélaga.

Það á að gera kröfur um aðgengi fyrir alla alls staðar.

Ásta Möller

Sannfærð um að samráð við samtök fatlaðra verði öllum til hagsbóta.

SBH og Sjálfsbjargarhúsið – samtök fatlaðra hafa puttann á púlsinum og vill því að samtök sinni að einhverju leyti þjónustu við “sitt fólk” – en það má alls ekki gerast að ábyrgðinni og þjónustustiginu verði létt af ríkinu og samtök fatlaðra taki við því.

Varðandi orlofshús – verður að tryggja þjónustu og aðgengi í orlofshúsum.

Ásta sagðist vilja sjá að t.d. málefni fatlaðra séu á einu stað, s.s. ráðuneyti en sé ekki skipt á milli margra staða. Ef málefni fatlaðra eiga að flytjast til sveitarfélaga að þá á fjármagnið að fylgja einstaklingnum, þannig hafi hann meira frelsi í því að velja t.d. þjónustu s.s. heimaþjónustu.

Varðandi “að rétt komast af” – sú stefna sem hefur veði mörkuð með nýju skýrslunni um örorkumat að það verði að lokum til þess að ekki verði rætt um “að rétt komast af”.

Til að auka virkni öryrkja á vinnumarkaði hefur m.a. verið rætt um það að hjálpartæki sem viðkomandi þarf á að halda eigi að vera veitt viðkomandi fyrirtæki af heilbrigðiskerfinu en ekki að fyrirtækið eða starfsmaðurinn þurfi að greiða fyrir það.

Næsti fyrirspyrjandi var Baldur Karlsson

„Að lifa með reisn með 100.000 kr er erfitt – hræðilega erfitt „– sagði það gott ef einhverjum flokknum tækist að fá frítekjumörkin hækkuð og leyfa þeim að vinna sem geta það en að allir greiði skatt. Að lifa með reisn er að gera það sem við getum – á hvaða hátt sem það er.

Sesselja

Benti frambjóðendum á eins og Baldur að það sé erfitt að lifa af bótunum, sérstaklega þegar fólk væri á strípuðum bótum. Einnig sagðist hún vilja að húsaleiga fylgdi bótum.

Guðmundur Magnússon

Nýja örorkumatið – alveg á eftir að kynna skýrsluna hjá félögum ÖBÍ – varar við því að það er hvergi meiri tekjutenging en sú sem talað er um í skýrslunni.

Nýju lögin um skipulag og mannvirkjagerð

Fékk að fylgjast með gerð laganna á vegum ÖBÍ. Óskuðum eftir þvi að inn í markmiðsgreinina að kæmi inn varðandi aðgengi og það komst inn. Nú er það komið inn í skipulagslögin.

Guðmundur minntist einnig á að það hefði verið sannað að með því að minnka t.d.stigana í lyftum í 70 cm en lyftu væri komið fyrir í miðjuna að þá borgaði sú breyting sig þar sem fólkið flytti seinna úr húsinu en ella.

Aðgengi fyrir alla, fyrst og fremst er verið að ræða um opinbert húsnæði, ekki bara í eigu eða notkun ríkisins eða sveitarfélga, heldur öll almenn húsnæði s.s. vinnustaðir, verslanir, skrifstofur o.fl.

Að lokum sagðist hann vona að frumvarp um að táknmál verði móðurmál heyrnarlausra, verði samþykkt á nýju þingi.

Ólöf Ríkharðsdóttir

Svona fundur vekur athygli í þjóðfélaginu og sagðist vona að frambjóðendur taki mark á þeim sem lýsa hér slæmum aðstæðum.

Varðandi það að það sé dýrara að byggja ef aðgengi er sérstaklega gott – það á ekki að vera, sérstaklega þar sem í byggingalögum er gert grein fyrir því að lágmarksaðgengi skuli vera.

