Nefndir og nefndarmenn Sjálfsbjargar félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðnu

Hér má sjá töflu yfir nefndir sem hafa starfað á vegum Sjálfsbjargar félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu frá 1958 til 2018. Jafnframt sem skoða má skjal í kaflanum sem sýnir alla nefndarmenn sem hafa setið í þessum nefndum. Skjalið var unnið árið 2018 upp úr aðalfundargerðum félagsins.
Frá árinu 2003 hafa ekki verið kosnar nefndir í félaginu samkvæmt fundargerðum aðalfunda félagsins en í stað þess hafa ýmis verkefni verið í gangi eins og bingókvöld, Uno kvöld, samvera og súpa á þriðjudögum, Kósý saman hópurinn á þriðju og fimmtudögum og svo Krika samveran frá vori fram á haust. Þá hefur félagið haldið þorrablót, haustfagnað með Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og farið í vorferð. Margar þessara nefnda eru barns síns tíma en segja til um starfsemi félagsins í gegnum árin.

skemmtinefndbridgenefndtaflnefndfélagsvistveiðinefnd
Bazarnefnd    
Undirbúningsnefnd klúbba    
Föndurnefnd    
Vinnustofustjórn    
Ferðanefnd    
Bygginganefnd    
Félagsmálanefnd    
Ritnefnd    
Laganefnd    
Menningarsjóður    
Merkja og happdrættisnefnd    
Dansnefnd    
Ferlinefnd    
Atvinnumálanefnd    
Æskulýðsnefnd    
Húsnæðismálanefnd    
Farsímanefnd    
Kynningarnefnd    
Hljómtækjanefnd    
Fjáröflunarnefnd    
Makaskiptanefnd    
Ferðaþjónusta fatlaðra    
Kosninganefnd    
Kjörnefnd    
2017-2019    
söguvinna    

 (Textahöfundur: Sævar Guðjónsson, 2020)