Útfararstyrkir

ngir sérstakir styrkir eru til fyrir öryrkja vegna útfarar.

Flest stéttarfélög greiða útfararstyrki og er fólki bent á að hafa samband við stéttarfélag hins látna eða sjúkrasjóð viðkomandi félags  og kanna málið. Athugið að reglurnar eru mismunandi hjá stéttarfélögunum.

Ef ljóst er að dánarbú viðkomandi stendur ekki undir kostnaði geta aðstandendur sótt um útfararstyrk í því sveitarfélagi sem viðkomandi bjó í. Það þarf þá staðfestingu sýslumanns á eignarlausu búi. Best er að hafa samband við viðkomandi félagsþjónustu til að fá nánari upplýsingar um hvernig sótt er um styrk og hvaða gagna þarf að afla. Hér eru upplýsingar af vefsíðu Landsspítalans um ýmis réttindi fólks vegna andláts .Á vefsíðu Stjórnarráðsins eru reglur sveitarfélaganna um félagsþjónustu sveitarfélaga