Félagsfundur 26. febrúar 2020 júní 1, 2021 Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu Post in Uncategorized Félagsfundur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu 2020. Haldinn í félagsheimili félagsins Hátúni 12, inngangur 7 miðvikudaginn 26. febrúar 2020 , klukkan 19:30 : Fundur settur klukkan 19:34. Grétar Pétur Geirsson formaður setti fundinn. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Formaður, Grétar Pétur Geirsson stakk upp á Sævari Guðjónssyni sem fundarstjóra og Birgittu Rós Nikulásdóttir í embætti fundaritara. Samþykkt samhljóða Sævar fór yfir 5 grein lagana félagsins varðandi tilkynningu á fundi, tölvupóstur var sendur út ásamt því að Sævar hafði staðfestingu á að fréttablaðið „Sjálfsbjargarfréttir“ var sent út til allra félagsmanna þann 23.01.2020 undir höndum. Sævar lýsti því yfir að fundurinn væri lögmætur. Sævar fór yfir dagskrá fundarins. Inntaka nýrra félaga Davíð Þorsteinn Olgeirsson Elísabet Kolbeinsdóttir Friðbjörg Ingibergsdóttir Guðbjörn Páll Sölvason Hrund Hjalltested Jóhanna Jónsdóttir Kristín Björk Viðarsdóttir Kristín Hafsteinsdóttir Linda Linnet Hilmarsdóttir Magnús Valgarðsson Margrét Lilja Arnheiðardóttir María Theresa Michelsen Rúna Baldvinsdóttir Sara Sigurðardóttir Sigríður Guðmundsdóttir Sigríður Þ. Ingólfsdóttir Sigurlín Guðmundsdóttir Sunna Elvira Þorkelsdóttir Þorsteinn Njálsson Engar athugasemdir og því samþykkt, Fundarstjóri bauð nýja félagsmenn velkomna. Minnst látinna félaga. Ása Eiríksdóttir Edda Bára Guðbjarnadóttir Guðmundur Gíslason Gunnar Halldórsson Hafdís Hannesdóttir Halldór Aðalsteinsson Hálfdán Ingi Jensen Magnús Davíð Ingólfsson Pétur Pétursson Ragnar Geir Guðjónsson Sonja Bachmann Þóra Sæmundsdóttir Þórður Pétursson Örn Sigurðsson Kosning á talningarmönnum. Fundarstjóri hafði beðið Önnu Kristínu Sigvaldadóttir og Birgittu Rós Nikulásdóttir um að vera talningarmenn en óskaði eftir fleiri tillögum engar fleiri tillögur bárust. Talningamenn voru samþykktir. Ingi Bjarnar Guðmundsson spurði hvað félagið hefði marga fulltrúa og hvort að þörf sé fyrir kosningu þar sem ekki er ljóst hvort að um 15 sjálfboðaliða sé að ræða. Sævar og Birgitta tjáðu honum að óvíst sé að lágmarksfjölda sé náð en það komi í ljós þegar krukkan með framboðunum verði opnuð. Kaffihlé Fundarstjóri kynnti kosninguna, og lagði til að haldið yrði í hefð að hver og einn merkir við 15 fulltrúa ekki fleiri og ekki færri. Nauðsynlegt er því að merkja við 15 fulltrúa. Samþykkt Einn fulltrúi hafði óskað eftir því að fá að kynna sig áður en gengið væri til kosninga, Þorkell Sigurlaugsson kynnti sig. Fundarstjóri las yfir nöfnin á fulltrúunum. Nafn Ásu Hildar var rangt og nafn Þorkels Sigurlaugssonar vantaði á listann. Fyrsti kjörseðill ógildur – nýr prentaður Heildarfjöldi félaga sem gáfu kost á sér var 26. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra haldinn 9. maí 2020. Kjósa á 15 manns á landsfund Sjálfbjargar lsh. Í heildina bárust 36 seðlar en einn var ógildur svo gildir seðlar voru 35 Fundarstjóri las yfir gild atkvæði Fundarstjóri las upp þá sem hlutu kosningu, þeir eru merktir með gulu hér að neðan auk varamanna frá 16 til 26: 1Grétar Pétur Geirsson312Hanna Margrét Kristleifsdóttir303Ása Hildur Guðjónsdóttir304Guðríður Ólafs Ólafíudóttir275Sævar Guðjónsson266Frímann Sigurnýjarsson267Ólína Ólafsdóttir258Bergur Þorri Benjamínsson239Guðmundur Magnússon2310Þorbera Fjölnisdóttir2211Þorkell Sigurlaugsson2212Helga Magnúsdóttir2113Hannes Sigurðsson2114Kristín Jónsdóttir2115Anna Sigríður Guðmundsdóttir2016Ásta Þórdís Skjalddal1917Guðrún Elisabet Bentsdóttir1818Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir1719Ólafur Bjarni Tómasson1520Ingi Bjarnar Guðmundsson1521Sigríður Jónsdóttir1422Þorsteinn Sigurðsson1423Guðmundur Haraldsson1424Einar Andrésson1225Sveinn Friðriksson1026Þorkell Geirsson ( Dolli)9 Önnur mál Guðríður Ólafs Ólafíudóttir þakkaði fyrir sig og bað fundarstjóra um orðið, henni langaði að fara í 3. grein laga, félagsins markmiðs greinina. Hvað hefur félagið gert til þess að kynna félagið eða vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðra. Hún er að velta fyrir sér hvað félagið sé að gera í málefnum félaga innan sveitafélaganna. Hér var málefnafundur með sveitarstjórnarfulltrúum [2018] en hún var að velta því fyrir sé hvernig þessu var fylgt eftir. Grétar Pétur Geirsson tók til máls og þakkaði fyrir spuninguna og nefndi að lagagreinin sé ansi víð. Grétar veit ekki almennilega hvernig á að svara þessari spurningu en vildi benda á að það sé ekkert sem bannar félagsmönnum að skrifa í blöð. Þetta snýr að stjórninni en það hafa allir leyfi til þess að skrifa um það sem liggur þeim á hjarta. Það væri mjög gott að fá inn hugmyndi frá félagsmönnum. Öll þessi málefni eru til umfjöllunar hjá Öryrkjabandalagi Íslands og það komi til með að flækja málið ef félagið fjalli um sömu málefni. Hann er sammála því að félagið geti gert miklu meira. Þegar kemur að kynningu félagsins þá er félagið að gera heila heimildamynd sem verðu sýnd í Ríkissjónvarpinu. Auk þess er verið að klára vinnslu á bækling um félagið. Guðríður þakkaðir fyrir svarið. Bergur Þorri Benjamínsson tók til máls og vildi vekja athygli á ferðaþjónustu fatlaðra, með hækkandi sól stefna sveitafélögin mínus Kópavogur að því að gera nýja samninga. Hafnarfjörður hefur ákveðið að slíta sig úr og hann hefur efasemdir um þá ákvörðun en segir þetta áhyggjuefni. Heilt yfir ætla menn að bæta þjónustur á stórhátíðum. Hætt verður að keyra á miðnætti, þetta er í lagi ef leiksýningar eða aðrir viðburðir eru ekki lengur en það. Hann kallar eftir því að félagið rýni í þær hugmyndur sem eru á borðinu varðandi hvernig þjónustu ferðaþjónusta fatlaðra verður háttað. Guðmundur Magnússon tók undir með Bergi að það sé svo merkilegt með ferðaþjónustuna að áður en þetta fór til anskotans þá var þetta bara í fínu lagi. Grétar Pétur tók til máls og kvaðst ánægður með mætinguna á fundinn. Hann fór yfir niðurstöður kosningar sem var í dreifingu á Facebooksíðu félagsins. Mestur áhugi er um fyrirlestur um aukna félagslega virkni. Grétar Pétur sleit klukkan. 21:42 Related