Að loknum fyrirspurnum fundarmanna gafst frummælendum tími til lokaorða og fengu þeir 2 mínútur hver. Þegar þeir höfðu lokið sér af í loforðaflaumnum gaf fundarstjóri orðið laust undir næsta lið önnur mál.

3. Önnur mál

Tilkynning var nú lesin frá Kvennahreyfingu ÖBÍ,fundur hreyfingarinnar verður haldinn 31. mars n.k.í Hátúni 10 – Sæmundur Pálsson, sálfræðingur heldur erindi.

4. Fundi slitið

Grétar Pétur tók nú til máls og minntist á að nefndin sem gerði skýrsluna varðandi endurskoðun á örorkumat hefði verið komið á laggirnar vegna kalla frá verkaðlýðshreyfingunni en ekki að frumkvæði ríkisins.

Eldri borgurum mun fjölga um 60% til ársins 2025 – þarf að tryggja þeim líka fullkomna þjónustu s.s. vegna heimilishjálpar og hjúkrunar sem og fyrir fatlaða.

Grétar Pétur þakkaði frummælendum fyrir góð innlegg og góð svör og sleit fundi kl. 22:50.

Fundarritari; AGS

Fundargerð aðalfundar 28. apríl 2007

Aðalfundur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu 28. apríl 2007

Dagskrá:

1. Fundur settur
2. Kosning fundarstjóra og ritara
3. Inntaka nýrra félaga
4. Minnst látinna félaga
5. Skýrsla stjórnar um störf félagsins
Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins
6. Ákvörðun um félagsgjald
7. Kosningar skv. 7. gr. laga
8. Skýrslur nefnda félagsins
9. Önnur mál

Formaður setti fund kl. 14:07 og bauð félaga velkomna stakk uppá Tryggva Friðjónssyni sem fundarstjóra og Jóni Eiríkssyni sem ritara og var það samþykkt samhljóða.

Tryggvi tók við stjórn fundarins þakkaði það traust sem honum væri sýnt og tók því næst til við annan lið dagskrár.

Inntaka nýrra félaga
Nýjir félagar eru:
Gefn Baldursdóttir
Alma Ýr Ingólfsdóttir
Marteinn Marteinsson
Jón Axelsson
Þórhildur Jónsdóttir

Þrír félagsmenn létust á árinu og þrír höfðu sagt sig úr félaginu.

Grétar Pétur Geirsson flutti skýrslu stjórnar sem fer hér á eftir:

