Félagsfundur 12. febrúar 2025

Fundargerð félagsfundar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Haldinn í félagsheimili félagsins Hátúni 12, inngangur 7

miðvikudaginn 12. febrúar 2025 klukkan 19:30.

  1. Fundur settur.

Formaður Logi Þröstur Linnet setti fundinn klukkan 19:30 og bauð fólk velkomið.

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður Logi Þröstur Linnet stakk upp á Sævari Guðjónssyni sem fundarstjóra og Birgittu Rós Nikulásdóttir í embætti fundarritara.

Samþykkt samhljóða

Sævar greindi frá lögmæti fundarins. Fundurinn var löglegur samkvæmt fimmtu grein laga félagsins.

  •  Inntaka nýrra félaga.

Þórður Ólafsson

Davíð Sigurður Sigurðsson

Róbert R. Ólafsson

Ólafur Ásgrímsson

Helgi Hrafn Pálsson

Styrmir Hallsson

Karen Linda Einarsdóttir

Hlín Íris Arnþórsdóttir

Súsanna Finnbogadóttir

Þau voru samþykkt sem nýir félagar í félaginu.

  • Minnst látinna félaga.

Brynhildur Fjölnisdóttir

Sigurjón Ingvarsson

Marteinn Jónsson

Jens Einar Þorsteinsson

Ásta María Eggertsdóttir

Hugrún Stefnisdóttir

Ólafur Ólafsson

Sigríður Jakobsdóttir

Sigurður Gunnar Þorsteinsson

Steinn Sævar Guðmundsson

Þóra Erlendsdóttir

Örn Bjarnason

Þeirra var minnst með andartaks þögn.

  • Kynning á tillögu að deiliskipulagi Hátúnslóðanna 10, 12, 14.

Sigríður Agnes Sigurðardóttir (Sirrý) framkvæmdstjóri Sjálfsbjargar landsambands hreyfihamlaðra kynnti nýtt deiliskipulag fyrir fundarmönnum.

Spurt um tímaramma framkvæmda.

Sirrý svaraði því að Brynja leigufélag vilji byrja framkvæmdir um leið og leyfi fæst til.

Anna Kristín Sigvaldadóttir spurði hvort að Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu hefði ekki þurft að vera með í þessu samtali.

Sirrý sagði að það hafi ekki þurft þar sem landssambandi eigi meirihlutann af lóðunum og það sé móðurfélag Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

Guðrún Elísabet Bentsdóttir spurði hvort að fatlaðir hafi forkaupsrétt af íbúðum á þessu svæði.

Sirrý segir að allar íbúðir sem Brynja eigi séu með forgang fyrir fatlaða eða öryrkja. Engar kvaðir hafa verið settar á aðra byggingaraðila á svæðinu.

Lagt til bóka að það verði lögð áhersla á að fatlaðir hafi forgang að leiguhúsnæði eða forkaupsrétt af eignum á þessu svæði.

Sirrý sagði  að Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu þyrfti að ákveða hvort þau vilji fá aðra eign á svæðinu sem henti betur eða halda í núverandi húsnæði.

Sævar Guðjónsson spurði hvort að uppkaup á eignarhlut Mæðrastyrksnefndar í nýbyggingu við austur enda Hátúns 12 sé hafið Sirrý sagði það ekki hafið en til þess að eiga fyrir þeim kaupum þyrftu landssamtökin að byrja á því að selja eignir [byggingarétt].

Spurt var hvort það sé inni á planinu að Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu fái húsnæði á þessu svæði. Sirrý svaraði að það væri ekki hluti af þessu plani en það þurfi að skoða komi til þess að Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu ákveði að selja.

Kristín R. Magnúsdóttir spurði hvað verði um sundlaugina. Sirrý sagði að landssamtökin vilji halda í sundlaugina.

Spurt var um hvort það verði breytingar tengt íþróttafélaginu. Sirrý svaraði að íþróttafélagið eigi það lítið byggingarland að það eru litlar breytingar þar. Íþróttafélagið getur bætt við hæðir ofan á sitt hús en annað ekki.

Kristín spurði  varðandi reglugerð um að það séu 90 cm dyr í nýbyggingum sé haldið til haga í nýbyggingum.

Sirrý þekkir ekki til þess beint en sagði að það yrði passað upp á aðgengi á þessu byggingarlandi.

Spurningar varðandi bílastæðin. Sirrý greindi frá því það séu ekki bílastæði við öll húsin en bílastæðahús yrðu á svæðinu.

  • Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra haldinn 25 og 26.apríl 2025.

Kjósa átti 12 fulltrúa.

Hanna Margrét Kristleifsdóttir

Grétar Pétur Geirsson

Logi Þröstur Linnet

Ólafur Bjarni Tómasson

Linda Sólrún Jóhannsdóttir

Guðrún Elísabet Bentsdóttir

Hannes Sigurðsson

Rúna Baldvinsdóttir

Sóley Björk Axelsdóttir

Elísabet Magnúsdóttir

Áðurtaldir samþykktir til að sitja landsfund fyrir félagið.

Stjórn var falið að finna að minnsta kosti tvo fulltrúa og varamenn fyrir landsfundinn.

Samþykkt samhljóða

  • Önnur mál.

Kristin greindi frá því að hún gæfi ekki kost á sér til setu á landsfundi vegna þess að ekki hafi verið tekið tillit til þeirra sem heyri illa á fundunum til þessa. Þetta sé aðgengismál en engin breyting hafi orðið á og treysti hún sér því ekki til að mæta.

Fundargerð lesin upp til samþykktar

Fundargerð var samþykkt samhljóða.

Fundi slitið klukkan20:13.