Lagabreytingar V/ aukaaðalfundar 7. september 2022.

Lög Sjálfsbjargar félags hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu frá 19. mars 2019 með lagabreytingatillögum vegna laga um félög til almannaheilla auk annarra breytinga. Lagt fram á aukaaðalfundi Sjálfsjálfsbjargar félags hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu í félagsheimili félagsins í Hátúni 12, inngangur 7 þann 7. september 2022.

Lög Sjálfsjálfsbjargar félags hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu

1. grein.

Félagið heitir Sjálfsbjörg, félag hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Félagið starfar samkvæmt lögum nr. 110/2021 um félög til almannaheilla. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Starfssvæðið er Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Reykjavík, Seltjarnarnes og Mosfellsbær

Rökstuðningur:

Bætt er við eftir hvaða lögum félagið starfar.

2. grein.

Félagið er aðili á aðild að Sjálfsbjörg, landssambandi hreyfihamlaðra (lsh).

Rökstuðningur:

Eðlilegra er að tala um að félag eigi aðild að félögum en sé ekki aðili að þeim.
Íslensk orðabók 3. prentun frá 2005:
Aðild það að vera aðili, hlutdeild í samtökum til dæmis landssambandi.
Aðili sá sem tekur þátt í til dæmis dómsmáli, viðskiptum og þess háttar.

3. grein.

Markmið félagsins er, að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðra og annarra fatlaðra, á öllum sviðum þjóðlífsins.

Hafa áhrif á ríki– og sveitastjórnir, hagsmunasamtök og einstaklinga.

Kynna félagið til dæmis með útgáfu á kynningarefni um málefni fatlaðra.

Efla félagslíf fatlaðs fólks.

Félagið er fjármagnað með félagsgjöldum, leigutekjum, sölu varnings og styrkjum frá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum sem er ráðstafað í félagsstarf, rekstur eigna félagsins og launakostnað.

Rökstuðningur:

Bætt er við hvernig félagið er fjármagnað og hvernig ráðstöfun tekna er.

4. grein.

Félagsmaður getur hver sá orðið sem styður markmið félagsins. er fatlaður. Ófatlað fólk getur verið í félaginu sem félagar, með kosningarétt og kjörgengi. Ófatlað fólk getur þó ekki setið á landsfundum Sjálfsbjargar, lsh eða verið í trúnaðarstörfum hjá landssambandinu. 
Fullgildur félagsmaður telst sá sem greiðir félagsgjald eins og það er ákveðið á aðalfundi ár hvert. Að öðrum kosti hefur hann ekki kosningarétt á fundum félagsins aðalfundi.
Börn yngri en 16 ára eru undanþegin félagsgjöldum.
Þó er stjórn félagsins heimilt að taka inn í félagið hvern þann, sem flytur á félagssvæðið og hefur verið félagi í öðru Sjálfsbjargarfélagi.
Félög og stofnanir geta átt aðild að félaginu, en án atkvæðisréttar og kjörgengis.
Á aðalfundi eða félagsfundi skal greint frá fjölda nýrra félaga og nöfn þeirra síðan skal bera upp tillögu til samþykktar nýrra félaga en stjórn félagsins er heimilt að taka inn í félagið hvern þann, sem flytur á félagssvæðið og hefur verið félagi í öðru Sjálfsbjargarfélagi.
Segja
hve margir félagar hafi látist og nöfn þeirra og hve margir sagt sig úr félaginu frá síðasta fundi.
Á aðalfundi skal sagt hversu margir hafa sagt sig úr félaginu síðastliðið almanaksár.
Ef félagsmaður hefur ekki greitt félagsgjöld til félagsins í þrjú ár í röð þá skal fella hann út af félagaskrá.
Stjórn má víkja félagsmanni úr félaginu að undangenginni skriflegri áminningu ef hann verður sannur að sök að því að vinna gegn markmiðum félagsins eða hagsmunum þess.