Skýrsla stjórnar 2006
Það má segja að þetta ár hafi verið svipað og undanfarin þrjú fjögur síðastliðin ár þegar tekið er tillit til rekstrar félagsins. Félagið hefur verið rekið með hagnaði undanfarin ár eftir margra ára rekstrartap. Þetta hefur náðst með mikilli vinnu og aðhaldi í rekstri. Undanfarin tvö ár hefur félagið þó geta gert ýmislegt.
Félagið fór í þrjár dagsferðir á árinu í samvinnu við Guðrúnu djákna, en hún hefur yfirumsjón með samveru og súpu sem er í hádeginu alla þriðjudaga. Um vorið var farið til Stokkseyrar, þar var borðuð gúllassúpa og drukkið kaffi á veitingastað í gamla frystihúsinu, eigandi veitingastaðarins hélt smá erindi um alla vita á Íslandi við undirspil lagsins, Brennið þið vitar, með tilheyrandi ljósasýningu. Eftir matinn skoðuðu sumir málverkasýningu sem var í húsinu en aðrir kíktu á Draugasafnið. Einnig var komið við í Hveragerði, þar var minjasafnið hans Kristjáns Runólfssonar skoðað, keyrt um bæinn og markverðustu staðir skoðaðir. Leiðsögumaður um Hveragerði og nágrenni var Davíð sonur hennar Beggu sjálfboðaliða í samveru og súpu. þessi ferð tókst mjög vel þrátt fyrir mikið rok. Haustlitaferð var farin í Borgarfjörð og komið við á stað sem heitir Fossatún, þar rekur Steinar Berg plötuútgefandi með meiru veitingastað og er með fimm stjörnu tjaldstæði eins og hann kallar það, við fengum stórkostlegt veður, frábærar móttökur og góðan mat. Steinar sýndi okkur myndband af ýmsum fallegum stöðum á Íslandi við undirleik yndislegra Íslenskra tóna, eftir matinn fóru sumir í útileiki á veröndinni, aðrir nutu útsýnisins af pallinum og enn aðrir fóru í gönguferð um nágrennið. Þriðja ferðin var farin á aðventunni, þá var farið í ljósaferð um suðurnesin sem var alveg frábært. Fyrst var farið í minjasafnið í Garði, þar var drukkið kaffi og borðað heimabakað meðlæti, síðan var ekið til Sandgerðis og að lokum endað í Keflavík. Það er alveg ótrúlegt að sjá hvað suðurnesjamenn leggja mikinn metnað í að skreyta húsin sín með jólaljósum og gera þessa hátíð skemmtilega, það liggur mjög mikil vinna á bak við þetta og þeir geta verið stoltir að þessu framtaki sínu Svo má ekki gleyma þætti Hannesar bílstjóra en hann er búinn að fara margar ferðir með hópa á þessa staði og þekkir orðið hvern krók og kima og veit hvar áhugaverðustu göturnar eru og þekkir orðið þá sem búa í skrautlegustu húsunum, hann sagði skemmtilega frá ýmsu forvitnilegu.
Félagsstarfið hefur verið með hefðbundnum hætti og verið vel sótt, það er spilað bridds alla mánudaga, annan hvern þriðjudag er bingó, en hinn þriðjudaginn spilað Uno, félagsvist á miðvikudögum og skák á fimmtudögum. Basarinn var með öðru sniði núna en venjulega, það var happdrætti með færri vinningum en áður en mun veglegri og einnig var spilað bingó og virtust flestir ánægðir með þessar breytingar. Þorrablót var haldið í febrúar og síðan var haldinn haustfagnaður í október í samvinnu við Íþróttafélag fatlaðra og voru þessar tvær skemmtanir mjög vel sóttar.
Nú það voru haldnir tveir Félagsfundir annar var um félagsþjónustuna á höfuðborgarsvæðinu og var hann ágætlega sóttur þó svo að það hafi ekki allir frummælendur mætt sem voru búnir að boða sig sem er miður
Hinn var um lífeyrissjóðsmál vegna þeirra skerðinga sem stóð til að gera á greiðslum til öryrkja. Á hann mættu Sigursteinn Másson frá ÖBÍ og Dögg Pálsdóttir lögmaður, þar kom meðal annars fram í máli Sigursteins Mássonar að öbí leggur mikla áherslu á að þessir 14 lífeyrissjóðir hætti við þá ákvörðum sína að hætta greiðslum eða lækka úr sjóðum sínum til hluta öryrkja.
Framkvæmdin brýtur í bága við stjórnsýslulög en sjóðunum ber að vinna eftir þeim. Fundað var með þingmönnum allra þingflokka og sýndu þeir þessu máli skilning og í framhaldi af því kom tilkynning frá lífeyrissjóðunum um frestun á þessari framkvæmd. Lífeyrissjóðirnir telja sýnt að um 2300 manns séu að fá of mikið greitt úr sjóðunum og að þeir séu að fá allt of háar greiðslur miðað við framreiknuð laun sem þeir fengu áður en þeir urðu öryrkjar. Sjóðirnir geti ekki staðið undir þessum greiðslum og séu að tæmast. Vonast ÖBÍ til að það náist samkomulag við lífeyrissjóðina og er verið að vinna að því að finna sameiginlegan talsmann allra sjóðanna. Sjóðirnir eru að láta reikna hvernig þetta kemur út miðað við neysluvísitölu.
Greiðslustreymi sjóðanna hefur aukist verulega vegna þess að öryrkjum hefur fjölgað meira en reiknað var með.
Fjögur námskeið voru haldin á síðasta ári, tvö glerskreytingarnámskeið, eitt förðunarnámskeið og fyrir jólin var haldið námskeið í að búa til ljósalampa.
Ráðist var í að búa til heimasíðu félagsins og hafði Jón Eiríksson tölvugúru yfirumsjón með því verki sem tókst mjög vel, núna þurfum við að vera duglegri að setja inn á síðuna ýmsar upplýsingar.
Kriki var opinn í allt sumar og var fjöldi manns sem vann þar í sjálfboðavinnu og kann félagið þeim bestu þakkir, sá aðili sem hefur haldið utan um þetta eins og nokkur undanfarin sumur er Kristín Magnúsdóttir og hefur hún reynst félaginu ákaflega vel. Hún hefur til að mynda verið tvisvar með fjáröflun fyrir Krika hér í félagsheimilinu og selt kjötsúpu . Í Krika var boðið upp á grillaðar pulsur alla föstudaga sem var mjög skemmtilegt, og að sjálfsögðu var boðið uppá kaffi og með því alla daga gegn vægu gjaldi. Skráningar í gestabókina voru um eittþúsund.
Komið er nýtt “hús” að Krika sem Kópavogsbær gaf okkur og flutti á staðinn félaginu að kostnaðarlausu og ég held að það sé á engan hallað í því þó að framlag Kópavogsbæjar sé sérstaklega tíundað, Kópavogsbær hefur reynst félaginu ákaflega vel í gegnum árin og eiga þeir þakkir skildar fyrir það.
Nú bátadagur var haldinn í sumar að frumkvæði Kjartans Hauksonar og Árna Sal. Tókst hann afskaplega vel, þó að sumar hafi tollað illa í bátunum, þá fór allt vel að lokum
Áætlanir gera ráð fyrir því að breytingar á húsunum (smíða tengibyggingu, palla, handrið,skábrautir og taka niður milliveggi í nýja húsinu) eigi að verða tilbúnar þann 1.maí 2007. Kostnaður við þessar breytingar er 2.900.000,- þessir fjármunir eru til inná bankabók og munar þar mest um styrk frá Pokasjóði.
Hannes Sigurðsson, framkvæmdastjóri lét af störfum í nóvember og óskum við honum alls hins besta í framtíðinni.
Fundarstjóri lagði til að farið yrði í reikninga áður en umræða um skýrslustjórnar færu fram.
Benedikt Þór Jónsson endurskoðandi félagsins gerði grein fyrir reikningum þess. Félagið er rekið með hagnaði eins og undanfarin 4. ár. Hagnaður af rekstri félagsins á árinu 2006 nam kr. 5.860.140 og er hagnaður færður til hækkunar á eigin fé. Samkvæmt ársreikningi var eigið fé í árslok kr. 43.786.822

