Minningarsjóðir

Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar

Sjóðurinn veitir annars vegar styrki til hreyfihamlaðra einstaklinga til náms og hins vegar til verkefna sem tengjast úrbótum á aðgengi fatlaðs fólks. Það er ekki fyllt út sérstakt umsóknareyðublað en í  umsókn þarf að koma fram hver sækir um styrkinn (nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang) og hverslags styrk sótt er um. Þeir sem sækja um námsstyrk þurfa að sýna fram á að þeir séu skráðir í nám. Þeir aðilar sem eru að sækja um styrk vegna úrbóta í aðgengismálum þurfa að gefa skýringu á tilgangi verkefnisins, hvernig það er framkvæmt, á hvaða hátt það nýtist í framtíðinni og gera kostnaðaráætlun.

Ávallt er best að hafa greinargóðar lýsingar á aðstæðum. Fyrirspurnir um það hvort sé verið að veita styrki úr sjóðnum og síðan umsóknir í framhaldi skulu sendast á netfangið: sjalfsbjorg(hja)sjalfsbjorg.is.  Í Skipulagsskrá minningarsjóðs Jóhanns Péturs fást nánari upplýsingar um tilgang sjóðsins. Ekki er veitt úr sjóðnum árlega.