Rökstuðningur:

Lagagrein breytt þar sem engar takmarkanir eru hjá félaginu varðandi aðild. Takmarkaður aðgangur að störfum hjá Sjálfsbjörg landssambandi hreyfihamlaðra er ákveðin í lögum landssambandsins.
Ef félagsmenn greiða ekki félagsgjald þá missa þeir atkvæðisrétt á öllum fundum félagsins en ekki bara aðalfundi.
Texti varðandi inntöku félagsmanna úr öðrum aðildarfélögum Sjálfsbjargar er breytt og fluttur til innan greinar.
Fest er í lög að þeir sem ekki hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár skulu felldir af félagaskrá sem hefur verið hefð fyrir síðan 2005.
Tilkynningu um fjölda félaga sem hafa sagt sig úr félaginu skal einungis getið um á aðalfundi og fyrir síðastliðið almanaksár.

5. grein.

Félagsfundur er lögmætur, ef hann hefur verið boðaður með sannanlegum hætti bréflega/tölvupósti með minnst sjö sólarhringa  tveggja vikna fyrirvara eða með útvarpsauglýsingu, sem lesin er tvisvar.
Heimilt er að fundarmenn sitji fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Rökstuðningur:

Texta vegna boðunar félagsfunda breytt. Einnig er bætt við að fundarmenn geti setið fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

6. grein.

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Reikningsleg endurskoðun skal framkvæmd af löggiltum endurskoðanda. Samþykkt ársreiknings fer fram á aðalfundi.

Rökstuðningur:

Bætt er við hvenær samþykkt ársreiknings fer fram.

7. grein.

Á aðalfundi skal kjósa formann, varaformann, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda í stjórn auk fimm varamanna til tveggja ára. Ætíð skal formaður félagsins vera hreyfihamlaður auk þess skal meirihluti stjórnarmanna annarsvegar og hinsvegar varamanna í stjórn félagsins vera hreyfihamlaðir.

a) Annað árið séu kosnir formaður og gjaldkeri og 3 varamenn. En hitt árið varaformaður, ritari, meðstjórnandi og 2 varamenn.

b) Þá skal á hverjum aðalfundi kjósa endurskoðunarfyrirtæki/endurskoðenda og tvo skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs.

c) Varamenn taka sæti í forföllum aðalmanna.

d) Meirihluti stjórnar ritar firma félagsins.

de) Fulltrúar sem kosnir eru á aðalfundi sem aðalmenn eða varamenn í stjórn, í nefndir og skoðunarmenn skulu ekki sitja í sömu stjórn, varastjórn nefnd eða sem skoðunarmenn lengur en 6 ár samfellt. Sá sem kosinn er formaður félagsins getur þó setið í 6 ár þrátt fyrir að hann hafi setið í stjórn í öðru embætti en formanns.

ef) Kjósa skal á aðalfundi þriggja manna kjörnefnd til eins árs sem annast undirbúning og framkvæmd stjórnarkjörs og kosningar á aðalfundi næsta árs í samvinnu við stjórn félagsins.

fg) Tillögur kjörnefndar skulu liggja frammi á skrifstofu félagsins í fjórar vikur fyrir aðalfund og skal framlagning auglýst bréflega/tölvupósti.

gh) Tillögum félagsmanna um einstaka menn til stjórnarkjörs skulu berast skrifstofu félagsins eða kjörnefnd minnst 2 vikum fyrir aðalfund og vera skriflegar.

i) Allir lögráða félagsmenn hafa kjörgengi í öll embætti á aðalfundi. Framangreind krafa um lögræði á ekki við um kjörgengi í kjörnefnd.

Rökstuðningur:

Bætt er við að kjósa þurfi endurskoðendafyrirtæki/endurskoðenda auk þess sem kjörtímabil þeirra og skoðunarmanna er bætt við og kjörtímabili kjörnefndarmanna. Einnig bætt við nýjum d lið varðandi ritun firma félagsins og aðrir liðir endurmerktir í stafaröð, tekið er út að að auglýsa þurfi tillögur kjörnefndar með bréfi/tölvupósti og að lokum bætt við i lið um kjörgengi.