Arnór bað um orðið og ræddi fárhag félagsins og taldi umskiptin til fyrirmyndar. Hann velti því hins vegar fyrir sér hvað eigi að gera við þetta eigið fé á að borga niður lánið hjá Sparisjóðnum? Þakkaði að öðru leiti fyrir góða skýrslu.

Hildur Jóns gat þess að vantaði í skýrslu umsögn um brigde, sem væri í umsjón Sigríðar Gunnarsdóttur á miðvikudögum eftir hádegi.
Benedikt skýrði lánið greðslubirgði af því er ekki mikil taldi ekki ráðlegt að greiða það upp að fullu þá yrði lítið eftir á reikningum félagsins. Spurði hvort félagið vildi fara í yfirdrátt eins og áður. Góð kjör eru á reikningum það sýnir sig að vaxtatekjur hafa tvöfaldast á milli ára. Formaður bætti við að fjármunirnir væru oft eyrnamerktir ýmsum verkefnum og þar af leiðandi væri ekki hægt að hreyfa þá.
Fundarstjóri bar upp skýrslu og reikninga og var það samþykkt samhljóða.
Fundarstjóri tók við næsta lið þ.e. ákvörðun félagsgjald en það er nú 2.000 og lagði stjórn til að það yrði óbreytt. Var það samþykkt samhljóða. Að þessu loknu lagði hann til kaffihlé.

