Sumarið 1994 vaknaði hugmynd að koma upp útivistarsvæði fyrir fatlaða í nágrenni Reykjavíkur, þar sem fatlaðir og hreyfihamlaðir gætu stundað veiðar og útiveru.
Þegar Magnús Hjaltested bóndi á Vatnsenda við Elliðavatn frétti af þessum áformum hafði hann samband við stjórn félagsins og bauð Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu afnot af landi við Vatnsenda.
Er skemmst frá því að segja að þegar þessi höfðinglega gjöf var fengin var strax farið af stað við undirbúning og gróðursetti þáverandi forseti Íslands frú Vigdís Finnbogadóttir fyrstu plönturnar sumarið 1995.
Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt var fengin til að skipuleggja svæðið og var sérstök áhersla lögð á að landið væri aðgengilegt fötluðum þar sem þeir gætu stundað útiveru og veiðar.
Lagðir hafa verið hellulagðir stígar og hlaðnar upp bryggjur sem hægt er að komast um á hjólastólum. Við gróðursetningu og stígagerð unnu sjálfboðaliðar svo og fólk sem var á skrá yfir atvinnulausa í Kópavogi sem vann mikið við þessar framkvæmdir sem nokkurs konar atvinnuuppbótar vinnu. Þá unnu þarna krakkar úr Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 1996.
Bráðabirgðahús var sett á lóðina og smíðaður pallur í kringum það.
Í júní 1998 var svæðið formlega opnað og hlaut það nafnið Kriki.
Oflug starfsemi hefur verið í Krika undanfarin sumur og sumarið 2006 var bætt við húsakostinn í Krika.
Veturinn 2007-2008 var unnið að miklum endurbótum í Krika sem gjörbreyttu aðstöðunni þar til hins betra.
Hér er linkur á facbook síðu Krika
Kriki við Elliðavatn – sumarhús Sjálfsbjargar hbs | Facebook