8. grein.

Aðalfund skal halda fyrir lok marsmánaðar ár hvert og skal hann boðaður bréflega/tölvupósti með sannanlegum hætti með minnst fimm vikna fyrirvara.
Heimilt er að fundarmenn sitji fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
Ef fresta þarf aðalfundi með tveggja vikna fyrirvara eða skemur þá skal boða til nýs aðalfundar eins fljótt og auðið er og hann boðaður með sannanlegum hætti að minnsta kosti fjórtán sólahringa fyrirvara. Ef aðalfundi er frestað áður en tvær vikur eru að aðalfundi þá skal boða til nýs aðalfundar eins fljótt og auðið er og hann boðaður með sannanlegum hætti að minnsta kosti fjögra vikna fyrirvara og auk þess að opna fyrir innsendingu lagabreytinga og framboða í stjórn og varastjórn sem stendur til tveimur vikum fyrir aðalfund.
Tilgreina skal í fundarboði ef fyrir liggja tillögur til lagabreytinga. 
Fastir liðir aðalfundar skulu vera: 
a) Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðastliðnu starfsári og kynning á starfstilhögun komandi starfsárs.  
b) Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins. 
c) Lagabreytingar. 
d) Ákvörðun um félagsgjald. 
e) Kosningar samkvæmt 7. grein
f) Önnur mál.

Rökstuðningur:

Texta vegna boðunar aðalfunda breytt. Einnig er bætt við að fundarmenn geti setið fundinn í gegnum fjarfundabúnað. Ákvæði sett inn í lögin ef fresta þarf aðalfundi líkt og var með aðalfund félagsins árið 2020. Varðandi mislangan frest til að boða til nýs aðalfundar fellst í því að tveimur vikum fyrir áætlaðan aðalfund rennur út frestur til að leggja fram lagabreytingar og framboðsfrestur rennur einnig út.
Fella út textann „samkvæmt 7. grein“ sem er óþarfur.

9. grein.

Lögum þessum verður einungis breytt á löglegum aðalfundi og þarf samþykki 3/4 2/3 hluta greiddra atkvæða svo lagabreyting nái fram að ganga. Til þess að slíta félaginu eða sameina það öðrum félagsskap, þarf 3/4 hluta greiddra atkvæða á löglegum aðalfundi.

Tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi 1/2 mánuði fyrir aðalfund og liggja frammi á skrifstofu félagsins minnst viku fyrir fundinn.

Rökstuðningur:

Breytt er hlutfalli þeirra sem þurfa að samþykkja breytingar á lögum samkvæmt 14. grein laga um félög til almannaheilla.

10. grein.

Hafi verið samþykkt að slíta félaginu skulu eignir þess, ef einhverjar eru, afhendast stjórn Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, er skal annast þær og ávaxta, uns annað félag með sama starfsgrundvöll rís upp á félagssvæðinu. Þá er skylt að afhenda því eignirnar til fullra afnota.

11. grein.

Þar sem ákvæði þessa samþykkta segja ekki til um hvernig með skuli farið skal hlíta ákvæðum laga nr. 110/2021 um félög til almannaheilla, svo og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.
Lög þessi öðlast þegar gildi.

Rökstuðningur:

Bætt er við eftir hvaða lögum skal starfa þar sem samþykktirnar segja ekki til um.

Grétar Pétur Geirsson                           Hannes Sigurðsson

___________________________         _____________________________
Flutningsmaður                                   Stuðningsmaður

Samþykkt á aukaaðalfundi Sjálfsbjargar félags hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu þann 7. september 2022.

Útskýringar það sem er dökklitur ( Bold ) og yfirstrikuðum texta:

Dökklitur ( Bold)  texti er nýr, breyttur eða fluttur.
Yfirstrikaður texti á að fella út eða flytja.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.