Þá var tekið til við 7. lið sem er kosningar skv. 7. grein laga félagsins. Í samráði við formann kjörnefndar Ólafar Ríkarðsdóttur fór fundarstjóri yfir gögn kjörnefndar.skýrði stöðuna. Núverandi gjaldkeri gaf ekki kost á sér né heldur núvernadi varaformaður.

Framboðslisti til stjórnar Sjálfsbjargar félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu á aðalfundi Sjálfsbjargar laugardaginn 28. apríl 2007

Formaður Grétar Pétur Geirsson ( á eftir eitt ár samkvæmt 7. gr. laga)
Varaformaður Ásdís Úlfarsdóttir ( gefur ekki kost á sér )
Ritari Hulda Steinsdóttir ( á eftir eitt ár samkvæmt 7. gr. laga)
Gjaldkeri Hanna M. Kristleifsdóttir ( gefur ekki kost á sér)
Meðstjórnandi Tryggvi Garðarsson ( búinn með 6 ár samkv.7.gr.laga)

Kjósa skal um Varaformann til tveggja ára ( samkvæmt 7. gr. laga)
Kjósa skal um Gjaldkera til tveggja ára ( samkvæmt 7. gr. laga)
Kjósa skal Meðstjórnanda til tveggja ára ( samkvæmt 7.gr. laga)

Þeir sem gefa kost á sér í stjórn Sjálfsbjargar félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu á aðalfundi laugardaginn 28. apríl 2007 eru:
Til varaformanns Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir til tveggja ára
Til gjaldkera Jóna Marvinsdóttir til tveggja ára
Til meðstjórnanda Sigurður Pálsson til tveggja ára

Í varastjórn eiga sæti:
Sigurður Pálsson ( á eftir eitt ár samkvæmt 7. gr. laga)
Einar Andrésson ( á eftir eitt ár samkvæmt 7. gr. laga)
Jón Eiríksson ( á eftir eitt ár samkvæmt 7. gr.laga )
Þorbera Fjölnisdóttir ( á eftir eitt ár samkvæmt 7. gr. laga)
Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir (búin með tvö ár samkv. 7.gr laga)
Kjósa skal um einn fulltrúa í varastjórn til tveggja ára (samkvæmt 7.gr. laga)
Kjósa skal um einn fulltrúa í varastjórn í eitt ár (samkvæmt 7. gr. laga)

Þeir sem gefa kost á sér í varastjórn eru:
Benedikt Þorbjörnsson
Leifur Leifsson

Í kjörnefnd eiga sæti:
Ólöf Ríkarðsdóttir
Anna Kristín Sigvaldadóttir
Hanna Margrét Kristleifsdóttir

Las hann upp úr lögunum um hvernig standa skal að tillögum til stjórnarkjörs.
Þar sem engar aðrar tillögur höfðu komið fram en tillaga kjörnefndar var sjálfkjörið í stjórn.

Þá var tekið til við önnur mál:
Grétar Pétur gerði grein fyrir skýrslu skákklúbbsins og sagði hana liggja frammi spurði hvort óskað væri eftir því að hún væri lesin en svo var ekki. Í nefndinni eru Arnór Pétursson, Garðar Hallgrímsson, Jón Viggósson og Svavar Guðni Svavarsson

Guðbjörg H. Björnsdóttir gerði grein fyrir starfi félagsvistarnefndar.

Kristín R. Magnúsdóttir grein fyrir starfinu í Krika síðasta sumarkom fram hjá henni að gestir urðu rúmlega 1.000 haldnir voru þrír Haladagar.

