Markmiðið með Samning Sameinuðu þjóðana um rétttindi fatlaðs fólks (SRFF) er að efla, verja og tryggja að allt fatlað fólk njóti til fulls og til jafns við aðra allra mannréttinda og grundvallarfrelsis og að efla virðingu fyrir eðlislægri reisn þess.
Allir einstaklingar eru jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til allra mannréttinda. Með SRFF er viðurkennt að fatlað fólk hefur ekki haft sömu tækifæri og aðrir í gegnum tíðina. Aðildarríkin viðurkenna þessa staðreynd og heita því að vinna að bættum hag og bættum rétti fatlaðs fólks. Samningurinn er fyrst og fremst jafnréttissamningur. Aðildarríkjum samningsins ber að vinna að jöfnum rétti og jöfnum tækifærum allra óháð fötlun. Samningurinn hefur nú þegar haft víðtæk áhrif á stöðu fatlaðs fólks í aðildarríkjum samningsins.
Staðan á Íslandi
Íslensk stjórnvöld undirrituðu samninginn árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Alþingi samþykkti vorið 2019 þingsályktunartillögu sextán þingmanna að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa lögfestingu SRFF og að frumvarpið skuli lagt fyrir Alþingi eigi síðar en 13. desember 2020. Það varð ekki raunin. Lögfesting samningsins mun tryggja að fatlað fólk á Íslandi geti byggt rétt sinn á samningnum með beinum hætti. Það þýðir verulega réttarbót.
Frekari upplýsingar um SFRR
SRFF (íslensk þýðing 2020) | Öryrkjabandalag Íslands (obi.is)
Samningur SÞ | Öryrkjabandalag Íslands (obi.is)
Convention on the Rights of Persons with Disabilities (CRPD) | United Nations Enable