Um félagið Ýmsar gagnlegar upplýsingar um félagið Sjálfsbjörg félag hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu var stofnað 27. júní árið 1958 og var annað Sjálfsbjargarfélagið á landinu. Markmið félagsins er eins og segir í lögum þess Markmið félagsins er, að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðra og annarra fatlaðra, á öllum sviðum þjóðlífsins.Hafa áhrif á ríki- og sveitastjórnir, hagsmunasamtök og einstaklinga.Kynna félagið til dæmis með útgáfu á kynningarefni um málefni fatlaðra.Efla félagslíf fatlaðs fólks. Félagið rekur skrifstofu í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12. Inngangur númer 7. Starfsmaður skrifstofu er Anna Kristín Sigvaldadóttir Skrifstofustjóri. Kennitala Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu er 570269-1199