Önnur mál:
Þórir Karl Jónasson var fyrstur á mælendaskrá vakti máls á því að hvorki formaður né varaformaður Sjálfsbjargar lsf. væru á svæðinu. Ræddi hann um að framkvæmdastjórn hefði tekið völdin af húsnefnd, sem klárlega væri lögbrot því hún væri kosin af þingi. Bar upp tillögu um að fundurinn mótmælti þessu. Var hann beðin um skriflega tillögu.

Guðrún Bjarnadóttir tók til máls ræddi hvort menn ættu ekki að kynna sig þeir sem væru kosnir í stjórn. Þetta gerðu viðkomandi stjórnarmenn sem viðstaddir voru.

Jón Eiríksson ræddi vef félagsins og gerði grein fyrir því hvernig hann hefði þróast.

Einar Bjarnason vildi taka undir með Þóri Karli og kvaðst hafa mótmælt á húsfundi þegar hækkun leigu í húsinu var til umræðu.

Þórir Karl las upp tillögu sína og Hildar Jónsdóttur, sem er svo hljóðandi:
Aðalfundur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu mótmælir því að framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar lanssambands fatlaðra skuli hafa í umboði sambandsstjórnar gert tvær nefndir valdalausar: Þær eru ritnefnd og húsnefnd sem voru kosnar á síðasta þingi sambandsins. Þetta er gegn lögum Sambandsins. Því nefndir sem eru kosnar af þingi starfa í umboði þings í tvö ár.
Undir tillöguna rituðu Þórir Karl Jónasson og Hildur Jónsdóttir

Fundarstjóri vakti athygli á því að sambandsstjórn færi með æðsta vald á milli þinga.

Guðríður Ólafsdóttir tók til máls sagði að það væri ýmislegt sem ekki rúmaðist innan tillögunar. Vildi að henni yrði vísað til stjórnar. Lagði til að haldin yrði félagsfundur með stjórn landssambandsins fyrir 1. júní. þar sem staðan yrði rædd og málin skýrð.
Arnór tók undir með Guðríði og lagði til að tillaga hennar yrði samþykkt. Þórir Karl vildi koma með dagskrártillögu sem ekki yrði rædd. Dagskrártillagan er svohljóðandi að tillaga hans yrði tekin til atkvæða já eða nei.
Ólöf tók til máls vildi að tillaga Guðríðar yrði samþykkt en skýrði jafnframt frá því að mikil óánægja væri meðal margra með núverandi landssambandsstjórn.

Fundarstjóri vildi að það yrði tekið tillaga Guðríðar yrði tekin til atkvæða fyrst þar sem hún gengi lengra en tillaga Þóris Karls og vísaði dagskrártillöguni frá.
Las hann því næst upp tillögu Guðríðar sem er svohljóðandi:
Legg til að framkomin tilaga frá Þóri Karli Jónassyni og Hildi Jónsdóttur verði vísað til stjórnar. En haldin verði félagsfundur fyrir 1. júní n.k. til að ræða málefni framkvæmdastjórnar landssambandsins og Sjálfsbjargarhússins.

Þórir Karl fór fram á skriflega atkvæðagreiðslu og var það samþykkt. Fundarstjóri tók fram að þeir sem væru samþykkir tillögu Guðríðar skrifuðu Já en hinir Nei

Niðurstaða talningar var að Já sögðu 28 en Nei sögðu 6 og er því tillögu Þóris Karls vísað til stjórnar.

Þórir Karl vildi að þess yrði krafist að formaður og varaformaður mæti til félagsfundar sem haldin yrði skv. nýsamþykkri tillögu.

Fundarstjóri bað þessu næst Grétar Pétur Geirsson formann félagsins að slíta fundi.Grétar Pétur Geirsson tók til máls sagðist vilja áður en hann sleit fundi geta þess að hann teldi það mál sem hæst hefði borið á fundinum vera komið í ágætis farveg. Bauð hann nýja stjórnarmenn velkomna og þakkaði hinum fyrir samstarfið.Fundi var slitið kl. 15:49. Þakkaði hann starfmönnum fundarins að lokum fyrir þeirra starf.Fundarritari:Jón Eiríksson