Hér eru upplýsingar um húsnæðislán og húsaleigubætur. Þann 1. janúar 2016 tóku í gildi lög um Húsnæðisbætur nr. 75/2016 og komu í staðin fyrir almennar húsaleigubætur. Búið er að opna fyrir rafrænar umsóknir gegnum heimasíðuna www.husbot.is en þar er líka reiknivél til að reikna rétt til húsnæðisbóta eftir nýju reglunum. Til að sækja um er smellt á mínar síður – Þar þarf svo að skrá sig inn með annaðhvort Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Almennar húsnæðisbætur eru greiddar fyrir allt landið í gegnum okkur en sérstaki húsnæðisstuðningurinn verður áfram á vegum sveitarfélaga. Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækjaÍbúðalánasjóðurÍbúðalánasjóður veitir aukalán vegna breytinga sem þarf að gera á húsnæði vegna sérþarfa einstaklings. Nánari upplýsingar um aukalán vegna sérþarfa má finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs.Húsnæðislán bankastofnanaBankarnir bjóða upp á húsnæðislán og má fá nánari upplýsingar um fasteignalán bankastofnana undir Fjármál á vefsíðu okkar.Húsnæðisbætur (húsaleigubætur)Sveitarfélög landsins veita húsaleigubætur til tekjulágra einstaklinga.Á vef Stjórarráðs Íslands má sjá upplýsingar um húsnæðisbæturEinnig má þar finna Reglugerð um húsnæðisbætur nr. 1200/2016Endurnýja þarf umsókn um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og er það gert hjá viðkomandi sveitarfélagi.